blaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 40

blaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 40
FOSTUDAGUfi SVEMBER 2006 Stærsta safn uppstoppaðra veiðidýra Það er alltaf gaman að heimsækja Veiðisafnið á Stokkseyri en þar er stærsta safn uppstoppaðra veiðidýra á (slandi ásamt skotvopnum, fuglum og munum tengdum veiði. Safnið er opið núna í nóvember og því tilvalin hugmynd að skella sér. Frekar upplýsingar eru á www.hunting.is blaðið Farið varlega Það er full ástæða til að minna veiðimenn á að taka alltaf með sér GPS- staðsetningartæki þegar farið er á veiðar. Þrátt fyrir að veiðimenn þekki landið vel þá er aldrei að vita hvað getur gerst og til að mynda getur óveður skollið á. Það er því þest að vera öruggur með réttu tækin. Elsta íþróttafélag íslands Skotfélag Reykjavíkur er elsta íþróttafélag íslands en það var stofnað árið 1867 við Skothúsveg í Reykjavík. Skothúsvegur dregur ein- mitt nafn sitt af skothúsi Skotfélags Reykjavíkur eins og kemur fram á heimasíðu Skotfélags Reykjavíkur, www.sr.is. Skothúsið var reist af skotfélagsmönnum um það leyti sem félagið var stofnað. Starfsemi Skotfélags Reykjavíkur á sér lengri forsögu en frá formlegri stofnun þess 1867 því fyrir stofnun félags- ins voru stundaðar skotæfingar við Tjörnina í Reykjavík frá árinu 1840. Þegar æfingar Skotfélagsins voru haldnar var gefin út viðvörun til bæjarbúa og þeir varaðir við að vera á ferli á melunum og í skotlínu skotmanna, vegna slysahættu af völdum skota. Aðstaða Skotfélags Reykjavíkur er tryggð til framtíðar í Reykjavík með tilkomu inniaðstöðu í Egilshöll og útisvæðis á Álfsnesi. í Egilshöll er aðstaða fyrir flestar greinar skotíþrótta, sem stundaðar eru innanhúss og er þetta í fyrsta skipti í langri sögu skotíþrótta á Islandi, sem inniaðstaða er hönnuð utan um skotíþróttir. Þá mun félagið einnig hefja starfsemi á nýju útiskot- svæði á Álfsnesi en þar verður að- staða fyrir skammbyssu-, riffla- og haglabyssugreinar. Stefnt er á að á Álfsnesi rísi skotsvæði, þar sem haldin verða alþjóðamót í ýmsum greinum skotíþrótta í framtíðinni. Páll Magnússon: „Ég finn ekki margar leiöir til þess að gleyma arginu og vinnunni en þetta er klárlega ein þeirra. I veiöi get ég gleymt öllu öðru.“ Mynd/Cúndi Páll Magnússon útvarps- stjóri hefur mikinn áhuga á alls kyns veiðum og reynir að stunda þær reglulega þrátt fyrir að hann hafi minni tíma til að sinna veiðunum en hann vildi. „Það fer eftir tímaskeiðum hvaða veiði verður ofan á en ég stunda rjúpnaveiði, gæsaveiði, svartfuglaveiði, hreindýraveiði, lundaveiði í háf í Bjarnarey í Vestmannaeyjum og stangveiði," segir Páll og bætir við að það sé engin ein veiði skemmtilegri en önnur. „Allt hefur þetta sinn sjarma. Ég hef gaman af þessu og fæ mikið út úr veiðunum. Það er einhver tilfinning sem er sam- eiginleg öllum veiðum, nálægð við náttúruna og einhvers konar frummennska." Þrátt fyrir að Páll hafi mikla ánægju af veiðum segist hann ekki hafa tíma til að sinna áhugamálinu eins vel og hann vildi. „Astundun- in hefur minnkað með auknum önnum í vinnu þannig að ég veiði ekki eins mikið og ég vildi. Eg á ef- laust eftir að veiða oftar ef og þegar hægist um í argi hversdagsins. Það er heldur engin betri aðferð til þess að kúpla sig frá hversdeginum, ég finn ekki margar leiðir til þess að gleyma arginu og vinnunni en þetta er klárlega ein þeirra. I veiði get ég gleymt öllu öðru,“ segir Páll sem hefur ekki enn þá