blaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 blaðiö Sleggjudómar og hótanir um líkamsmeiðingar! Umræðan um frjálst flæði út- lendinga inn í landið fer mjög fyrir brjóstið á fjórflokknum Sjálfstæðis- flokki, VG, Samfylkingu og Fram- sóknarflokki enda voru flokkarnir samtaka í því að opna allar gáttir ís- lensks vinnumarkaðar. í stað þess að ræða þessi málefni með yfirveguðum hætti, ræða það hvernig þessi málefni snerta alian þorra almennings, hafa talsmenn flokkanna og pistlahöfundar af- vegaleitt umræðuna. Þingmenn Frjálslynda flokksins hafa sætt svívirðingum frá forystumönnum ungliðahreyfinga og talsmönnum fjórflokksins, verið kallaðir kynþátta- hatarar, fenjafólk, aðskilnaðarsinnar, Jóni Magnús- syni varhótað líkamsmeið- ingum efhann léti sjá sig á ísafirði Umrœðan Sigurjón Þóröarson að þeir ali á ótta og svo má lengi telja. Sumar yfirlýsingarnar hafa endað með því að réttast væri að setja Frjálslynda flokkinn í einhvers konar einangrun eins og holdsjúk stjórnmálasamtök. Það er rétt að spyrja hvort þessar yfirlýsingar séu eðlileg viðbrögð við þeirri umræðu sem þingmenn Frjáls- lynda flokksins hafa staðið fyrir um afleiðingar af frjálsu flæði erlends vinnuafls til landsins. Það er mín skoðun að viðbrögðin séu ekki eðli- leg, heldur er markmiðið að reyna að þagga niður umræðu um áhrif af frjálsu flæði á vinnumarkaðinn, þar á meðal umræðu um uppsagnir ís- lenskra starfsmanna. Það er einnig rétt að velta upp þeirri spurningu hvort ekki sé rétt að velta því fyrir sér hvað sé viðurkvæmileg umræða. Þess eru dæmi að framan- greindir talsmenn hafa ekki einungis látið sér nægja að fella sleggjudóma, heldur er dæmi um að pistlahöfundur Ríkisútvarpsins á ísafirði hafi gengið svo langt að hóta Jóni Magnússyni líkamsmeiðingum ef hann léti sjá til sfn á ísafirði. Þessi hótun hefur ef- laust verið sett fram í nafni upplýsts umburðarlyndis. Það er einnig athyglisvert að það hefur verið látið óátalið af sjálfskip- uðum fulltrúa umburðarlyndis að ófaglært íslenskt starfsfólk og iðnaðar- menn hafi verið rægð. f sjálfu Ríkissjónvarpinu, í miðjum Kastljóssþætti, var eins og ekkert væri spilað viðtal við atvinnurekanda sem leyfði sér að rakka niður íslenskt verkafólk. Það var sagt óáreiðanlegt upp til hópa, að það hefði reynst illa, það mætti illa og væri alltaf í símanum. Tekið var fram að ungir íslenskir karlmenn væru sérstaklega kærulausir. Að lokum er rétt að geta þess að Frjálslyndi flokkurinn hefur aldrei sýnt neins konar andúð í garð útlend- inga, meðal annars margoft boðið fram fólk af erlendu bergi brotið og gefið út kynningarefni á pólsku og fleira. Vonandi verður þessi umræða til þess að forysta fjórflokksins hugsi sinn gang og hætti að útmála alla um- ræðu, sem varðar almenning miklu, sem af hinu illa. Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi Opinn fundur með ióni Gunnarssyni Umrœðan föstudagur 10. nóvember kl. 20.00 Jón Gunnarsson Kraftmikinn mann á þing! Það er mikilvægt að fólk með fjölbreytta reynslu taki sæti á Alþingi. Bakgrunnur Jóns Gunnarssonar er úr atvinnullfinu og hann hefur einnig verið í forystu Slysavarnafélagsins Landsbjargar um árabil. (störfum sínum hefur Jón gegnt ábyrgðarstöðum þar sem oft hefur þurft að taka skjótar og fumlausar ákvarðanir. Við teljum mikilvægt að fá kraftmikinn mann á þing. Tryggjum Jóni 4. sætið I prófkjöri Sjálfstæðismanna I Suðvesturkjördæmi laugardaginn 11. nóvember 2006. Verið alltaf velkomin á kosningarskrifstofuna Bæjarlind 14, Kópavogi. Þingmenn höf- uðborgarsvæð- isins þurfa að beitaséraf hörku til að tryggja úrbætur Bryndís Haraldsdóttir Úrbóta þörf í samgöngum Samgöngumál eru okkur íbúum höfuðborgarsvæðisins ofarlega í huga. Hér eru umferðarhnútar tíðir og allt of langan tíma tekur að kom- ast á milli staða á annatíma. Upp- bygging vegamannvirkja á höfuð- borgarsvæðinu er í engu samræmi við þá gríðarlegu íbúafjölgun sem hefur átt sér stað á síðustu árum. Úrbóta er þörf og bættar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu eiga að vera í forgangi. Vegakerfið er bæði á höndum ríkis og sveitarfélaga. Því er mjög mikilvægt að sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu sameinist um að bæta samgöngur hér. En auk þess þurfa þingmenn höfuðborg- arsvæðisins að beita sér af hörku til að tryggja úrbætur. Algilt er að þingmenn landsbyggðarinnar standi saman hvar í flokki sem þeir eru þegar kemur að útdeilingu fjár- muna í samgöngur. Fjárlög næsta árs gera ráð fyrir aukningu á fé til samgöngumála og það sama gera áætlanir fyrir næstu ár. Mikilvægt er að þessum fjármunum sé skipt af sanngirni og í samræmi við hvaðan tekjurnar koma. Á höfuðborgarsvæðinu búa rúmlega 6o prósent landsmanna en skipting fjármagns til samgöngu- mála er í engu samræmi við íbúa- hlutfall. Samgönguráðuneytið er nú að leggja lokahönd á endurskoðun samgönguáætlunar og brýnt er að þar séu samgöngubætur á höfuð- borgarsvæðinu ofarlega á blaði. Höfundur er varaþingmaður Suðvest- urkjördæmis og gefur kost á sér í 4.-5. sæti (prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fram fer 11. nóvember næstkomandi. Jón Gunnarsson Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Bjarni Benediktsson Gunnar Birgisson Opinn fundur verður á kosningaskrifstofu Jóns Gunnarssonar, Bæjarlind 14 Kópavogi, í kvöld kl. 20:00. Gestir verða þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Bjarni Benediktsson alþingismaður og Gunnar Birgisson bæjarstjóri. Á fundinum munu frambjóðendur spjalla um stefnumál sín við fundargesti. Léttar veitingar í boði. Allir eru velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.