blaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006
blaöiö
HVAÐ MANSTU?
1. Hvað eru adenín, týmín, cýtósín og gúanín?
2. Hvar eru Langerhans-eyjar?
3. Hver var síðasta svarthvíta kvikmyndin til þess að vinna til Óskarsverðlauna sem besta mynd?
4. Melvin Kaminsky var kvæntur Önnu Mariu Italiano. Undir hvaða nöfnum voru þessi
kvikmyndahjón þekkt?
5. Hvað nefndist gullskipið ófundna í Skeiðarársandi?
GENGIGJALDMIÐLA
Svör:
M_ O ^ >
r£í2SI“ S
£ 8-
i ctj E • ■ ^ ~ E
íli.1 §
S '1 = iri S
S V. X. p 5
j-í E
1< _ _
° INUO E
KAUP SALA
Bandaríkjadalur 70,57 70,91 Hi
Sterllngspund 132,28 132,92 m
Dönskkróna 11,997 12,067 mmt mwm
Norsk króna 10,707 10,771 m
Sænsk króna 9,684 9,74 ÍS HBB mmt
Evra 89,51 90,01 m
Þýskar fyrirsæturAð öllum
líkindum hafa þessar fjórar
líkamsmassastuðul yfir 18.
Horrenglur mega
ekki sýna föt
Bandalag spænskra tískuhönn-
uða hefur ákveðið að banna horr-
englum að taka þátt í sýningum á
tískuvikunni sem hefst í Madríd
18. september. Til að fyrirsæturnar
fái að taka þátt þurfa þær að sýna
fram á að þær hafi líkamsmassa-
stuðul (BMI) sem er hærri en
18. Líkamsmassastuðull er mæli-
kvarði á þyngd miðað við hæð og
samkvæmt sérfræðingum Samein-
uðu þjóðanna ætti hann að vera á
bilinu 18.5 til 25. Tískuiðnaðurinn
hefur verið gagnrýndur fyrir að
nota afar horaðar fyrirsætur og
margir telja að með því sé verið að
senda út röng skilaboð.
Á tískuvikunni í Madríd í fyrra
þóttu horaðar sýningarstúlkur
vera áberandi.
48%
fituskert
sx.
og eggjalaus
gerir gœfumuninn
VOGABÆR
Slml 424 6525 www.vogabaer.ls
Lífeyrissjóðirnir:
Skerðingar í samræmi
við lög og regiur
■ Bjuggust við athugasemdum ■ Munu svara bréfi Öryrkjabandaiagsins.
Eftir Hcskuld Kára Schram
hoskuldur@bladid.net
Aðgerðir lífeyrissjóðanna í tengslum
við skerðingu örorkulífeyris eru
að fullu í samræmi við lög og reglu-
gerðir, segir framkvæmdastjóri
Gildis - lífeyrissjóðs. Hann segir að
stjórn sjóðsins muni taka afstöðu til
bréfs lögmanns Öryrkjabandalags Is-
lands í næstu viku. Sjóðurinn hefur
einu sinni áður hafnað beiðni Ör-
yrkjabandalagsins um að falla frá eða
fresta fyrirhuguðum skerðingum.
(fullum rétti
„Lífeyrissjóðirnir hefðu aldrei farið
af stað með þetta mál nema þeir
teldu sig vera í fullum rétti,“ segir
Árni Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Gildis - lífeyrissjóðs. „Þetta
er auðvitað viðkvæmt mál því þetta
bitnar á þeim hópi sem minnst hefur.
Það er því mjög eðlilegt að þessar at-
hugasemdir komi fram og við áttum
von á þeim.“
Gildi - lífeyrissjóður ásamt 13
öðrum lífeyrissjóðum hefur boðað
skerðingu og í sumum tilfellum nið-
urfellingu á greiðslu örorkulifeyris
til um 2.500 öryrkja. Að mati sjóð-
anna hafa tekjur margra öryrkja
Öryrkjar krefjast niðurfellingar
Skerðing bitnará um 2.500 manns
hækkað eftir orkutap og því eigi
þeir ekki lengur rétt á sérstökum
lífeyrisgreiðslum. Eiga breyting-
arnar að ganga í gegn 1. nóvember
næstkomandi.