komist á rjúpu. „Hins vegar stefni ég á að komast á rjúpu því ég fer alltaf og næ í jóla- matinn. Ég skýt alltaf rjúpur fyrir jólin en ég gerði það náttúrlega ekki þegar það var bannað. Ég sleppti hins vegar ekki rjúpunni enda verð ég að hafa rjúpu á aðfangadags- kvöld. Ég leitaði um allt land og fann rjúpu í frystikistum hjá Kaup- félagi Skagfirðinga á Sauðárkróki til að bjarga jólunum. Rjúpuna elda ég á hefðbundinn máta, brúna hana fyrst og sýð svo. Einu sinni reyndi ég að elda rjúpuna á nútíma- legan hátt, að léttsteikja bringurnar og hafa þær rauðar. Mér fannst það rosalega gott en ég var eiginlega púaður niður þau jól. Það vilja allir hafa þetta eins og þetta var í gamla daga.“ svanhvit@bladid.net GARMIN KEMUR RJUPUNNAR www.rs.is Garmin GPSmap 60Cx Eitt öflugasta staðsetningartækið fyrir veiði- og úti- vistarfólk. SiRF GPS móttakari, 64Mb Micro SD minniskubbur fyrir kort, mikið vegpunkta og feril- minni ásamt vegleiðsögutölvu. Fjölhæft tæki í bílinn, veiðina eða á fjalliö. eTrex Venture Cx Minnsta kortatækið frá Garmin. Litaskjárinn í þessu fyrirferðalitla tæki er ótrúlega skýr og staðsetning takka er hönnuð til að auðvelda notkun i annarri hendi. GPS kort, útgáfa 3.0. (slandskort (Garmin tæki, 20 metra hæðarlínur, 40.000 örnefni, mikið magn hálendisslóða og margt fleira. <*áfc>vÉLASALAN JgOL ®mdiomidun R. SIGMUNDSSON ÁNANAUSTUM 1 | 101 REYKJAVÍK | SfMI 520 0000 | www.garmin.is Umboðsmenn I Akureyri: Haftækni • Blönduós: Krákur • Egiisstaðir: Bilanaust • Grundarfjöröur: Mareind ■ ísafjörður: Bensinstööin Reyöarfjöröur: Veiöiflugan • Selfoss: Hársnyrtistofa Leifs • Vestmannaeyjan Geisli • Reykjavfk: Arctic Trucks, Bllanaust, Elko, Everest, Gísli Jónsson, Hlað, Intersport, Stormur, Toyota aukahlutir, Útilrf, Vesturröst, Yamaha • Fríhöfnin Lýkur 30. nóvemb- er Þaö eru einungis nokkrir dagar eftir af rjupnaveiðitima- bilinu og því Ijóst að nú fer hver að verða síðastur. 12 prósenta fækkun í rjúpnastofninum Rjúpnaveiðitímabilinu lýkur 30. nóvember næstkomandi og það er því ekki mikill tími eftir fyrir áhugasama veiðimenn. Sérstaklega ekki í ljósi þess að veiðar eru ekki heimilaðar á mánudögum, þriðju- dögum og miðvikudögum. Áki Ármann Jónsson, forstöðumaður veiðistjórnunarsviðs, segist ekki vera kominn með tölur um veiði það sem af er tímabilinu en segir að veiðin gangi prýðilega. „Það er mjög erfitt að segja til um það hvað veitt verður í ár. Það kæmi mér á óvart ef veiðin færi yfir veiðina í fyrra en þá voru veiddar 76 þúsund rjúpur. Við höfum heyrt að veiðimenn sýni hóf- semi og séu mjög meðvitaðir. Það sást líka í fyrra hve vel þeir brugð- ust við.“ Áki segir að í fyrra hafi verið stefnt á að veiddar yrðu í kringum 70 þúsund rjúpur. „Það hefði hins vegar ekki skipt máli hvort fjöldinn hefði verið 65 eða 75 þúsund. Við vildum bara ná veiðinni niður um helming og það hefur tekist. Því miður endurspegluðu talningar á stofninum það ekki en það er ekki vitað af hverju það var. Það hefði átt að vera 50-80 prósenta fjölgun á stofninum í fyrra en það var 12 pró- senta fækkun. Veiðin hefði þurft að vera 400 þúsund fuglar til að valda 12 prósenta fækkun þannig að of mikil veiði skýrir ekki þessa fækk- un. Mesta veiðin hingað til var 166 þúsund rjúpur en samt sem áður hefði átt að vera 30-50 prósenta fjölg- un í stofninum. Það hefur eitthvað komið fyrir í stofninum en við vit- um ekki hvað það er.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.