blaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 blaöið VEÐRIÐ I DAG Á MORGUN Stormur Búist er við stormi víða um land, einkum sunnanlands. Vestan og suðvestan 18 til 28 metrar á sekúndu. Hægara norðanlands en miklar vindhviður. Lægir síðdegis. Hiti um og yfir frostmarki. Umhleypingaveður Áfram verður umhleypinga- veður. Búast má við að áfram verði vindasamt og nokkuð úrkomusamt. VÍÐA UM HEIM g Algarve 21 Amsterdam 12 Barcelona 20 Berlín 9 Chicago 16 Dublin 9 Frankfurt 12 Glasgow 10 Hamborg 7 Helsinki -3 Kaupmannahöfn 8 London 11 Madrid 20 Montreal 7 New York ; 75 Orlando 13 Osló . 2 Palma 23 París 13 Stokkhólmur 3 Þórshöfn -5 Bruni í Ferjubakka: Konan látin Konan sem brenndist illa í brunanum í Ferjubakka að kvöldi þriðjudags lést í gærmorgun á gjörgæsludeild Landspítalans. Karlmaður sem einnig var fluttur á spítala vegna brunas- ára liggur enn þungt haldinn í öndunarvél og er honum haldið sofandi. Neikvæðar horfur: ísland er skuldugast Matsfyrirtækið Fitch Ratings staðfesti í gær neikvæðar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs ís- lands samkvæmt frétt frá Seðla- banka íslands. í umsögn Fitch um íslenskan þjóðarbúskap kem- ur fram að íslenska hagkerfið er mjög skuldsett og telst nú vera skuldugasta landið sem fyrirtæk- ið metur til lánshæfis.Þá kemur fram að neikvæð skuldastaða gerir landið berskjaldað fyrir ytri áföllum sem gæti leitt til skammvinns samdráttarskeiðs á næstu mánuðum. Lögregla: Grjótkastari handtekinn Lögreglan í Reykjavík hand- tók karlmann á miðjum aldri eftir að hann kastaði steini í gegnum rúðu á gistihúsi í borginni. Lögreglan var kölluð til vegna ósættis rúðubrjótsins manns sem hann sló. Hávær gleðskapur á Hótel Reykjavík: Hótelstýra stöðvar serbneska árshátíð ■ Hljómsveitin of hávær ■ Vildu ekki lækka tónlistina ■ Ætlar aö kæra Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net' Árshátíð Serbneska félagsins á ís- landi sem haldin var á Hótel Reykja- vík um síðustu helgi tók óvænta stefnu þegar starfsmenn hótelsins tóku rafmagnið af veislusalnum rétt fyrir miðnætti. Forsvarsmaður Serbneska félagsins sakar hótelstýru um að svíkja samkomulag og hyggst kæra hótelið. Hótelstýran segir há- vaðann af söng forsvarsmanns félags- ins hafa verið langt umfram það sem eðlilegt mætti teljast og ábendingum um að lækka hafi ekki verið sinnt. Kom út í tapi „Ég hef búið á Islandi í sex ár og í fyrsta skipti leið mér eins og ég væri annars flokks borgarisegir Goran Lazarevic, tónlistarmaður og for- svarsmaður Serbneska félagsins á Islandi. Um áttatiu manns voru saman- komnir á árshátíð Serbneska félags- ins. Lék hljómsveit Gorans þar undir en sjálfur er hann söngvari. Stuttu eftir að hljómsveitin byrjaði að spila kom hótelstýran og óskaði eftir því að lækkað yrði í hátölurum þar sem hávaðinn væri að trufla svefn hótelgesta. Að sögn Gorans kom beiðni hótel- stýrunnar honum verulega á óvart því fyrr um daginn hafði verið gerð hávaðaprufa sem allir viðkomandi hefðu samþykkt. Hljómsveitin varð þó við beiðninni en aftur kom hótel- stýran og óskaði þess sama og endur- tók þetta sig nokkrum sinnum. Loks rétt fyrir miðnætti var rafmagnið óvænt tekið af salnum. Hafði hótel- stýran þá í hótunum um að kalla á lögregluna og láta fleygja veislu- gestum út. „Það var engin sýnileg ástæða fyrir hótunum hennar. Ég hefði skilið hana ef klukkan hefði verið eitt eða tvö um nótt en hún var ekki orðin tólf.“ Að sögn Gorans fóru veislugestir að tínast heim eftir að rafmagnið var tekið af og þurfti hann sjálfur að end- urgreiða aðgangseyri. Hann segist hafa tapað verulega á veislunni þar að beiðnir hennar hafi verið virtar að vettugi. „Það var fullt hótel og línurnar voru rauðglóandi. Gestir voru að biðja um að láta flytja sig á annað hótel vegna þess að þeir gátu ekki sofið." Að sögn Jónbjargar var henni því nauðugur einn kostur að taka raf- magnið af salnum. Það hafi hins vegar farið afar illa í suma veislugesti sem hafi haft í hótunum. „Mér var sagt að ef ég myndi ekki setja raf- magnið aftur á myndu þeir brjóta og rústa öllu hér inni.