blaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 50

blaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 blaöið Hafdís Huld byrjaði að syngja með GusGus þeg- ar hún var aðeins 15 ára gömul og ferðaðist með þeim um allan heim í nokkur ár. Eftir að hafa sagt skilið við hljómsveitina lék hún í kvik- myndum hér á landi, meðal annars Villiljósi og íslenska draumnum. Þá tók hún saman við hljóm- sveitina FC Kahuna og gaf út með henni tvær smáskífur, Hayling og Machine Says Yes. Nýjasta plata Hafdísar Huldar, Dirty Paper Cup er nú kom- in 1 verslanir og hefur fengið mjög góða dóma. B latan fór á meira flug en M B U ég hafði þorað að búast K við,” segir Hafdís Huld um velgengnina. Hafdís er W sögð hafa sérstæða og fagra J rödd og gagnrýnendur úti segja hana syngja eins og sykurpúðaútgáfu af Björk. Platan er sögð ein- föld, sykruð og velheppnuð poppplata með kaldhæðnum og óræðum undirtóni, lögin sér- stæð blanda myrkurs og ljóss og er stíl hennar líkt við Velvet Underground. Hafdís tekur ein- mitt lag Lou Reed, Who Loves the Sun, sem Velvet Underground gerði svo eftirminnilega skil og gagnrýnendur halda ekki vatni yfir flutningi hennar á laginu. Textar plötunnar eru sagðir sætir en ögn djöfullegir og óræðir ,1 hope you Choke on your plastic halo,” syng- ur hún meðal annars malandi röddu. „Ég þorði ekki einu sinni að vona að hlutirnir gætu gengið svona vel,“ segir hún og nefnir að hún hafi til að mynda ætlað að koma til íslands á Iceland Airwaves en hafi hreinlega ekki getað það vegna anna. „Ég hlakka til að koma með hljómsveit mína til íslands að spila og sýna þeim land og þjóð. Ég ætla að sýna þeim Gull- foss og Geysi og svona,“ bætir hún við og hlær. Vildi stúdíótíma í 10 ára afmælisgjöf ,Ég hef verið alveg staðráðin í því að verða söngkona eða leikkona síðan ég var fimm ára gömul,” segir Hafdís. „Mamma sagði mér að ég hafi verið það ung þegar ég hafi tilkynnt þeim að þegar ég væri orðin stór vildi ég verða söngkona og leikkona. Þau reyndu víst að segja mér að það langaði voðalega marga til þess að verða söngkona eða leikkona en það væri líka gott að vinna venjulega vinnu. Þá leit ég víst fast á þau og sagði: Hvað á ég þá að gera við líf mitt? Eftir það ákváðu þau að styðja við bakið á mér því þau sáu að þarna væri ákveðin kona á ferð. Ég var að semja við þau þegar ég var tíu ára um að gefa mér stúdíótíma í afmælisgjöf svo ég gæti tekið upp lag. Ég var einbeitt og sótti tíma í tónlistarskóla, stundaði æskulýðs- starf og fór í leiklistartíma.” Veðurteppt í Mexíkó að læra undir stærðfræðipróf ,Ég var í grunnskóla þegar ég hitti strákana í GusGus fyrst. Ég rakst á þá þegar ég var að ganga heim eftir kórtónleika úr Kópavogs- kirkju. Þar var verið að taka myndir af þeim og ég stoppaði og spurði hvað þeir væru að gera. Þeir sögðu mér að það væri verið að taka myndir og þá sagði ég: Af hverju takið þið ekki myndir af mér, ha?” Hafdís segist hafa byrjað að leika í tónlistar- myndböndum en síðan hafi það undið upp á sig. „Þeir komust að því að ég gæti sungið og leyfðu mér að syngja aðeins með og með því hófst GusGus-ævintýrið. Ég hélt auðvitað áfram í skólanum og fór fyrstu tvö árin í Menntaskólann í Kópavogi en fór meðfram náminu í tónleikaferðalög með hljómsveitinni.