blaðið

Ulloq

blaðið - 10.11.2006, Qupperneq 32

blaðið - 10.11.2006, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 blaðið kolbrun@bladid.net Metsölulistinn - aliar bækur 7 Konungsbók Arnaldur Indriðason 2 Barbapabbi Annette Tison Drekafraeöi Doktor Emest Drake 4 Flugdrekahlauparinn - kilja Khaled Hosseini 5 IhúsiJúlíu Fríða Á. Sigurðardóttir 6 Grafarþögn Arnaldur Indriðason 7 Öðruvísi saga Guðrún Helgadóttir 8 Snúðurog Snælda í jólaskapi Pierre Probst 9 Vetrarborgin Arnaldur Indriðason 18 Draumalandið Andri Snær Magnason Metsölulistinn - skáldsögur 4 Konungsbók Arnaldur Indriðason 2 fhúsiJúliu Fríða Á. Sigurðardóttir Skipið Stefán Máni 4 Hugarfjötur ' Paulo Coelho j Feimnismál Sigrún Daviðsdóttir 8 Sendiherrann Bragi Ólafsson ? Viltu vinna milljarð? Vikas Swarup g Indjáninn, skálduð ævisaga JónGnarr Fimm manneskjur sem maður hittir.. MitchAlbom 7 Q Ballaðan um Bubba Morthens Jón Atli Jónasson 1. 2. Metsölulistinn - barna- og unglingabækur Barbapabbi AnnetteTison Drekafræði Doktor Ernest Drake BARBAPABBI j Öðruvísi saga Guðrún Helgadóttir 4 Snúður og Snælda í jólaskapi Pierre Probst Kafteinn Ofurbrók og liftæknilega... DavPilkey Vísnabókin - ný útgáfa Ýmsir höfundar / Halldór Pétursson Listarnir eru gerðir eftir sölu í Pennanum Eymundsson og Bókabúð Máls og menningar 25.10.06 - 31.10.06. Hrollvekjandi sigling ýjasta bók rithöfund- arins Stefáns Mána nefnist Skipið. Þetta er bók sem spennu- fíklar ættu að hafa ánægju af að lesa en þar segir frá örlögum skipverja á fraktskipinu Per se, sem leggur úr höfn á Grund- artanga og tekur stefnuna á Suður- Ameríku. Fljótlega taka ill öfl að láta á sér kræla. „Ég reyni að skrifa spennandi bækur og sjálfur vil ég að bækur séu spennandi. Þetta er vissulega spennusaga, kannski af ameríska skólanum. Það er of mikil óreiða í bókinni til að hún teljist hefð- bundin eða algjör spennusaga. Endar hnýtast ekki saman heldur eru margir óvissuþættir í henni og það er viljandi gert því i lífinu sjálfu er ekki hægt að útskýra allt og þar er heldur ekki allt rökrétt,“ segir Stefán Máni. Þegar hann er spurður hvort hann geti fallist á þá skilgreiningu að bókin sé hroll- vekja segir hann: „Hrollvekja? Ekki spurning.“ Óðurtil Stephen King Manni verður ósjálfrátt hugsað til Stephen King þegar maður les Skipið. Er King viss áhrifavaldur? „Hann er átrúnaðargoð frá ung- lingsárunum. Ég á skólabækur, eins og íslandsklukkuna, sem eru merktar Stephen King. Ég var svo mikill aðdáandi að ég tók upp nafn hans og krotaði á bækurnar. Ég hef alltaf haft mikið álit á King og ég held að hann muni aldrei njóta sannmælis margra bókmennta- manna vegna gríðarlegra vinsælda sinna. Hann er góður höfundur, ekki fullkominn, en gerir margt vel. Þessi bók er talsverður óður til Stephen King og einnig til H. P. Lo- vecraft og Poe.“ / þessari bók er mikið talað um illsku. Heldurðu að illskan sé til sem sterkt afl? „Já. í þessari bók eru persónurn- ar karlmenn sem eru með eitthvað á samviskunni. Þeir hafa brotið af sér, eru sekir um vanrækslu, morð, spilafíkn og fleira. Þeir eru með skugga inni í sér. Ég held að illska þeirra og misgjörðir kalli á ko- smíska illsku. Alveg eins og maður sem fer með bænir sínar og gerir góðverk skapar jákvæða strauma og ljós í kringum sig þá búa þessir menn til myrkur. Ég stýrði skipinu Þetta er kröftug og vel skrifuð bók. Hvernig vannstu hana? „Ég vann mikið í henni. Þetta var stíft ár. Ég held að hún sé einbeitt- ari en margt sem ég hef gert. En það hjálpar líka til að sagan gerist um borð í skipi sem lokar persón- urnar af. Það gerir að verkum að auðveldara er að hafa stjórn á at- burðarás og sagan fer ekki út um víðan völl. Þegar öllu er á botninn hvolft var það ég sem stýrði skip- inu.“ Stefán Máni „Það er of mikil óreiða íbókinni til að hún teljist hefðbund- in eða algjör spennusaga. Endar hnýtast ekki saman heldur eru margir óvissuþættir f henni og það er viljandi gert því ílífinu sjálfu er ekki hægt að útskýra allt og þar er heldur ekki allt rökrétt." Mynd/Frikki Skipið er rúmar 400 síður. Finnst þér ögrun að skrifa langar sögur? „Ef bókin gæti verið styttri þá væri hún styttri. Ég var mjög með- vitaður um það þegar ég byrjaði að hún yrði löng svo ég passaði mig á því að vera ekkert að teygja lopann og halda áfram með sög- una. Persónulega finnst mér gam- an að lesa langar bækur og frekar leiðinlegt að lesa stuttar bækur. Gallinn við að skrifa langa bók er hins vegar sá að á lokasprettinum fylgir því gríðarlega mikil vinna að prófarkalesa verkið. Þá er mað- ur kominn á færibandið og gæti allt eins verið í sláturhúsi eða frystihúsi. Það er gott þegar það er búið.“ - Sími 561 0075 UONAVEHj S|AÐU - ''r1 menningarmolinn Richard Burton fæðist Á þessum degi árið 1925 fæddist leikarinn Richard Burton. Hann hét réttu nafni Richard Jenkins, var son- ur námuverkamanns í Wales, og var tólfti í röð þrettán systkina. Jenkins- fjölskyldan bjó við bág kjör og barn- æska Richards var ekki gleðirík. Hann ólst að mestu upp hjá ættingj- um því faðir hans var drykkjumað- ur. Söngkennari, Philip Burton, tók miklu ástfóstri við piltinn og seinna tók Richard upp eftirnafn hans, Bur- ton, í þakklætisskyni. Árið 1949 lék Richard Burton í fyrstu bresku kvikmynd sinni og árið 1952 kom svo fyrsta Hollywood- myndin, My Cousin Rachel, en fyrir hana hlaut hann fyrstu Óskarsverð- launatilnefningu sína af sjö. Leikur hans á móti Elizabeth Tayl- or í myndinni Kleópatra gerði hann heimsfrægan og frægðin jókst enn þegar þau Taylor gengu í hjónaband. Samband þeirra var ástríðufullt og stormasamt. Þau skildu, giftust á ný og skildu aftur árið 1976. Burton lést skyndilega úr heilablóðfalli árið 1984.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.