blaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 bla6ió Fjöldi mála þar sem lögreglan er sökuð um vafasamar og ólöglegar aðferðir: Lögreglan hótaði vitni NEYDD TIL AÐ BREYTA VITNISBURÐI HLERAÐ í SKJÓLI FÍKNIEFNAMÁLA ÁSAKANIR UM ÓLÖGLEGAR RÉTTARBEIÐNIR Atli Gíslason Rannsókn hans á störfum lögreglunnar þóttl leiða i Ijós að ákæra ætti lögreglumenn. Ingimundur Einarsson Lögbrot eru ekki stunduð hjá lögreglunni. ■ ■ ■.¥ Gestur Jónsson í Vinnubrögð lögreglunnar í þykja mér miður góð. Patricia Toby Aagren, sem bar vitni í málverkafölsunarmálinu þegar réttað var í málinu snemma árs 2003, segir Arnar Jensson, yfirlög- regluþjón hjá ríkislögreglustjóra hafa haft í hótunum við sig og þrýst á sig um hvernig hún hagaði málflutningi sínum. Patricia var eitt af lykilvitnunum í málverkafölsunarmálinu, og hélt annar ákærðu, Pétur Þór Gunnars- son, því fram að hún hefði selt sér eitt af þeim málverkum sem úr- skurðuð voru fölsuð. Áður en Patr- icia bar vitni hér á landi sendi hún frá sér staðfestingu á sölu myndar- innar. Fyrir dómi dró hún þá full- yrðingu til baka og bar fyrir sig hversu langt væri liðið frá sölunni. í réttarsal var Patricia spurð hvort hún hafi verið beitt þvingunum til að breyta framburði sínum en hún neitaði því. Síðar sendi hún frá sér undirritaða yfirlýsingu þar sem fram kemur að Arnar Jensson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglu- stjóra, hafi beitt sig þrýstingi og hótað sér. „Arnar Jensson sótti mig út á flugvöll og fylgdi mér eftir í kringum dómshúsið. Hann pass- aði vel upp á að fjölmiðlar kæmust ekki nærri mér,“ sagði Patricia. „Þegar við nálguðumst dómshúsið ráðlagði hann mér að passa vel upp á hvað ég segði, annars yrði ég ákærð.“ Hótaði fangelsisvist Heimildarmaður Blaðsins, sem vegna starfs síns getur ekki komið fram undir nafni, starfaði sem blaðamaður þegar rannsókn og málarekstur málverkafölsunar- málsins fór fram. Hann segir að samskipti og skýrslutökur í málinu hafi verið mjög óeðlilegar. „Ég hitti Patriciu í þeirri von um að hún vildi tjá sig um starfsaðferðir lögg- unnar. Fljótlega brast hún í grát og sagði mér frá upplifun sinni í samskiptum við lögregluna,“ sagði heimildarmaðurinn. „Arnar fylgdi henni eftir við hvert fótmál og hleypti fjölmiðlum aldrei að henni. Hann hótaði henni fangelsisvist ef hún myndi ekki vera samstarfsfús og segja þá sögu sem lögreglan vildi. Enginn vafi Pétur Þór óskaði eftir því að Patricia bæri vitni fyrir dómi. Hann segir hana hvorki hafa treyst sér til að segja sögu sína opinberlega né fyrir rétti vegna hótana lög- reglunnar. „Það fór mtt im ekkert á milli mála að Patriciu hafði verið hótað. Á leiðinni frá flugvellinum spurði Arnar hana hversu mörg börn hún ætti og hvort hún gerði sér grein fyrir þvi að ansi langt gæti verið þar til hún sæi þau aftur,“ segir Pétur Þór. „Arnar hótaði því að Patricia yrði ákærð fyrir fölsun málverka ef hún myndi ekki brey ta fram- burði sínum. Slíkt gæti kostað langa fangelsisvist hér á landi.“ Ölöglegar hleranir Lögregla hefur sætt gagn- rýni fyrir fleiri starfsaðferðir en þá sem lýst er hér að ofan. Lög- reglumenn fullyrða að þeir hafi heyrt símtöl fólks á spólum sem þeir fengu við rannsóknir sakamála, að- allega vegna fíkniefnarannsókna. Eftir að hafa hlustað á upptökur vegna rannsókna sem þeir unnu að hafi á spólunum iðulega reynst vera upptökur sakamálunum óvið- komandi. „Ég hef ekki verið meðvit- undarlaus í mínu starfi. Útlendinga- eftirlitið sá um þann þátt að stunda hleranir án dómsúrskurða og á sínum tíma var nánast allt hlerað,“ sagði einn af heimildarmönnum Blaðsins. Annar heimildarmaður staðfesti þessa frásögn og fullyrðir að ráðamenn, þjóðþekktir einstak- lingar og forsvarsmenn trúfélaga hafi verið hleraðir. „Ég vann í mörg ár við að hlera. Við fengum af- hentar spólur með samtölum í þeim málum sem við vorum að vinna í. Að samtölunum loknum ■ Blaðið í gær leyndust alls konar samtöl þar fyrir aftan. Samtöl sem við áttum alls ekki að heyra.