“ Hafdís segir að það hafi tekið á og þegar hún var orðin 18 ára hafi hún þurft að taka ákvörðun og velja á milli framhalds- skólanámsins og tónlistarinnar. „Þá var ég 18 ára og átti að vera í jólaprófum í MK en var veðurteppt í Mexíkó þar sem við vorum að spila. Þá fyrst fann ég hvað þetta var fáránlegt, að ég væri að læra undir stærð- fræðipróf lengst úti í Mexíkó. Ég þurfti að velja og þarna tók ég þá ákvörðun að ein- beita mér að tónlistinni.“ Hafdísi finnst óralangt síð- an hún var í GusGus. „Þegar ég hugsa um tímabil mitt með hljómsveitinni þá hugsa ég um þetta sem tíma sem ég lærði af. Það hafði svona sína kosti og galla að byrja svona ung en ég lærði mikið og að einhverju leyti gerði þetta mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Auðvitað getur maður velt sér upp úr því ef eitthvað fer illa en það hefst bara ekk- ert upp úr því.“ Hún segist hafa verið í vafa með hvert hún ætti að stefna eftir öll lætin með GusGus. „Ég gekk í gegnum tímabil þar sem ég hugs- aði með mér að ég ætti kannski að gera eitt- hvað annað,“ segir Hafdís. „En það gekk yfir og ég held að ég yrði aldrei fullkomlega í rónni ef ég væri ekki að vinna í tónlist.“ Lærði að sætta sig við flökkulíf Hafdís segist vera ánægð með þá ákvörðun að hætta framhaldsskólanámi og ein- beita sér að tónlistinni því sú ákvörðun hafi leitt hana á þá braut sem hún er í dag. „Það kom að því að mig langaði að mennta mig meira og nýta þá reynslu sem ég hafði safnað mér í tónlist. Ég ákvað að fara í stöðupróf í London Center of Contemporary Music því mig langaði að fara í tónlistarháskóla. Þeir taka inn tólf nemendur á ári og ég komst inn og hef nú lokið námi í tón- smíðum og upptökustjórn." Hafdís segist hafa verið búsett í London síðastliðin sex ár. „Ann- ars er ég rosalega lítið í London núna og dæmi- gerður dagur hjá mér er þannig að ég vakna á hótelherbergi eftir að hafa spilað kvöldið áður, sest upp í bíl með hljómsveitinni minni og keyri á næsta tónleikastað, lít á kaffihús, fer í hljóðprufu, rölti aðeins um, tékka okkur inn á nýtt hótel og spila svo um kvöldið.” Hafdís segir þó flökkulífsstílinn henta sér vel. „Ég þrífst á því að spila og semja tónlist og ég lærði snemma að sætta mig við að því fylgir flökkulíf. Ég fæ að spila tónlist og það er nóg til að ég sé þakklát fyrir mitt hlutskipti. Ég fæ að sjá mikið af nýjum og skemmtilegum stöð- um og tónlistin gefur mér það mikið að ég er hamingjusöm.“ Reyndi að vera kúl en gafst upp á því Ef Hafdís er beðin um að lýsa sjálfri sér verður hún vandræðaleg. „Er ekki betra að láta aðra um að lýsa sér?“ spyr hún. Hún segist annars hafa þá galla að vera óþolinmóð og frekar viðkvæm en almennt sé hún jákvæð og opin manneskja. „Ég er líka svaka væmin,“ bætir hún við. „Ég reyndi að vera kúl í svolítinn tíma þegar ég var í GusGus og var hörkugella en það gekk ekki lengi og ég ákvað á endanum að viðurkenna ást mína á bleiku glimmeri og svona. Ég sem lög um hvað það er gaman að vera til, hvað strákar eru sætir og glimmer er fallegt. Og mér finnst það allt í lagi því ég er löngu búin að koma upp um mig að ég er ekk- ert svakalega kúl.“ dista@bladid.net DIRTY PAPER CUP Fékk góða dóma í breska dagblaðinu The Guardian fyrr í mánuðinum eða fjórar stjörnur af fimm mögulegum. hafdls huld U^ty popcr eup f „Ég gekk í gegnum tímabil þar sem ég hugsaði með mér að ég ætti kannski aó gera eitthvað annað. En það gekk yfir og ég held að ég yrói aldrei fullkomlega í rónni ef ég væri ekki að vinna í tónlist."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.