blaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 34

blaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 34
blaóiö Jólasveinarnir á hljóðbók Barnabókin Jólasveinarnir eftir löunni Steinsdóttur kom fyrst út á prenti fyrir um tuttugu árum. Hún naut mikilla vinsælda og hefur verið endurútgefin nokkrum sinnum. [ sögunni segir frá því þegar jólasveinarnir koma til byggða með gjafir til að gleðja góðu og þægu börnin. i. Nú hefur Dimma gefið Jólasveinana út í lestri höfundar á tveimur geisladiskum. 10. NÓVEMBER 2006 Akademískt frelsi (dag klukkan 13:30 boða Félag háskólakennara og Félag prófessora við Háskóla Islands til málþings um akademískt frelsi í Öskju, stofu 132. Þar flytja þau Sig- urður Erlingsson, Þórólfur Þórlindsson og Bente Gullveig Alver framsöguerindi og að þeim loknum fara fram umræður undir dyggri stjórn Ævars Kjartanssonar. Pældu í því sem pælandi er í Ýmsir Fín til síns brúks r Aplötunni Pældu í því sem pælandi er í koma 13 íslenskir listamenn og hljómsveitir saman og flytja eitt Megasarlag hver. Allir flýtja þeir lögin með sínu nefi, en það vantar töluvert upp á að platan sé eftir- minnileg hlustun. Megas er einn sérstæðasti flytjandi tónlistar í íslandssögunni. Þegar einhver annar spilar lag meistarans kallar það á að fara óheðfbundna leið í flutningnum. Hljómsveitir og lista- menn plötunnar gera flestir lögin að sínum en það er eins og sumir þeirra passi sig á að krydda ekki neitt. Fyrir vikið er flutningur flestra laganna heldur andlaus - alls ekki slæmur, andlaus. Platan inniheldur þó nokkur frábær augnablik. Ragnhildur Gísladóttir á skemmti- lega innkomu í laginu Fram og aftur blindgötuna, Þrumukettir fara skemmtilega leið með lagið Drukknuð börn en hápunkturinn er án efa snilldarflutningur Trabants á laginu Björt Ijós, borgarljós. Platan er í heildina fín til síns brúks því það er alltaf gaman að hlusta á texta Megasar, sama hver flytur þá. atli@bladid.net Spuxiaverk í Borgarieikhúsinu í kvöld Að sættast við martröðina ■ B nnur sýning á spunaverk- inu Watch My Back fer fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Þar leiða saman hesta sína dansararnir Peter Ander- son og Guðmundur Elías Knudsen og leikarinn Björn Ingi Hilmarsson. Verkið er á margan hátt afar óvenju- legt og það er ekki síst vegna þess hve spunaþátturinn vegur þungt. „Peter Anderson hafði samband við mig eftir að hafa verið á námskeiði í London síðastliðið sumar þar sem hann lærði ýmsar nýstárlegar að- ferðir og leikreglur við spuna. Peter langaði til þess að vinna meira með þessar aðferðir og vildi fá mig með sér í það. Mér leist strax vel á hug- myndina enda er spuni ákaflega spennandi form og mikil ákorun fyrir leikara," útskýrir Björn Ingi. Orð úr salnum Leikararnir vita ekkert hvernig sýningin verður þegar þeir mæta en þeir biðja einhvern úr áhorfenda- hópnum að nefna eitt orð sem þeir síðan vinna út frá. „Út frá þessu eina orði segjum við áhorfendum sögu og spinnum allskyns hluti í kringum þetta eina orð. Á fyrstu sýningunni hófst leikurinn á orð- inu „fætur“ og það gekk ágætlega segir Björn Ingi og bætir við að formið geri miklar kröfur um gott samstarf leikaranna. „Verkið heitir Watch My Back vegna þess að við gerum okkar besta til að passa hver annan og halda þær reglur sem við reynum að styðjast við til að hjálpa okkur áfram í spunanum.“ Björn Ingi segir spuna af þessu tagi hafa verið frekar framandi fyrir sig. „í minni vinnu hingað til hef ég nær alltaf haft fullmótað handrit til þess að fara eftir. Þetta er því mikil áskorun fyrir mig. Mörg starfssystk- ini mín fá gjarnan svokallaða mar- tröð leikarans en í þessum draumi er leikarinn staddur uppi á sviði, í leikriti sem hann veit engin deili á og hann veit heldur ekki hvað hann á að segja. Að taka þátt í Watch My Back er næstum því eins og að vera staddur í þessari martröð nema ég verð að gera verkið að vini mínum og sættast við óvissuna.“ Enskan áskorun Björn Ingi segir það skapa skemmtilega stemningu í salnum að áhorfendur séu meðvitaðir um það að leikararnir viti ekkert hvað þeir séu að fara út í. „Við vorum óneitanlega mjög stressaðir þegar við hófum leikinn á fyrstu sýning- unni og ég held að áhorfendur hafi kunnað að meta það sem við höfð- um fram að færa.“ Sýningin er á ensku og segir Björn Ingi það vera skemmtilegt að brey ta til frá íslensk- unni og spreyta sig á því að sýna á öðru tungumáli. Þrjár sýningar verða til viðbótar á verkinu en auk kvöldsins í kvöld sýna þeir félagar sunnudagana 19. og 26 nóvember. Stepp GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA Stepp ehf. | Ármúla 32 | Sími 533 5060 | www.stepp.is | stepp@stepp.is Kenneth Goldsmith Er einn þeirra sem stíga á stokk í Stúd- entakjatiaranum. Ljóðahátíð Nýhils í kvöld klukkan 20 hefst alþjóð- leg ljóðahátíð Nýhils með pomp og prakt í Stúdentakjallaranum. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin og hafa skipuleggjendur sett saman spennandi dagskrá sem heilla ætti flesta ljóðaáhugamenn upp úr skón- um. Fjölmargir erlendir gestir sem getið hafa sér gott orð fyrir skáldskap sinn eru komnir til að lesa fyrir land- ann en einnig munu fjölmörg íslensk ungskáld kveðja sér hljóðs. Erlendir þátttakendur eru að þessu sinni þau Kenneth Goldsmith, Matti Pentikáin- en, Leevi Lehto, Anna Hallberg, Jörg- en Gassilewski, Derek Beaulieu, Jesse Ball, Christian Bök, Katie Degentesh, Gunnar Wærness og Jane Thompson. Meðal þeirra íslensku eru þau Þórdís Björnsdóttir, Halldór Arnar Úlfars- son, Kristín Eiríksdóttir, Óttar Mart- in Norðfjörð, Ingibjörg Magnadóttir, yalur Brynjar Antonsson, Eiríkur Örn Norðdahl, Ófeigur Sigurðsson og Haukur Már Helgason. Á morgun klukkan 13 hefst mál- þing um samtímatilraunaljóðlist í Norræna húsinu og upplestur og gleði mun halda áfram í Stúdentakjallaran- um um kvöldið. Framkvæmdastjóri hátiðarinnar er Eiríkur Örn Norðda- hl. Hún er unnin í samstarfi við Nor- ræna húsið í Reykjavík og styrkt af Landsbanka íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.