blaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 32

blaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 blaðið kolbrun@bladid.net Metsölulistinn - aliar bækur 7 Konungsbók Arnaldur Indriðason 2 Barbapabbi Annette Tison Drekafraeöi Doktor Emest Drake 4 Flugdrekahlauparinn - kilja Khaled Hosseini 5 IhúsiJúlíu Fríða Á. Sigurðardóttir 6 Grafarþögn Arnaldur Indriðason 7 Öðruvísi saga Guðrún Helgadóttir 8 Snúðurog Snælda í jólaskapi Pierre Probst 9 Vetrarborgin Arnaldur Indriðason 18 Draumalandið Andri Snær Magnason Metsölulistinn - skáldsögur 4 Konungsbók Arnaldur Indriðason 2 fhúsiJúliu Fríða Á. Sigurðardóttir Skipið Stefán Máni 4 Hugarfjötur ' Paulo Coelho j Feimnismál Sigrún Daviðsdóttir 8 Sendiherrann Bragi Ólafsson ? Viltu vinna milljarð? Vikas Swarup g Indjáninn, skálduð ævisaga JónGnarr Fimm manneskjur sem maður hittir.. MitchAlbom 7 Q Ballaðan um Bubba Morthens Jón Atli Jónasson 1. 2. Metsölulistinn - barna- og unglingabækur Barbapabbi AnnetteTison Drekafræði Doktor Ernest Drake BARBAPABBI j Öðruvísi saga Guðrún Helgadóttir 4 Snúður og Snælda í jólaskapi Pierre Probst Kafteinn Ofurbrók og liftæknilega... DavPilkey Vísnabókin - ný útgáfa Ýmsir höfundar / Halldór Pétursson Listarnir eru gerðir eftir sölu í Pennanum Eymundsson og Bókabúð Máls og menningar 25.10.06 - 31.10.06. Hrollvekjandi sigling ýjasta bók rithöfund- arins Stefáns Mána nefnist Skipið. Þetta er bók sem spennu- fíklar ættu að hafa ánægju af að lesa en þar segir frá örlögum skipverja á fraktskipinu Per se, sem leggur úr höfn á Grund- artanga og tekur stefnuna á Suður- Ameríku. Fljótlega taka ill öfl að láta á sér kræla. „Ég reyni að skrifa spennandi bækur og sjálfur vil ég að bækur séu spennandi. Þetta er vissulega spennusaga, kannski af ameríska skólanum. Það er of mikil óreiða í bókinni til að hún teljist hefð- bundin eða algjör spennusaga. Endar hnýtast ekki saman heldur eru margir óvissuþættir í henni og það er viljandi gert því i lífinu sjálfu er ekki hægt að útskýra allt og þar er heldur ekki allt rökrétt,“ segir Stefán Máni. Þegar hann er spurður hvort hann geti fallist á þá skilgreiningu að bókin sé hroll- vekja segir hann: „Hrollvekja? Ekki spurning.“ Óðurtil Stephen King Manni verður ósjálfrátt hugsað til Stephen King þegar maður les Skipið. Er King viss áhrifavaldur? „Hann er átrúnaðargoð frá ung- lingsárunum. Ég á skólabækur, eins og íslandsklukkuna, sem eru merktar Stephen King. Ég var svo mikill aðdáandi að ég tók upp nafn hans og krotaði á bækurnar. Ég hef alltaf haft mikið álit á King og ég held að hann muni aldrei njóta sannmælis margra bókmennta- manna vegna gríðarlegra vinsælda sinna. Hann er góður höfundur, ekki fullkominn, en gerir margt vel. Þessi bók er talsverður óður til Stephen King og einnig til H. P. Lo- vecraft og Poe.“ / þessari bók er mikið talað um illsku. Heldurðu að illskan sé til sem sterkt afl? „Já. í þessari bók eru persónurn- ar karlmenn sem eru með eitthvað á samviskunni. Þeir hafa brotið af sér, eru sekir um vanrækslu, morð, spilafíkn og fleira. Þeir eru með skugga inni í sér. Ég held að illska þeirra og misgjörðir kalli á ko- smíska illsku. Alveg eins og maður sem fer með bænir sínar og gerir góðverk skapar jákvæða strauma og ljós í kringum sig þá búa þessir menn til myrkur. Ég stýrði skipinu Þetta er kröftug og vel skrifuð bók. Hvernig vannstu hana? „Ég vann mikið í henni. Þetta var stíft ár. Ég held að hún sé einbeitt- ari en margt sem ég hef gert. En það hjálpar líka til að sagan gerist um borð í skipi sem lokar persón- urnar af. Það gerir að verkum að auðveldara er að hafa stjórn á at- burðarás og sagan fer ekki út um víðan völl. Þegar öllu er á botninn hvolft var það ég sem stýrði skip- inu.“ Stefán Máni „Það er of mikil óreiða íbókinni til að hún teljist hefðbund- in eða algjör spennusaga. Endar hnýtast ekki saman heldur eru margir óvissuþættir f henni og það er viljandi gert því ílífinu sjálfu er ekki hægt að útskýra allt og þar er heldur ekki allt rökrétt." Mynd/Frikki Skipið er rúmar 400 síður. Finnst þér ögrun að skrifa langar sögur? „Ef bókin gæti verið styttri þá væri hún styttri. Ég var mjög með- vitaður um það þegar ég byrjaði að hún yrði löng svo ég passaði mig á því að vera ekkert að teygja lopann og halda áfram með sög- una. Persónulega finnst mér gam- an að lesa langar bækur og frekar leiðinlegt að lesa stuttar bækur. Gallinn við að skrifa langa bók er hins vegar sá að á lokasprettinum fylgir því gríðarlega mikil vinna að prófarkalesa verkið. Þá er mað- ur kominn á færibandið og gæti allt eins verið í sláturhúsi eða frystihúsi. Það er gott þegar það er búið.“ - Sími 561 0075 UONAVEHj S|AÐU - ''r1 menningarmolinn Richard Burton fæðist Á þessum degi árið 1925 fæddist leikarinn Richard Burton. Hann hét réttu nafni Richard Jenkins, var son- ur námuverkamanns í Wales, og var tólfti í röð þrettán systkina. Jenkins- fjölskyldan bjó við bág kjör og barn- æska Richards var ekki gleðirík. Hann ólst að mestu upp hjá ættingj- um því faðir hans var drykkjumað- ur. Söngkennari, Philip Burton, tók miklu ástfóstri við piltinn og seinna tók Richard upp eftirnafn hans, Bur- ton, í þakklætisskyni. Árið 1949 lék Richard Burton í fyrstu bresku kvikmynd sinni og árið 1952 kom svo fyrsta Hollywood- myndin, My Cousin Rachel, en fyrir hana hlaut hann fyrstu Óskarsverð- launatilnefningu sína af sjö. Leikur hans á móti Elizabeth Tayl- or í myndinni Kleópatra gerði hann heimsfrægan og frægðin jókst enn þegar þau Taylor gengu í hjónaband. Samband þeirra var ástríðufullt og stormasamt. Þau skildu, giftust á ný og skildu aftur árið 1976. Burton lést skyndilega úr heilablóðfalli árið 1984.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.