blaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 15

blaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 15
blaðiö FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 15 Vatnsmýrin: Efnt til nýrrar samkeppni Reykjavíkurborg hefur ákveðið að efna til nýrrar samkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar og verður auglýst formlega eftir hugmyndum í janúar á næsta ári. Upphaflega stóð til að sam- keppnin yrði haldin á þessu ári en kærunefnd útboðsmála ógilti útboðsskilmála eftir að Félag sjálfstætt starfandi arkitekta lagði fram kæru í júnímánuði. Þóttu skilmálarnir ekki samræmast reglugerð- um um opinber innkaup. Frjálslyndir: Sniðganga sendiherrann Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, mun ekki hitta Miryam Shomr- at, sendiherra ísraels, á fundi sem fyrirhugað- ur var í Reykja- vík í næstu viku. Þingflokkur Frjálslynda flokksins tilkynnti sendiráði ísraels í Nor- egi þetta á þriðjudaginn. Með þessu fordæmir þingflokkur Frjálslynda flokksins aðgerðir Israelshers gegn óbreyttum borgurum í Palestínu.„Hryllileg árás ísraelshers á Beit Hanoun á Gaza-strönd í gær, þar sem fjöldi óbreyttra borgara féll og slasaðist, er enn ein staðfesting á ólíðandi framferði ísrales- hers í garð borgara í Palestínu," segir í tilkynningu frá flokknum. Pakistan: Skóli reyndist kjúklingabú Pakistanskir lögreglumenn fundu kjúklinga en ekki nemendur þegar þeir rannsök- uðu ríkisrekinn grunnskóla í Hyderabad. Skólinn reyndist vera kjúklingabú. Grunur hafði leikið á um að ekki væri allt með felldu í skólastarfinu enda nem- endur sjaldséðir við húsakynnin. Samkvæmt gögnum yfirvalda menntamála voru 59 nemendur skráðir í skólann. Athugasemd Tölur víxluöust í töflu sem fylgdi grein um stöðu Frjálslynda flokksins í gær. Taflan átti að vera eins og hérna. SAMANBURÐUR Á FYLGI: | Október 2006 1 Kosningar 2003 1 ■ Alls: 4% aAlls: 7% ■ NV: 6% bNV: 14% bNA: 2% bNA: 6% b S: 3% b S: 9% bSV: 3% bSV: 7% bRS: 4% bRS: 7% bRN: 4% bRN: 6% Menntamálaráðherrann fékk ekki að faðma forsætisráðherra sinn: Faðmar ekki karlmenn „Forsætisráðherrann faðmar ekki karlmenn, bara konur,“ voru skila- boðin sem bárust frá fjölmiðlafull- trúa Jens Stoltenbergs, forsætisráð- herra Noregs, eftir að hann hafði neitað að faðma menningarmálaráð- herra Noregs í afmælisveislu þess síðarnefnda. Trond Giske menningarmálaráð- herra hélt upp á fertugsafmæli sitt um daginn og tók hann á móti gestum sínum fyrir framan sjónvarpsmynda- vélar. Þegar Stoltenberg mætti á stað- inn hallaði Giske sér fram í von um faðmlag en greip í tómt þegar Stolten- berg steig skref aftur á bak með stirt bros á vör. Tilraun til faðmlags Stoltenberg stígur skref aftur á bak með stirt bros á vör. Thorbjörn Jagland, fyrrum forsæt- isráðherra Noregs, segist þó faðma karlmenn. „í mínum huga er ekki mikill munur á því að faðma karl- menn og kvenmenn, þó að ég eigi auðveldara með að faðma konurnar.“ Per Kristian Dotterud sálfræð- ingur segir það verða æ algengara að karlmenn faðmist. „í Noregi er engin sérstök faðmlagsmenning, en hún er þó að ná fótfestu. Nú þykir undarlegt að Stoltenberg faðmi ekki samráðherra sína, en á áttunda áratugnum hefði það þótt ónáttúru- legt.“Dotterud bendir á að rússneskir valdamenn faðmist og kyssist þegar þeir hittast, en George Bush, forseti Bandaríkjanna, lætur nægja að taka í hönd annarra valdamanna, óháð því hvort um sé að ræða karlmann eða kvenmann. Lést við messu: Bitin til bana Tæplega fimmtug kona í Kentucky í Bandaríkjunum var bitin til bana af snák í messu á sunnudag. Konan tilheyrði hvíta- sunnusöfnuði. í sumum slíkum söfnuðum tíðkast að nota snáka í trúarathöfnum en hald manna er að sannir kristnir menn eigi að geta „haldið á höggormi” án þess bíða af því skaða. Kópal Glitra þekur betur, ýrist sama og ekkert og er svo til lyktarlaus. Spurðu um KÓPAL. Úftsölustaölr Málnlngar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfirði • Málningarbúöin Akranesi Byko Akranesi • Axel Þórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfirói • Litabúöin Ólafsvík Núpur byggingarvöruverslun, ísafirði • Vilhelm Guöbjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauóárkróki Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfirói • Byko Reyóarfiröi • Verslunin Vík, Neskaupstaó • Byko Selfossi Miðstöðin Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavtk má/ning -það segir sig sjólft - KÓPAL Glitra Lyktarlaus m Erlendur Eiríksson málari: „Einfaldlega besta málningin sem ég hef notað.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.