blaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 blaAió Afastelpa á þing Bryndís Haraldsdóttir tekur þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi. Hún stefnir á 4-5 sæti. Hver er Bryndís og hverra manna er hún? Foreldrar hennar eru Hafdís Rúnarsdóttir, hjúkrunar- fræðingur og ljósmóðir sem starfar á Sjúkrahúsinu á Akranesi, og Har- aldur Pálsson sem starfar við örygg- isgæslu á Landspítalanum. Hún á fósturföður, Karl Friðriksson, fram- kvæmdastjóra hjá Iðntæknistofnun. Móðurafi er undirritaður og móður- amma er Guðrún Hafliðadóttir eða Dunna, fjölskylduráðgjafi hjá SÁÁ í aldarfjórðung og fyrsti heiðursfélagi í Félagi áfengisráðgjafa. Föðurafi var Páll Skúli Halldórsson, kaupsýslu- maður í Reykjavík, og föðuramma er Guðrún, kölluð Rúrí, lyfjatæknir. Fósturafi var Friðrik Karlsson, kenndur bæði við bæinn Hrísa í Húnavatnssýslu og Domus Medica. Hann sá um byggingu Domus og var framkvæmdastjóri þess í fjölda- mörg ár. Fósturamma var Guðrún Pétursdóttir, annáluð sauma- og hannyrðakona í Reykjavík. Bryndis heitir eftir móður minni og finnst mér að hún hafi erft margt frá henni eins og háralitinn og þessa rósemi og hæglæti sem einkennir svo mjög fas hennar. Hún var mjög feimið barn en læknaðist af feimn- inni þegar hún, níu ára, var með okkur hjónunum á McDonalds-veit- ingastað í London. Hana langaði í is og sagði ég henni að hún yrði að fara í biðröðina sjálf og kaupa ísinn og sagði henni hvað hún ætti að segja á ensku. Henni leist ekki á blikuna en lét tilleiðast og það var aldeilis hróðug stelpa sem kom til baka með ísinn sinn. Bryndís heitir eftir móður minni og ^ finnst mér að mjk hún hafi erft \ margt frá henni Umrœðan Rúnar Guðbjartsson 1 dag er Bryndís 29 ára gömul. Hún er af þessari nýju kynslóð ungra kvenna sem er að hasla sér völl í atvinnulífinu en er um leið eiginkona og móðir. Jafnframt því að vera varaþingmaður starfar hún sem verkefnisstjóri Evrópuverkefna hjá Impru, nýsköpunarmiðstöð á Iðntæknistofnun, en hún lauk BSc- gráðu í alþjóðamarkaðsfræði við Tækniskóla íslands árið 2001. Hún býr í Mosfellsbæ ásamt eiginmanni sínum, Örnólfi Örnólfssyni raf- virkjameistara, og þau eiga tvö börn og ætla að bæta því þriðja við í lok janúar á næsta ári. Bryndis hefur brennandi áhuga á að starfa að framgangi sjálfstæð- isstefnunnar þar sem frelsi einstak- lingsins er í hávegum haft svo og jöfn tækifæri allra til að þroska og nýta hæfileika sína. Hún telur mik- ilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn fái góða kosningu á komandi vori svo tryggt sé að Sjálfstæðisflokkurinn haldi áfram því mikilvæga starfi að' tryggja öryggi og velferð íslensks þjóðfélags. Bryndís er tilbúin að leggja sitt af mörkum til að svo megi verða. Bryndís hefur verið vara- þingmaður Sjálfstæðisflokksins I Suðvesturkjördæmi á yfirstandandi kjörtímabili og komið inn á þing í forföllum Þorgerðar Katrínar. Hún hefur verið varabæjarfulltrúi í Mos- fellsbæ frá árinu 2002 og setið í fjölda ráða og nefnda á vegum flokksins. Bryndís hefur starfað mikið innan ungliðahreyfingarinnar og setið í stjórn SUS. Ég hvet alla sjálfstæðismenn í Suð- vesturkjördæmi að veita Bryndísi brautargengi í 4-5 sæti í prófkjörinu. Það verður enginn svikinn af því. Höfundur er sálfræðingur og fyrrverandi flugstjóri Verkefni næstu ríkisstjórnar Hádegisfundur með Össuri Skarphéðinssyni á Sólon, í dag. Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík er haldið á morgun laugardaginn 11. nóvember, í Þróttarheimilinu frá kl. 10 til 18. Össur Skarphéðinsson hefur gefið kost á sér í 2.-3. sæti. KAURA/SEUA I SMÁAUGLÝSINGAR 5103737 blaöið^H SMAAUGLYSINGARSiBLADID.NET Leysum biölistavandann Enn eru 92 ung skólabörn á biðlista eftir plássi á frístundaheimilunum í Grafarvogi, Grafarholti og Árbæjar- hverfi. Tæplega tvö hundruð foreldrar í þessum hverfum eru á hverjum degi í vandræðum með að stunda atvinnu sína af því börnin þeirra komast ekki að í frístundastarfiborgarinnar. Þessu reyna foreldrar að bjarga með ýmsum ráðum, einhver börn eiga eldri systk- ini sem stundum eru búin í skólanum á sama tíma og geta passað þau, nokkur eru ef til vill svo heppin að eiga ættingja eða vini sem hægt er að leita til dag og dag. Sum eru ósköp dug- leg og geta stundum verið ein heima þar til einhver eldri kemur heim. Það vilja hins vegar engir foreldrar láta 6- 8 ára gömul börn sín vera ein heima jafnvel þótt þau séu dugleg. Þess vegna eru tæplega tvö hundruð pabbar og mömmur í Grafarvogi, Grafarholti og Árbæ á daglegum þönum úr vinnunni að sækja börnin sín, taka þau með sér í vinnuna eða að taka vinnuna með sér heim. Oftar þó mömmur en pabbar ef marka má reynsluna. Frá klukkan 2 á daginn, flesta daga vikunnar undanfarnar 13 vikur hafa þessir foreldrar verið í símanum að at- huga hvort börnin hafi skilað sér heim, athuga hvort allt sé í lagi þegar eldri systldnin eru að passa, redda pössun hjá ættingjum og vinum eða hrein- lega stinga af úr vinnunni. Sumir hafa þurft að gefa eftir störf sín að hluta eða öllu leyti vegna þessa langvarandi ástands. Margir hafa orðið fyrir veru- legu tekjutapi. Ástandið er sérstak- lega erfitt fyrir einstæða foreldra og foreldra barna með þroskafrávik eða fötlun. Svona er þetta búið að vera frá því skólinn hófst um miðjan ágúst. Samt var þetta alveg fyrirsjáanlegt. Það skal tekið skýrt fram að þetta ástand er engan veginn starfsfólki ÍTR að kenna. Það hefur lagt á sig mikla vinnu og erfiði við að ráða bót á þessum vanda og þar hafa stjórnendur gengið eins langt og þeim er framast unnt innan þess ramma sem þeim er settur. Sú vinna dugar hins vegar ekki til eins og hinum pólitískt kjörnu full- trúum á fyrir löngu að vera orðið ljóst. Athafnastjórnmálamenn I lok maí tók við stjórn borgarinnar fólk sem talaði um sjálft sig sem at- hafnastjórnmálamenn, nýja gerð stjórnmálamanna sem eyddi ekki tím- anum í samræður heldur léti verkin tala. Þetta ágæta fólk stóð dyggilega vörð um hagsmuni foreldra í aðdrag- anda kosninga síðasta vetur þegar mannekla var á leikskólum og frí- stundaheimilum og krafðist þess að þáverandi meirihluti gerði eitthvað í málunum. Samfylkingin vék sér ekki undan þeirri pólitísku ábyrgð, djörf ákvörðun var tekin um að hækka laun þeirra lægst