blaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 31

blaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 31
blaðið FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 31 m m m m HVAÐ FINNST ÞÉR? § dlb Er þetta ekki stórsigur ■ UIK folk@bladid.net fyrir íslenska pabba? „Jú, og þetta undirstrikar vaxandi skilning á L föðurhlutverkinu í samfélaginu." á Gísli Gíslason, formaður Félags ábyrgrafeðra Um þessar mundir eru Barbapabbabækurnar loksins fáanlegar aftur á íslensku og hafa þær aldrei verið vinsælli en einmitt nú. Á sunnudaginn verður einnig haldið í fyrsta sinn upp á feðradaginn á fslandi. HEYRST HEFUR... Staðfestar fregnir herma að Svanhildur Hólm muni prýða forsíðu næsta tölublaðs fsafoldar. Margir hafa beðið þess með óþreyju að fá að líta dóttur fréttaparsins, Svanhildar og Loga, augum og sú bið er senn á enda með umfjöllun ísafoldar. Reynir Traustason rit- stjóri hefur áður flaggað stjörnu með nýfætt barn á forsíðu glanstímarits sem hann ritstýrir en Linda P og dóttir hennar voru á forsíðu Mannlífs þegar hann sat þar á ritstjórastóli. Mikil umræða hefur verið í gangi að undanförnu um símhringingar og SMS-skeyti frá pólitíkusum í próf- kjörslag og þeir sem merktir eru með x í símaskránni hafa meira að segja ekki sloppið við slíkar upphringingar. Margir þeirra sem sent hafa slík skilaboð og staðið fyrir símhringingum eru sjálfir merktir með ónáðið ekki-merki í skránni. Það er víst ekki sama hvað verið er að selja þegar hringt er í fólk. Miklar vangaveltur voru um það síðsumars hvort Egilf Helgason kæmi aftur á Stöð 2 í vetur með þátt sinn Silfur Egils. Egill mætti aftur, eins og allir vita, en nú segir Steingrímur Sævarr Ólafsson á bloggsíðu sinni að Égill sé fjúk- andi illur út í yfirmenn á Stöð 2 vegna nýs þáttar um pólitik og hyggist hætta. Við spyrjum eins og bloggheimur - er þetta rétt? - og kosningar framundan! Ólöf Rós Káradóttir er verkfræðingur sem sérhæfir sig í líkanagerð með áherslu á straumfræði. Hún hefur unniö að likani sem reiknar sjávarföll í kringum Island. Rannsakar sjávarföllin Ólöf Rós Káradóttir er verkfræð- ingur og starfar á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen. Stofan býður upp á verkfræðiráðgjöf á ýmsum sviðum en Ólöf sérhæfir sig ekki í hefðbundinni ráðgjöf eins og við byggingu mannvirkja heldur fæst hún við reiknilíkön í straumfræði. Ólöf hefur undanfarin 12 ár unnið að þróun líkans sem reiknar sjávar- föll og sjávarfallastrauma í Norður- Atlantshafi ásamt Gunnari Guðna Tómassyni. „Líkanið er unnið fyrir Siglinga- stofnun þar sem það er notað á hverjum degi til að spá fyrir um sjávarföll í kringum landið og niður- stöður eru birtar á heimasíðu stofn- unarinnar. Margir sjófarendur nota þessar upplýsingar frá stofnuninni og stundum er líkanið notað við hönnun mannvirkja við sjó.” Líkanið segir til um hver sjávar- hæðin og straumarnir eru alls staðar í Norður-Atlantshafi á öllum tímum. Það eru ýmsir þættir sem teknir eru inn í líkanið, afstaða jarðar, sólar og tungls ræður sjávarföllum, en fleiri hlutir hafa áhrif eins og lögun sjávarbotns og strandlína. Einnig er reiknað með veðri, en vindur og loft- þrýstingur hafa áhrif á sjávarhæð. „Við sjáum í líkaninu hvernig hæðin breytist milli flóðs og fjöru. Við höfum líka notað líkanið til að búa til ýmis smærri líkön sem sýna til dæmis ferðalag olíuflekks eftir ímyndaðan olíuleka og skólp- mengun við strendur fslands,” segir Ólöf. Ólöf lærði umhverfis- og bygging- arverkfræði i Háskóla fslands og að námi loknu vann hún á verkfræði- stofu VST á Akureyri. Þaðan fór hún til Seattle í Bandaríkjunum og klár- aði meistaranám í verkfræði með áherslu á vatna- og straumfræði auk þess sem hún tók meistaragráðu i hagnýtri stærðfræði frá University ofWashington. „Likanið er í stöðugri þróun og býður upp á endalausa möguleika til að stækka og byggja við. Núna erum við til dæmis að sækja um styrki í samvinnu við tvo há- skóla, Siglingastofnun, Hafrann- sóknastofnunina o.fl. til að nota líkanið til að staðsetja þorsk eftir sjávarföllum. Þá eru sett tæki í maga þorska sem mæla þrýsting í umhverfi þeirra, en þrýstingur- inn breytist eftir því hvernig sjáv- arföllin eru. Þegar þorskurinn er síðan veiddur er hægt að kortleggja ferðir hans í sjónum þar sem við þekkjum sjávarföllin i kringum landið. Þetta er mjög praktískt verkefni og vonandi verður það að veruleika," segir Ólöf og bætir við að það séu endalausir möguleikar í notkun á líkaninu. „Þetta er mjög skemmtileg vinna og mjög fjölbreytt og það er spennandi að sjá hvert framhaldið verður. SU DOKU tainaþraut Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt (reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: i 7 5 4 8 8 2 1 4 5 2 7 4 1 9 6 3 5 1 2 3 7 6 5 7 7 3 9 8 8 1 4 8 7 3 6 2 9 1 5 9 5 1 8 7 4 2 3 6 6 2 3 9 5 1 4 7 8 7 9 6 4 2 8 1 5 3 8 1 2 7 3 5 6 9 4 3 4 5 1 9 6 7 8 2 5 7 4 2 1 3 8 6 9 1 6 8 5 4 9 3 2 7 2 3 9 6 8 7 5 4 1 eftir Jim Unger Pabbi setti lím í tannglasið hennar. 12-27 ejim Unger/dist. by United Media, 2001 Á förnum vegi Ertu farin/n að kaupa jólagjafir? Anna Eir Guðfinnudóttir, nemi Nei, og ég er ekki einu sinni far- in að hugsa um það. ■ Hörður Óskarsson, fjármálastjóri Nei, konan gerir það. María Pálmadóttir, kennari Já, ég er aðeins byrjuð. Þórarinn Arnar Sigurðsson, kokkur Nei, ég er ennþá að kaupa afmælisgjafir." K Ólöf Ingvadóttir, einstæð móðir Nei, en ég hugsa að ég fari að byrja mjög fljótlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.