blaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 4
lofthreinsitœki 4 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 blaðió www.ishusid.is '&m ÍS-hÚSÍÓ 566 6000 MEÐLAGSGREIÐENDUR Meðlagsgreiðendur, vinsam- legast gerið skil hið fyrsta og forðist vexti og kostnað 1 INNHEIMTUSTOFNUN SVEITARFELAGA ( Lúgmúla 9 • 108 Reykjavík • 530372 0229 • www.medlag.is Banki: 0111 26 504700 S: 5907100 • fax: 590 7101 ■ ■ ÍSLANDS NAUT f 5Ls-uKeppf?! Magnús Helgason opnar sýningu í Baksalnum í Galleríi Fold, RauÖarárstíg, laugardaginn 16. september kl. 15 Opið virka daga kl. 10-1 8, laugardaga kl. 1 1-16, sunnudaga kl. 14-16 Sjáumst í Galleríi Fold Rauðarárstíg 14, slmi 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400 • www.myndlist.is INNLENT UMHVERFISMAL Fresti frekari stóriðjuáformum Samfylkingin vill slá frekari stóriðjuáformum á frest. Þetta kemur fram í tillögum Samfylkingar- innar í umhverfismálum. Þar segir að tímabært sé að taka meira tillit til náttúrugæða landsins við atvinnuuppbyggingu. 37 milijónir i baukinn (slendingar gáfu rúmar 37 milljónir króna í landssöfnun Rauða krossins á laugardag. Þetta ertveimur millj- ónum króna meira en í síðustu söfnun, fyrir tveimur árum. Á þriðja þúsund tóku þátt í söfnuninni og gengu hús úr húsi og voru á fjölförnum stöðum. Fjöldi fjölskyldna líður fyrir lítil úrræði í geðheilbrigðismálum: Berjast þarf til síðasta blóðdropa ■ Barnið í sjálfsvígshugleiðingum ■ Skólinn sýndi engan skilning Eftir Trausta Hafsteinsson __ trausti@bladid.net „Ég fór bara að gráta þegar ég las umfjöllun ykkar um málefni barna og unglinga með geðvandamál. Að lesa um fleiri sem eru í sama vanda fær mann til þess að rifja allt ferlið upp,” segir móðir fimmtán ára gamals drengs, sem hefur í tæpan áratug barist í kerf- inu fyrir því að hlúð sé að syni sínum sem í dag er greindur of- virkur,misþroska, lesblindur og með mikinn athyglisbrest. U n d a n - farið hefur B 1 a ð i ð fjallað um vandræði í heilbrigð- iskerfinu og í grunn- skólum þegar kemur að því að veita fjöl- skyldum og nem- endum sértækan stuðning. Þegar sonur kon- unnar var sex ára greind- ist hann með alvarleg hegð- unarvandamál og síðan þá hefur skólaganga hans verið helvíti á jörðu að hennar mati, bæði fyrir drenginn og fjölskylduna. Það var ekki fyrr en sjö árum síðar sem son- urinn fékk innlögn á BUGL og síðan þá hefur tilvera þeirra beggja tekið miklum breytingum til batnaðar. „Það var ekki fyrr en sonur minn var kominn í sjálfsmorðshugleið- ingar að hann fékk neyðarinnlögn á endanum. Ég barðist til siðasta blóðdropa til þess að sonur minn fengi innlögn,” segir móðirin. „Ég þurfti oft að elta son minn niður á bryggju þar sem hann ætlaði í sjóinn. Um leið og börnin eru eitt- hvað farin að minnast á sjálfsvíg þá verður að grípa strax inn í.” segja hann bara latan og að hann nenni ekkert að vera i skólanum. „Skólinn beinlínis hrækti á mig og sagði mig vera að búa til vandamál. Það er réttur hvers barns að fá aðstoð í skólunum og þeir geta ekki neitað MJÓLKURVÖRUR f SÉRFLOKKt nor vörur m m FLOKK! Inniheldur plöntustanólester sem lækkar kólesteról Rannsóknir sýna að dagleg neysla Benecols stuðlar að lækkun kólesteróls um allt að 15%. fjárgjöfmeð nemendum. Sumum tímum þurfa nem- endur með sértæk vandamál