blaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 39

blaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 39
blaðið FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 39 Engir prjónar Það er ekki nauðsynlegt að borða sushi með prjónum og engar reglur um það. (Japan er sushi oft borðað með fingrunum. matur Ómissandi Bambusmottur eru eina áhaldið sem nauðsynlegt er að eiga ef gera á sushi. Motturnar eru notaðar þegar gerðar eru sushi-rúllur og þá er innihaldið og hrísgrjón ásamt þaranum lagt á motturnar og þeim síðan rúllað upp og inni- haldið þjappað þannig saman svo auðvelt er að skera rúllurnar í bita. Grænt te með sushi Með sushi er gott að drekka bjór, pilsner eða gott hvít- vín. Unni finnst líka gott að drekka grænt te og sake með sushi. Hún segir að það sé eitthvert bragð í grænu tei sem passi mjög vel með sushi. Stutt og kringlótt Hrisgrjónapottur einfaldar sushi- gerðina um helming af því það er mikið mál að ná hrísgrjónum góðum. Sushi-hrísgrjón eru stutt og kringlótt. Sumir setja kombuþara með í pottinn en það er ekki nauðsynlegt. Hrísgrjónin eru síðan krydduð með hrísgrjónaediki, sake og teskeið af sykri og salti. í ekta sushi-eldhúsum í Japan hefur einn kokkur það hlutverk að kæla hrísgrjónin með blævæng á meðan annar veltir þeim á trébakka og setur dressinguna yfir. Mistress Yellowtail Nigri-sushi með silungi og mangói Leiðbeiningar Sjóðið hrísgrjónin þangað til þau eru örlítið klesst. Best er að nota sushi-grjón, þau eru sterkjumeiri en venjuleg hrís- grjón og auðveldara að vinna með þau. Þegar grjónin eru soðin, dreifið þeim á fat eða bakka, hellið yfir blöndu sem samanstendur af sushi-vínedik- inu, salti og sykri á hnífsoddi og teskeið eða tveim af sake ef vill og dreifið blöndunni varlega en vandlega í gegnum grjónin með trésleif. Þegar grjónin hafa helst náð her- bergishita (fyrr ef maður er mjög óþolinmóður) takið þá sem svarar kúfaðri matskeið af grjónum í lófann, mótið úr grjónunum án þess að klessa þau bita sem er í laginu eins og þumalfingur. Bitinn á að vera kúptur öðrum megin en flatur hinum megin. Gott er að hafa við höndina skál með volgu vatni til að skola fing- urna, vilji grjónin loða við þá. Smyrjið örlitlu wasabi ofan á bit- ann, leggið silunginn þar ofan á þannig að hann falli þétt að grjónunum. Leggið þar næst tvo mangóstrimla ofan á silunginn, þannig að þeir liggi frá miðju bitans og vel út fyrir hann. Festið þá með því að bregða utan um bitann breiðu nori-belti. Nori-ið límist saman utan um bitann væti maður endana með vatnsblautum fingrum. Berið fram góða sojasósu í litlum skálum með súrsuðum engifer og extra wasabi, mótað í litlar kúlur. Ef þið hafið tíma fyrir svoleiðis föndur er gaman að setja munstur í wasabi-ið með beittum hníf eða jafnvel forma það eins og laufblöð. Þetta magn á að henta sem forréttur fyrir 4. Hráefni: 200 g silungur skorinn í þunnar sneiðar, nægilega stórar til að þekja botninn á súpuskeið. Ég mæli með því að verslað sé í Fylgifiskum, fiskurinn þaðan hefur mér þótt ferskastur og bestur í sushi. Poki af þurrkuðu mangói eða eitt stykki vel þroskaður man- góávöxtur. Skorið eða klippt í þunna strimla. Þurrkaða man- góið fæst í Sælkerabúðinni Suðurlandsbraut. ■ 200'g sushi-hrísgrjón ■ 25 ml sushi-vínedik ■ Poki af nori-þarablöðum ■ Wasabi ■ Sojasósa og súrsaður engifer til að bera fram með. TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN HF. HLUTAFJÁRÚTBOÐ 10.