“ Jónbjörg segist þó ekki hafa bakkað og að lokum náðist samkomulag um að Goran hætti að syngja. Hún segir að eftir það hafi veislan gengið snurðulaust fyrir sig og síðustu gestir farið um klukkan tvö um nóttina. Jónbjörg segir að hótelið muni ekki rukka Serbneska félagið fyrir salinn. Hótelið nötraði Jónbjörg Þórsdóttir, hótelstýra á Hótel Reykjavík, segir frásögn Gor- ans af atburðum kvöldsins ranga. Hávaðinn af söng Gorans um kvöldið hafi verið mun meiri en í hljóðprufum fyrr um daginn. „Þetta var bara tvennt ólíkt. Um kvöldið var búið að hækka miklu meira og hér nötraði allt hótelið upp á fjórðu hæð.“ Jónbjörg segist ftrekað hafa óskað eftir að lækkað yrði í hátölurum en sem hann sjálfur hafi greitt úr eigin vasa leigu á hátalarakerfi. „Veislu- gestir voru mjög fúlir út f mig og töldu að þetta væri allt mér að kenna. Ég stóð hins vegar við minn hlut af samningnum en ekki hótelið." Goran segist íhuga að kæra hót- elið og að hann muni ekki greiða fyrir leiguna á salnum þó eigandi hótelsins hafi hótað sér málsókn. Borgarráð: Börn styrkt til frístunda og unglingar verði styrkt til hollrar frístundaiðju með því að innleiða svokallað frístundakort. Gert er ráð fyrir að kortið verði innleitt í þremur áföngum og hefjist sá fyrsti haustið 2007 með 12 þúsund króna framlagi til markhóps- ins, 6-18 ára. Annar áfengi hefj- ist í janúar 2008 með 25 þúsund króna framlagi. 1 janúar 2009 verði framlagið 40 þúsund krónur og ljúki þá innleiðingu frístundakortsins. Vonast er til að styrkirnir auki ekki bara þátttöku í frístundaiðju, heldur stuðli einnig að jöfnuði. Vísindaveiðar: Kosta 221 milljón króna Borgarráð legair til að börn og unglingar verði styrkt til hollrar frístundajfeju með því að innleiða svokallað frístundakort. Gert er ráð fyrir að kortið verði innleitt í þremur áföngum og hefjist sá fyrsti haustið 2007 með 12 þúsund króna framlagi til markhóps- ins, 6-18 ára. Annar áfengi hefj- ist í janúar 2008 með 25 þúsund króna framlagi. 1 janúar 2009 verði framlagið 40 þúsund krónur og ljúki þá innleiðingu fristundakortsins. Vonast er til að styrkirnir auki ekki bara þátttöku í frístundaiðju, heldur stuðli einnig að jöfnuði. Ríkisútvarpið biðst afsökunar á ummælum pistlahöfundar: Hótaði Jóni líkamsmeiðingum Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net Ríkisútvarpið hefur sent formlegt afsökunarbréf til Jóns Magnússonar hæstaréttarlögmanns vegna um- mæla sem Eiríkur Örn Norðdahl pistlahöfundur lét falla í dægurmála- útvarpi Rásar tvö á mánudag. Ummæli Eiríks komu eftir grein um innflytjendur í íslensku samfé- lagi sem Jón skrifaði í Blaðið á mið- vikudaginn í síðustu viku. í pistli sínum segist Eiríkur vonast til að Jón fái aldrei nokkurn tíma að fara um Vestfirði óáreittur og að þar sé fólk lamið fyrir það eitt að vera fávitar. Jón Magnússon hefur ekki heyrt pistilinn sjálfan og ætlar sér ekki að fara með málið lengra. „Ég bara vor- kenni þessum manni. Þeir sem hóta „Kemur ekkitilgreína að biðjast afsökunar“ Elríkur Örn Norðdahl, skáld og pistlahöfundur öðrum líkamsmeiðingum eiga að skoða hlutina hjá sjálfum sér.“ Páll Magnússon útvarpsstjóri segist ekki reikna með því að gripið verði til frekari aðgerða. „Það hefur ekki verið tekin önnur ákvörðun en að senda út þessa afsökunarbeiðni. Ég held að fréttastjóri Otvarps hafi metið málið svo að það væri ekki ástæða til að gripa til annarra ráðstafana." Eiríkur Örn Norðdahl segist ekki sjá eftir neinu og biðst ekki afsökunar. Afsökunarbeiðni nægir Páll Magnússon, útvarpsstjóri Vorkennir Eiriki Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður „Það kemur ekki til greina. Fyrr læt ég loka mig inni. Ég myndi ekki berja manninn sjálfur en í mínu óskasam- félagi fær svona fólk ekki að ganea umóáreitt." 6 S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.