blaðið - 10.11.2006, Page 15

blaðið - 10.11.2006, Page 15
blaðiö FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 15 Vatnsmýrin: Efnt til nýrrar samkeppni Reykjavíkurborg hefur ákveðið að efna til nýrrar samkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar og verður auglýst formlega eftir hugmyndum í janúar á næsta ári. Upphaflega stóð til að sam- keppnin yrði haldin á þessu ári en kærunefnd útboðsmála ógilti útboðsskilmála eftir að Félag sjálfstætt starfandi arkitekta lagði fram kæru í júnímánuði. Þóttu skilmálarnir ekki samræmast reglugerð- um um opinber innkaup. Frjálslyndir: Sniðganga sendiherrann Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, mun ekki hitta Miryam Shomr- at, sendiherra ísraels, á fundi sem fyrirhugað- ur var í Reykja- vík í næstu viku. Þingflokkur Frjálslynda flokksins tilkynnti sendiráði ísraels í Nor- egi þetta á þriðjudaginn. Með þessu fordæmir þingflokkur Frjálslynda flokksins aðgerðir Israelshers gegn óbreyttum borgurum í Palestínu.„Hryllileg árás ísraelshers á Beit Hanoun á Gaza-strönd í gær, þar sem fjöldi óbreyttra borgara féll og slasaðist, er enn ein staðfesting á ólíðandi framferði ísrales- hers í garð borgara í Palestínu," segir í tilkynningu frá flokknum. Pakistan: Skóli reyndist kjúklingabú Pakistanskir lögreglumenn fundu kjúklinga en ekki nemendur þegar þeir rannsök- uðu ríkisrekinn grunnskóla í Hyderabad. Skólinn reyndist vera kjúklingabú. Grunur hafði leikið á um að ekki væri allt með felldu í skólastarfinu enda nem- endur sjaldséðir við húsakynnin. Samkvæmt gögnum yfirvalda menntamála voru 59 nemendur skráðir í skólann. Athugasemd Tölur víxluöust í töflu sem fylgdi grein um stöðu Frjálslynda flokksins í gær. Taflan átti að vera eins og hérna. SAMANBURÐUR Á FYLGI: | Október 2006 1 Kosningar 2003 1 ■ Alls: 4% aAlls: 7% ■ NV: 6% bNV: 14% bNA: 2% bNA: 6% b S: 3% b S: 9% bSV: 3% bSV: 7% bRS: 4% bRS: 7% bRN: 4% bRN: 6% Menntamálaráðherrann fékk ekki að faðma forsætisráðherra sinn: Faðmar ekki karlmenn „Forsætisráðherrann faðmar ekki karlmenn, bara konur,“ voru skila- boðin sem bárust frá fjölmiðlafull- trúa Jens Stoltenbergs, forsætisráð- herra Noregs, eftir að hann hafði neitað að faðma menningarmálaráð- herra Noregs í afmælisveislu þess síðarnefnda. Trond Giske menningarmálaráð- herra hélt upp á fertugsafmæli sitt um daginn og tók hann á móti gestum sínum fyrir framan sjónvarpsmynda- vélar. Þegar Stoltenberg mætti á stað- inn hallaði Giske sér fram í von um faðmlag en greip í tómt þegar Stolten- berg steig skref aftur á bak með stirt bros á vör. Tilraun til faðmlags Stoltenberg stígur skref aftur á bak með stirt bros á vör. Thorbjörn Jagland, fyrrum forsæt- isráðherra Noregs, segist þó faðma karlmenn. „í mínum huga er ekki mikill munur á því að faðma karl- menn og kvenmenn, þó að ég eigi auðveldara með að faðma konurnar.“ Per Kristian Dotterud sálfræð- ingur segir það verða æ algengara að karlmenn faðmist. „í Noregi er engin sérstök faðmlagsmenning, en hún er þó að ná fótfestu. Nú þykir undarlegt að Stoltenberg faðmi ekki samráðherra sína, en á áttunda áratugnum hefði það þótt ónáttúru- legt.“Dotterud bendir á að rússneskir valdamenn faðmist og kyssist þegar þeir hittast, en George Bush, forseti Bandaríkjanna, lætur nægja að taka í hönd annarra valdamanna, óháð því hvort um sé að ræða karlmann eða kvenmann. Lést við messu: Bitin til bana Tæplega fimmtug kona í Kentucky í Bandaríkjunum var bitin til bana af snák í messu á sunnudag. Konan tilheyrði hvíta- sunnusöfnuði. í sumum slíkum söfnuðum tíðkast að nota snáka í trúarathöfnum en hald manna er að sannir kristnir menn eigi að geta „haldið á höggormi” án þess bíða af því skaða. Kópal Glitra þekur betur, ýrist sama og ekkert og er svo til lyktarlaus. Spurðu um KÓPAL. Úftsölustaölr Málnlngar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfirði • Málningarbúöin Akranesi Byko Akranesi • Axel Þórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfirói • Litabúöin Ólafsvík Núpur byggingarvöruverslun, ísafirði • Vilhelm Guöbjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauóárkróki Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfirói • Byko Reyóarfiröi • Verslunin Vík, Neskaupstaó • Byko Selfossi Miðstöðin Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavtk má/ning -það segir sig sjólft - KÓPAL Glitra Lyktarlaus m Erlendur Eiríksson málari: „Einfaldlega besta málningin sem ég hef notað.“

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.