-15. NÓVEMBER 2006 Fjárhæð útboðs: 6.000.000.000 kr. Hlutafjárútboð Tryggingamiðstöðvarinnar hf., kt. 660269-2079, Aðalstræti 6, 101 Reykjavik. FJÁRHÆÐ ÚTBOÐS Á hluthafafundi Tryggingamiðstöðvarinnar hf. þann 26. september sl. var samþykkt að veita stjórn félagsins heimild til að hækka hlutafé I félaginu um allt að 186.479.234 hluti. Stjórn félagsins hefur ákveðið að hækka hlutafé um 157.894.737 hluti sem nemur 16,9% aukningu hlutafjár. Heildarhlutir eftir aukninguna verða 1.090.290.905. Hlutirnir eru ( sama flokki og þegar útgefnir hlutir. Hver hlutur er ein króna að nafnverði. Fyrirtækjaráðgjöf Glitnis banka hf. hefur umsjón með útboðinu og hefur sölutryggt sölu allra hluta. Hluthöfum er boðið að kaupa nýja hluti í hlutfalli við hlutafjáreign sfna. Verð í útboðinu verður 38 krónur á hlut. TILGANGUR ÚTB0ÐS Tilgangur útboðsins er að styrkja eiginfjárstöðu Tryggingamiðstöðvarinnar hf. vegna kaupa á hlutum í NEMI Forsikring ASA. FORGANGSRÉTTARÚTBOÐ - FYRIRKOMULAG OG SKILMÁLAR 157.894.737 hlutir eru boðnir hluthöfum Tryggingamiðstöðvarinnar hf. í réttu hlutfalli við hlutafjáreign eins og hún var skráð í hlutaskrá félagsins í lok viðskiptadags þann 1. nóvember 2006. Forgangsréttarútboðið stendur frá 10. nóvember kl. 10.00 til 13. nóvember kl. 19.00. Áskriftum hluthafa ber að skila með rafrænum hætti á sérstöku áskriftarformi á vef Glitnis, www.glitnir.is. Kennitala og lykilorð sem send voru til hluthafa 2. nóvember eru nauðsynlegtil að geta skráð áskrift. Rafræn staðfesting er skilyrði fyrir gildri áskrift. Þeir hluthafar sem ekki hafa aðgang að Internetinu geta hringt f Þjónustuver Glitnis í sfma 440 4000 milli kl. 09.00 og 19.00 virka daga eða farið í næsta útibú Glitnis til að skrá áskrift sina. Nauðsynlegt er að hafa bréf þetta meðferöis til að skráning geti farið fram með réttum hætti. Þeir sem hringja inn til að skrá áskrift sfna fá senda staðfestingu á áskrift með tölvupósti eða pósti ef hluthafi hefur ekki netfang. Ekki verður tekið við áskriftum með öðrum hætti en hér hefur verið lýst. Hluthafar geta framselt forgangsrétt sinn f útboðinu að nokkru eða öllu leyti. Réttur til umframáskriftar er ekki framseljanlegur. Hluthöfum er heimilt að skrá sig fyrir fleiri eða færri hlutum en þeir eiga hlutfallslegan rétt til. Nýti einhverjir hluthafar ekki rétt sinn að fullu, skiptast þeir hlutir sem eftir standa á milli hluthafa sem hafa skráð sig fyrir hærri fjárhæð í hlutfalli við hlutafjáreign samkvæmt hlutaskrá í lok dags þann 1. nóvember 2006. ALMENNT ÚTBOÐ - FYRIRKOMULAG OG SKILMÁLAR Seljist ekki allir hiutir f forgangsréttarútboðinu munu þeir hlutir sem eftir standa verða boðnir f almennu útboði að loknu áskriftartímabili. Lágmarksáskrift (almenna útboöinu er 5.000.000 kr. að markaðsvirði. Umsjónaraðili fyrir hönd útgefanda hefur heimild til að velja eða hafna áskriftum að eigin vild. Glitnir áskilur sér rétt til að hætta við almenna útboðið ef 95% eða meira af nýjum hlutum verða seldir f forgangsréttarútboðinu. Almenna útboðið stendur frá 14. nóvember kl. 10.00 til 15. nóvember kl. 19.00. Áskriftum ber að skila með rafrænum hætti á sérstöku áskriftarformi á vef Glitnis, www.glitnir.is. Rafræn staðfesting er skilyrði fyrir gildri áskrift. NIÐURSTAÐA ÚTBOÐS Niðurstaða sölu f almenna útboðinu verður tilkynnt Kauphöll Islands þegar sölu lýkur. Þátttakendur geta, frá og með 17. nóvember, nálgast upplýsingar um úthlutun ( útboðinu með sama hætti og skráning fór fram. GREIÐSLA Áskrift i útboðinu er skuldbindandi. Gjalddagi greiðsluseðla vegna hlutafjárkaupa er þriðjudagurinn 28. nóvember 2006. Berist greiðsla ekki tímanlega má innheimta skuldina á þann veg sem lög heimila. í stað þess að grípa til innheimtuaðgerða hefur bankinn einhliða heimild til að fella ógreiddar áskriftir niður og ráðstafa þeim til þriðja aðila. AFHENDING HLUTA Eigi síðar en 30. nóvember verða hlutirnir gefnir út rafrænt hjá Verðbréfaskráningu íslands og afhentir til hluthafa. SKJÖL VARÐANDI SKRÁNINGUNA Lýsing verður gefin út 10. nóvember á ensku og hana má nálgast í fréttakerfi Kauphallar íslands, news.icex.is, og á heimasíðu Glitnis, www.glitnir.is. Einnig er hægt að óska eftir útprentuðu eintaki hjá umsjónaraðila. Glitnir banki hf. - Fyrirtækjaráðgjöf, Kirkjusandi, 155 Reykjavík, tmutbod2006@glitnir.is. Reykjavfk, 10. nóvember Glitnir banki hf. GLITNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.