að sleppa,” segir móðirin. „Skýr- ing skólans var að ekki væri til fjárveiting og þá átti bara að vera í lagi að hugsa ekkert um ^ son minn. Ég átti bara að þegja og vera sátt við þetta.” Skólinn hrækti á mig í dag er sonurinn fimmtán ára og hann á erfitt með að skrifa nafnið sitt og er nærri ólæs. Kennarar hans Góð hjálp Móðirin segir son sinn hafa J Fékk enga hjálp Móðir fimmtán ára drengs barð- ist hetjulega í áratug fyrir son sinn sem er greindur ofvirkur, misþroska, lesblindur og með alvarlegan athyglisbrest. Hún mætti mótlæti víða en hvetur for- eldra til að gefast aldrei upp. verið mótfallinn innlögn á BUGL í fyrstu en eftir á sé þetta gífurlegur munur fyrir alla fjölskylduna. Hún leggur áherslu á að þetta sé ævin- löng barátta foreldra og því sé svo mikilvægt að hægt sé að leita sér aðstoðar. „Á meðan hann var á BUGL hataði hann okkur fyrstu dagana en eftir á var rosalegur munur. Ég var sjálf komin á deyfilyf til að halda jafnvægi og yngri systir hans var komin með mikinn kvíða,” segir móðir. „Ég lá í tölvunni allan sólarhringinn til að finna leiðir og skrifaði bréf i út um allt. t dag er ástandið s : skárra en langt er í land í skól- i anum ennþá þannig að sonur minn komist úr þeirri félagslegu einangrun sem hann er staddur í.” Skrýtin forgangsröðun Að sögn móðurinnar eru biðlistarnir ekki ein- göngu svona langir hjá BUGL heldur sé ástandið verra hjá grein- ingardeild ríkisins því þar sé biðin tvö til þrjú ár. „Það er verið að gera svo mik- inn óþarfa í þjóðfélaginu og á meðan er ekki hægt að huga að alvarlegum málefnum eins og þessum. f mínum huga þarf að forgangsraða betur og setja al- varlegustu málin í forgang,” segir móðirin. „Ég vil ítreka til foreldra sem eru í svona málum að gef- ast ekki upp og berjastallaleið. Það eiga allir rétt á að- stoðinni og mitt dæmi sýnir að það er , hægt á I endanum.” Gunnar Svavarsson vill leiða Samfylkinguna: Atök verða í kraganum „Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í fyrsta sætið,“ segir Gunnar Svavars- son bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar i Hafnarfirði en hann vill leiða flokkinn til Alþingis í Suðvesturkjördæmi. Þór- unn Sveinbjarnardóttir alþingismaður er þegar búin að lýsa yfir að hún ætli að sækjast eftir sama sæti. Rannveig Guðmundsdóttir hefur hingað til verið í fyrsta sæti í Suðvesturkjördæmi. „Það eru búnir að vera farsælir leið- togar í okkar kjördæmi og það liggur fyrir af okkar hálfu að við viljum styrkja flokkinn enn frekar á lands- Vill stöðva ráðherravæö- ingu íslenskra stjórnmála. Gunnar Svavarsson bæjarfulltrúi i Hafnarfiröri vísu,“ segir Gunnar en Samfylkingin í Hafnarfirði vann síðustu sveitarstjórn- arkosningar og bætti við sig manni á kostnað Sjálfstæðisflokksins. Aðspurður segir Gunnar að hann vilji yfirfæra svokallað hafnfirskt módel á ríkisstjórnina og auka vægi kjósenda í ákvarðanatökum. „Það er ljóst að ráðherravæðingunni verður að linna,“ segir hann. Kraginn er stærsta kjördæmið með tólf þingmenn. Samfylkingin hefur fjóra þingmenn og munu þeir allir gefa kost á sér á ný nema hugsanlega Rannveig Guðmundsdóttir. Hún neit- aði að tjá sig um það hvort hún færi fram á ný en ætlaði að tilkynna það í gærkvöldi á aðalfundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.