blaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 blaöiA UTAN UR HEIMI NIKARAGVA Boðar ekki breytingar Daníel Orlega, nýkjörinn forseti Níkaragva, segist ekki ætla að gera róttækar breytingar á efnahagskerfi lands- ins. Ortega, sem var eitt sinn leiðtogi marxista í landinu, stjórnaði Nígaragva á árunum 1979 til 1990 en segist hafa breytt um stjórnmálaskoðanir á síðustu árum. EGYPTALAND Samstarf í kjarnorkumálum Stjórnvöld í Kína og Egyptalandi ætla að vinna saman að friðsamlegri nýtingu kjarnorku. Fyrir nokkru ákváðu Egyptar að endurvekja kjarnorkuáætlanir sínar, en þær voru settar til hliðar fyrir tuttugu árum, og eru þeir í samstarfi við Rússa um smíði kjarnorkuvers. Borat bannaður Rússnesk yfirvöld hafa ákveðið að leyfa ekki sýningar á kvikmynd- inni um Borat, fréttamanninn umdeilda frá Kasakstan. Myndin snýst meðal annars um óvægið grín að menningu og sögu Kasakst- ans. Stjórnvöld þar í landi hafa lýst vanþóknun sinni á gríninu og svo virðist sem Rússar, bandamenn Kasakstans, séu á sama máli. Bestu dekkin átta ár í röðí I átta ár í röð hafa Toyo dekkin verið valin þau bestu af Tire Review Magazine, sem er tímarit sjálfstæðra hjólbarðasala í Bandaríkjunum. Vagnhöfða 23 - S: 590 2000 A TO\ iRES} Hlutverkaskipti í vændum Bill og Hillary Clinton. Niðurstödur þing- kosninganna á þriðjudag auka líkurnar á forsetaframboði þeirrar siðarnefndu. VIRKILEGUR SPARNAÐUR! Verð nú 49.900 stgr. reykjavIk akureyri reyðarfjörður reykjanesbær Rönning Rönning Rönning Rönning Borgartúni 24 óseyri 2 Nesbraut9 Hafnargötu52 Sími 562 4011 Simi 460 0800 Simi 470 2020 Sími 420 7200 RÖNNING www.ronning.is Opnunartími: mánudaga - (östudaga kl. 09.00 -18.00 • Laugardaga kl. 11.00 -16.00 Tilboðin gilda á meðan birgðir endast. Stórsigur Hillary Clinton styrkir stöðu hennar fyrir forsetaframboð: Yfirburðir Hillary ■ Víðtækur stuðningur ■ Tveir af hverjum þremur kusu hana Eftir Örn Arnarson orn@bladid.net Yfirburðasigur Hillary Clinton, eig- inkonu Bills Clintons, fyrrum Banda- ríkjaforseta, í öldungadeildarkosning- unni i New York-ríki á þriðjudag er talinn auka líkurnar á að hún bjóði sig fram sem for- setaefni demókrata árið 2008. Sjálf er hún þögul um fyrirætlanir sínar en flestir telja ljóst hvert hugur hennar stefnir. Höfðar til margra Kosningatölur gefa til kynna að hún höfði ekki eingöngu til hefðbund- inna stuðningsmanna demókrata heldur einnig hófsamra repúblikana. Hún fékk 66,5 prósent atkvæða eða tiu prósentum meira en þegar hún bauð sig fyrst fram í öldungadeildarkosn- ingunum árið 2000. Hún fékk braut- argengi í hinum dreifðari byggðum New York-ríkis sem og i úthverfum New York-borgar en kjósendur þar styðja yfirleitt repúblikana. Kosningarnar á þriðjudag snerust að töluverðu leyti um ástandið í Irak. í fyrstu töldu stjórnmálaskýrendur að staða Hillary Clinton væri veik vegna óánægju kjósenda með ástand mála þar í landi en hún studdi ákvörðun George Bush um innrás- ina. Aukþess varði hún þá ákvörðun lengi vel og uppskar töluverða óánægju meðal vinstrisinnaðra demókrata. Hinsvegar hefur hún gagnrýnt framkvæmd stefnu stjórnvalda í Irak harðlega og verið einn skæð- asti andstæðingur Donalds Rumsfelds varnarmálaráð- herra í pólitískri umræðu síð- ustu mánuði. Með þessum mál- flutningi hefur hún unnið hluta gagnrýnenda sinna yfir á sitt band. Þarf að heilla repúblikana Möguleikar Hillary Clinton á að verða forseti Bandaríkjanna velta á fyrst og fremst á tveim þáttum. Tekst henni að höfða til hófsamra repúblikana án þess að einangrast frá vinstrivæng Demókrataflokks- ins? Niðurstöður kosninganna á þriðjudag benda til þess að hún geti hið fyrrnefnda en stjórnmála- skýrendur fullyrða að áhrifamenn á vinstrivængnum í Demókrata- flokknum hafi ekki enn fyrirgefið henni stuðninginn við Íraksstríðið. Næstu árin mun Clinton þurfa að feta pólitískan línudans með tilliti til þessara þátta. Geta stjórnmálamanna til þess að safna fé ræður miklu um áhrif þeirra og framtíðarhorfur. Meðal demó- krata er Hillary Clinton í sérflokki þegar kemur að því að safna fé í kosningasjóði. 1 aðdraganda kosning- anna safnaði hún einum og hálfum milljarði króna í sjóð sinn. Ljóst er að fáir hugsanlegir frambjóðendur Demókrataflokksins geta keppt við slíkt auðvald. Erfiður andstæðingur Fyrir nokkru lét Dick Cheney varaforseti þau orð falla að Hillary Clinton yrði repúblikönum erfiður andstæðingur hlyti hún útnefn- ingu demókrata fyrir forsetakosn- ingarnar árið 2008. Óljóst er hvort Cheney standi raunverulega stuggur af henni eða hvort hann telji hana draumaandstæðing þar sem ólíklegt er að hún gæti lagt repúblikana að velli í mikilvægum ríkjum í forseta- kosningu. Hvað sem því líður blasir við að enginn ætti að vanmeta Hill- ary Clinton. Barnahúsgögn sem stækka Barnahúsgögnin okkar bjóða upp á ótal samsetningarmöguleika og sveigjanleika sem gerir þér kleift að nota eitt og sama rúmið allt frá því barnið hættir í grindarrúminu og fram á unglingsár. UöliiflUfl 11TI (Tl IL i t) Sérverslun með barnahúsgögn og fylgihluti Fossaleynir 6 - 112 Reykjavík - Sími: 586 1000 - Fax: 586 1034 - www.husgogn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.