Þessu hefur Öryrkjabandalag Is-
lands mótmælt harðlega og á mánu-
daginn sendi lögmaður bandalags-
ins bréf til Gildis - lífeyrissjóðs þar
sem þess er krafist að sjóðurinn falli
frá fyrirhuguðum aðgerðum. Hyggst
bandalagið að öðrum kosti höfða
mál á hendur lífeyrissjóðunum 14.
Svipuð bréf munu verða send hinum
lífeyrissjóðunum á næstu dögum og
vikum.
Þá hafa þingmenn einnig gert at-
hugasemdir við þær forsendur sem
sjóðirnir nota til að framreikna laun
öryrkja eftir orkutap. Setja þeir spurn-
ingarmerki við að sjóðirnir miði við
neysluvísitölu í stað launavísitölu og'
það geti stuðlað að ójöfnuði.
Áður hafnað
Árni segir að stjórn sjóðsins muni
taka afstöðu til kröfu Öryrkjabanda-
lagsins í næstu viku en bendir á að
sjóðurinn hefiir einu sinni áður
hafnað svipaðri kröfu. Hann segir
aðgerðir sjóðanna í samræmi við lög
og reglur sem fjármálaráðuneytið
hafi staðfest. „Stjórnin er að vinna
eftir samþykktum ársfundar sjóðsfé-
laga sem fjármálaráðuneytið hefur
staðfest. I þeim samþykktum er ná-
kvæmlega útlistað hvernig á að fram-
kvæma þessa tekjuathugun sem gerð
var í sumar og við hvaða vísitölu á að
miða.“
Að sögn Árna er það þó vilji sjóð-
anna að hlusta á öll rök og komist
menn að þeirri niðurstöðu að breyta
þurfi einhverju verði það gert. „Við
munum taka á þessu af skynsemi
og ganga úr skugga um að við séum
að gera þetta í samræmi við lög og
reglur. Ef það verður samstaða um
að breyta einhverju þá munu menn
væntanlega reyna að hraða þeim
breytingum.“
Tyrkland:
Ellefu fórust þegar
strætó sprakk
Að minnsta kosti ellefu fórust
og þrettán særðust þegar sprengja
sprakk í strætisvagni við fjölfarna
götu í borginni Diyarbakir í Tyrk-
landi í fyrrakvöld. Yfirvöld telja
öruggt að um hryðjuverkaárás hafi
verið að ræða og að sprengingunni
hafi verið stýrt með fjarstýringu.
Þrátt fyrir það hafa engin samtök
lýst yfir ábyrgð á tilræðinu. Lög-
reglan telur að sprengjan hafi verið
sprengd fyrir mistök og að tilræðis-
mennirnir hafi ætlað að sprengja
upp lögreglustöð.
Tilræðið er það síðasta í hrinu
hryðjuverka í Tyrklandi sem hófst
í ágúst og hefur kostað að minnsta
kosti sextán manns lífið og sært um
hundrað. Samtök sem kalla sig kúr-
dísku frelsishaukana (TAK) hafa
lýst því yfir að þau beri ábyrgð á til-
ræðunum. Talið er að um 37 þúsund
manns hafi fallið í hryðjuverkum
slðan kúrdískir uppreisnarmenn
tóku upp vopnaða baráttu gegn tyrk-
neskum stjórnvöldum árið 1984.
Tilræðið í Diyarbakir er það
mannskæðasta síðan 58 létust í Ist-
Ömurleg aðkoma Sprengja sprakk
við fjölfarna götu í borginni Diyarbakir
anbúl árið 2003 í sprengjutilræði
hryðjuverkamanna sem tengjast A1
Kaeda-netinu.