“ Helber ósannindi Blaðið fjallaði fyrir skemmstu um fullyrðingar heimildarmanna um að ólöglegar hleranir hefðu verið stundaðar í skjóli Útlend- ingaeftirlitsins á síðustu áratugum síðustu aldar og voru þær gerðar í leynilegu herbergi. Örfáir höfðu aðgang að herberginu. Einn þeirra sem þar starfaði er Jóhann G. Jó- hansson, sérfræðingur hjá dóms- málaráðuneytinu, en áður starfs- maður Útlendingaeftirlitsins. „Ég kannast ekki við þessar frásagnir. Hér er einhver misskilningur á ferðinni," sagði Jóhann. Hann staðfesti hins vegar að hann hafi haft aðgang að herberginu en vís- aði á lögreglustjóra til svara um sín störf. Ingimundur Einarsson vara- lögreglustjóri sagði fullyrðingar um hleranir vera helber ósann- indi. „Þetta er hreinasta kjaftæði og ég tek ekki þátt í þess- ari umræðu. Ég vil benda á, ef rétt reynist, að þetta eru afbrot og slíkt er ekki s t u n d a ð hjá lögregl- unni. Eg fullyrði að þetta á ekki við nein rök að styðjast.“ AdvoV»t Bjnrgvm Thoret«inc6on hrt Tjanargata 4 tCt Reykiavik hJand Island i forbindilse tned reisngcn raod hr. -tcr C.aiuursso ,!.ig biev nfhcntct i poshonlioUcn hr. '^yi^gi^knraratd M&blUA kutme Mg* med sclv havc kmt til rctsaleuNu , retsaicn 1 tide.Vi kmtc i ganskcu°rm^ttónipoogj 2 pivUkca i bilcnaf Amar daa ved jjg jo hvorfbr blcv hen et |L tttsjaHcn fUr sagcn var jo afsluttet m«lcn -bLn jcs Mcv i bilcn tfufi s» doÆn. iW- raltn.Co.nD. vill. hlive frcn.v.st i n«.n ® p”hsvde ..gsl en vidncborcoun* fre Bruun Intvde Ibros nfmalcrict h«r^dc . 1vur signnruren ftlCcplnrelcrre> Rasmusicn auMtoncr, at tnaWoet ' blálv; 0„ v.ir pillct vcd signaturemHcreftcr <let havde vrerct íBenn«n ... tg«wl “fhvíLcg utoegnfc dct malcri i rctlea «om »« aordc hr. Arttar Jenscn riltg dd Btrasre Uarl at B malenJeg prevedc Hcre gange fcg under islandsk tov fccnn. bltv. «tjfcg«^ frcmvlst fotos 0f raalcrtc.. SíKSssSffiSSsi Hcndes ubchageHgcog w***£*£W£ „ fu5edenret»foimultriwt Jetftorfcro^om havdc dcn danskc ovcrsætter til tider s\ ® .. afpct«r Gunnarsson. Jeg fík farvelcopt g fry«t. g hilsen WMm aoferoir logreglurmar. Trausti Hafsteinsson skrifarum vafasamar og óheföbundnar Réttarbeiðni til Lúxemborgar Efnahagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra óskaði eftir gögnum frá ríkis- saksóknara í Lúxemborg við rann- sókn Baugsmálsins. Málsaðilar deila nú um hvort þeirra gagna hafi verið aflað á fölskum forsendum og séu ranglega notuð. Jón H. Snorrason, yf- irmaður deildarinnar, hafnar því al- farið og segir fullyrðingar þess efnis rangar. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eins sakborninga í Baugsmálinu, segir hins vegar engan vafa leika á því. „Mér finnst blasa við að þarna sé verið að fara öðruvísi með gögn en átti að gera samkvæmt réttarbeiðn- inni,” segir Gestur. Hann bendir á að mikill munur sé á alvarleika þeirra brota sem nefnd voru í upphafi og þeirra brota sem ákært var ■ Yfirlýsing vitnis Þetta er undirrituö yfirlýsing frá Patriciu. I henni lýsir hún hótnunum lögreglunnar íþeim tilgangi að hún breytti framburði sínum fyrir dómi. Ef ekki, ætti hún yfir höfði sér langa fangelsisvist. fyrir. „Þetta er eins og að bera saman ofsaakstur og stöðumælasekt.” Bréf til Bandaríkjanna Tveimur dögum eftir að allir sakborningar í Baugsmálinu voru sýknaðir af öllum ákæruliðum í héraðsdómi sendi dómsmálaráðu- neytið réttarbeiðni til bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar, telur vinnubrögðin óeðlileg þar sem á þessum tíma- punkti hafi kltEGLUSTÖD l’OUCE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.