launuðu og ástandið batnaði til muna. Það er hins vegar viðvarandi þenslu- ástand í þjóðfélaginu og þess vegna erfitt að ráða fólk í lágt launuð og kreíj- andi störf. Það er heldur ekki enda- laust hægt að hækka laun, nú þarf að leita fleiri leiða, greina ástandið, ræða við þá sem að málinu koma og finna lausnávandanum. í lok maí vissu allir að þenslu- ástandinu myndi fylgja mannekla á frístundaheimilum nú í haust. Full- trúar Samfylkingarinnar vöktu at- hygli á þessum vanda á fyrsta fundi nýskipaðs íþrótta- og tómstundaráðs 23. júní í sumar. Formaður íþrótta- og tómstundaráðs, athafnastjórnmála- maðurinn Björn Ingi Hrafnsson, hélt samt ekki annan fund fýrr en 11. ágúst eða rétt áður en börnin áttu að mæta í skólann. Á þeim fundi voru biðlistar Athafnastjórnmála- maðurinn hefur haft23 vikurtilað ieysa málið Umrœðan Dofri Hermannsson skoðaðir og málið rætt, fingur kross- aðir og vonað að nú færi fóTk að hóp- ast í vinnu hjá frístundaheimilunum. Það gerðist hins vegar ekki. Næsti fundur var ekki haldinn fýrr en 6 vikum síðar, 22. september. Þá ítrekaði Samfylkingin nauðsyn þess að gera eitthvað í málunum. Að rætt yrði við fagaðila og foreldra og fundin lausn. ítrekaði að börn og foreldrar biðu í erfiðri stöðu. 113 vikur hafa foreldrar í hundraða- tali þurft að stelast fyrr heim úr vinn- unni, taka vinnuna með sér heim eða börnin sín með í vinnuna. 113 vikur hafa börn þurft að bíða ein heima eftir skóla eða vera á þeytingi á milli staða og ýmissa aðila sem geta litið eftir þeim stund og stund. Athafnastjórn- málamaðurinn hefur haft 23 vikur til að leysa málið. 10 vikur áður en biðl- istar urðu vandamál og 13 vikur eftir að þeir urðu vandamál. Oddvitinn sem í vor sagðist ætla að „hugsa stórt, horfa langt og byrja strax“. Leysum vandann Nú er fyrirkomulagið þannig að einungis er hægt að kaupa fulla frí- stundavistun eða enga. Þetta tel ég ekki heppilegt fyrirkomulag við nú- verandi aðstæður. Santfylkingin í íþrótta- og tómstundaráði hefur talað íyrir því að kannaðir yrðu möguleikar á hlutavistun, t.d. 3-4 daga í viku. Ég tel að margir foreldrar myndu velja slíka leið ef þeir ættu kost á því. Suma daga eru nefnilega börn að fara í skipu- lagt tómstundastarf, stundum er ein- hver heima og suma daga er maður kannski búinn fyrr í vinnunni og vill njóta dagsins með barninu sínu. Þá er óþarfi að vera að borga fyrir fulla vistun alla 5 dagana. Óþarfi að taka frá pláss sem einhvern annan vantar. I þeim skólum í Grafarvogi, Grafar- holti og Árbæ þar sem börn eru á biðl- ista eru tæplega 333 börn með fulla vistun. Ef þriðjungi þeirra nægir að vera með vistun 3-4 daga í viku er nán- ast komin 3-4 daga vistun fyrir þau 92 börn sem bíða eftir plássi. Ég skora á þá sem það geta og vilja að hringja í þjónustusíma Reykjavík- urborgar, 4 11 11 11, fá samband við frístundaheimili síns skóla og biðja um hlutavistun. Það myndi skapa pláss fyrir börn sem hafa beðið eftir frístundavistun í 13 vikur. Leysum vandann. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi í hverfisráði Grafarvogs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.