blaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 48

blaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 48
Jeppadekkin ffrá alla miðvikudaga Auglýslngasímlnn er 510 3744 Fjallasport ®4x4 specialist" Viðarhöfða 6 - Sími 577 4444 38x15,5R15 38" MTZ dekkin komin aftur Hinn bráðsnjalli Birgir Hilm- arsson, söngvari Ampop, Ijær ^fjórum lögum rödd L sína á nýrri plötu ! Stafræns Hákonar. Platan hefur hlotið nafnið Gummi og kemur út í Bretlandi og í Japan í vetur. Talað er um að Stafrænn Hákon taki nýja stefnu á plötunni sem inniheldur mikinn söng, ólíkt hans fyrri verkum. blaðið Preston, söngvari bresku sveitar- innarThe Ordinary Boys, segir daga vefsíðunnar Myspace.com talda. Söngvarinn segir alvöru tónlistaraðdáendur ekki hanga á síðunni lengur vegna þess að hljómsveitir eins og hans nota hana til að selja plötur. „Myspace var mikilvæg fyrir eina hljómsveit, Arctic Monkeys," sagði Preston í samtali við tónlistartímaritið NME. „Núna er vefsíðan notuð af útgáfufyrir- FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 The Bravery snýr aftur Bandaríska diskó-rokksveitin The Bravery heldur í tónleikaferð um Bandaríkin í nóvember. Sveitin hefur ekki spilað á tónleik- um í tæpt hálft ár en búist er við að lög af óútkominni breiðskífu hennar fái að hljóma. Næsta plata sveitarinn- ar, The Sun And The Moon, kemur út í byrjun næsta árs. “Líf mitt væri svo litríkt ef ég ætti viö drykkjuvanda- mál aö stríða.” Morrissey Umfjöllun um Airwaves-hátíðina og hljómsveitina Jakobínurínu birtist í nýjasta hefti breska tónlistar- tímaritsins NME. Blaðamaður NME fer fögrum orðum um hátíðina og talar um bestu hátíð sem tímaritið hafi heimsótt í aldaraðir. Öllu veglegri er um- fjöllunin um Jakobínurínu, en þeim er hampað sem miklum rokkstjörnum. Talað er um að sveitin hafi hringt í umboðs- mann og heimtað risastóra te- kílaflösku aðeins mínútu eftir að hann lenti á Reykjavíkurflugvelli. Þá er talað um að mjög stór og mikilvægur útgefandi hafi haft samband við þá í gegnum vefsíðuna Myspace og spurt hvort þeir hafi skrifað undir útgáfusamning hjá einhverjum. Svar Jakobínurínu var eitthvað á þennan veg: „Fuck off. We’re with Rough Trade.“ En eins og fram hefur komið skrifaði Jakob- ínarína undir útgáfusamning við Rough Trade á árinu. Sveitin kom id © Lítið hefur borið á hljómsveftinni Foreign Monkeys sem vann Músíktilraunir í ár. Sveitin kom síðast fram á lceland Airwaves-hátíð- inni í ár, en góður rómur var gerður að tónleikum þeirra þar. Heyrst hefur að breiðskífa sé á næsta leiti hjá drengjunum pg hafa þeir talað við Magnús Öder um að taka upp plötuna. Magnús þessi er með efnilegri upptökustjórum landsins þessa dagana en hann tók meðal annars upp frumburð Lay Low, Please Don’t Hate Me, og hefur hlotið mikið lof fyrir. Mikill metnaður ku vera í sveit- inni að gefa út góða plötu og hugmyndir eru uppi um að leita út fyrir landsteinana að hljóð- veri til að taka gripinn upp. tækjum. í dag þarf maður að spila í plötubúðum, gefa áritaða gítara og setja upp Myspace-síðu. My- space er dauð, búið spil.“ Preston hélt áfram og gagnrýndi síðuna fyrir að vera í eign fjöl- miðlarisans Ruperts Murdochs. „Hún er í eigu Ruberts Murdochs, fjandinn hafi það! Myspace er gott dæmi um eitthvað sem virð- ist vera meðal almúgans en er í raun hluti af fjölmiðlarisa. Hvers konar manneskja hangir þarna allan dag- inn? ég á 12.400 vini þarna en hef ekki hitt neinn þeirra.” Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar virtist ósáttur við umfjöllun gagnrýnanda Blaðsins um plötu stna, Annan dag. í tölvupósti sem hann sendi til Blaðsins byrjar Friðrik reyndar á því að þakka fyrir skrifin en furðar sig svo á því að ungur maður, sem er í FÍH eins og hann, kenni hann við Idolið. Að lokum segist Frið- rik vona að blaðamaður fái að kynnast því einn daginn að lifa eingöngu á tónlist. Friðrik virðist fara mannavillt með bréfinu en Atli Fannar Bjarkason, blaða- maðurinn sem skrifaði dóminn, kannast ekkert við að stunda nám við FÍH. Þá hefur hann lítið haft sig í frammi við að reyna að lifa á tónlistarflutningi einum saman þrátt fyrir að hafa stigið nokkrum sinnum á svið síðustu ár. Fyrri hæðum náð Hljómsveitin Deftones hefur verið í uppáhaldi hjá mér frá þvi ég heyrði fyrstu plötu hennar, Adrenaline. Það var ekki fyrr en árið 2003, þegar þeir gáfu út plötu samnefnda sveitinni, sem ég missti hálfpartinn trúna á þeim. Platan var alls ekki nógu sann- færandi og ég lét mér nægja að hlusta á fyrri verk. Með Saturday Night Wrist hefur Deftones tekist að sigra hjarta mitt aftur og rúmlega það. Saturday Night Wrist er ótrúlega heilsteypt plata og nær að skapa and- rúmsloft fyllt drunga og myrkri út í gegn. Blessunarlega minnir stíllinn á þriðju plötu þeirra, White Pony - sem lesendur Blaðsins kusu bestu plötu sveitarinnar í október. Á henni, líkt og á Saturday Night Wrist, fær hart rokk að njóta sín samhliða poppi og raftónlist. Það eru ekki margar hljómsveitir sem komast upp með að blanda þessum stefnum saman en Deftones tekst það frábærlega vel. Aðdáendur sveitarinnar hafa marg- ir beðið eftir að sveitin næði fyrri hæðum og með tilkomu Saturday Night Wrist er takmarkinu náð. Lög eins og Hole in the Earth, Beware, Cherry Waves, Mein, Xerces eru með Deftones Saturday Night Wrist White Pony- stíllinn kominn aftur Höröu lögin missa marks þeim allra bestu sem sveitin hefur samið og gerði gæsahúðin oft vart við sig hjá undirrituðum við hlustun- ina. Eina bakslagið er að allra hörð- ustu lögin missa örlítið marks, líkt og staðreyndin var með lagið Elite á White Pony. Saturday Night Wrist er gott dæmi um að ef rétt er farið með hart rokk, popp og raftónlist verður úr bragð- góð kaka með þykku kremi sem veld- ur ekki vonbrigðum. Sveitinni hefur tekist að ná fyrri hæðum og er kom- in aftur með eina bestu rokkplötu ársins. atli@bladid.net Henta ungir og óreyndir upptökumenn idolplötunum? Nýtt blóð í bransanum Idolævintýrið virðist engan enda ætla að taka þrátt fyrir að sjón- varpsþátturinn hafi runnið sitt skeið. Tvær idolplötur komu ný- lega út, frá Hildi Völu og Bríeti Sunnu og sú þriðja, frá Helga Rafni, kemur út í nóvember. Idolplöturnar sem komið hafa út á síðustu árum hafa flestar þótt keimlíkar að uppbyggingu. Þáttur id- olstjörnunnar er oftast takmarkaður við sönginn og kemur hún sjaldnast nálægt lagasmíðum og hljóðfæraleik. Reyndir hljóðfæraleikarar sjá oftast um undirspil og reyndustu upptöku- menn bransans sitja iðulega við takkana. Tími til að breyta? En er kominn tími til aðbreytatil.eðaeruþess- • r ar svokölluðu idolstjörn- ur að syngja sitt síðasta? Nútímaupptökutækni hefur komið af stað bylt- ingu þar sem nánast hver sem er getur tekið sig til og komið sér upp topp-upptökubún- aði fyrir lítinn pen- í ing miðað við hvað tíðkaðist á árum áður. Það hefur hleypt nýju blóði í bransann þar sem ungir og efnilegir upptökumenn hafa komið sér á framfæri. Nýútkomin breiðskífa tónlistar- konunnar Lay Low var tekin upp að mestu leyti í svefnherbergi í miðbæ Reykjavíkur. Platan hefur selst vel og setið á meðal efstu platna á tónlistan- um frá því hún kom út. Plötur Hildar Völu og Bríetar Sunnu hafa aldrei komist upp fyrir hana þrátt fyrir góða markaðssetningu. Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu, segir upptökuferli plötu Lay Low hafa hentað tónlist plötunnar vel en eigi ekki endilega við aðrar plötur. „Allar þessar ágætu idolstjörnur og plöt- ur þeirra eru í beinu samhengi við það sem viðkomandi flytj- endur vildu gera,“ segir Eiður. Mikilvæg reynsla Reynsluboltar eins og Þor- valdur Bjarni, Jón Ólafsson og Þórir Úlfarsson eru meðal þeirra sem tekið hafa að sér að stýra upptökum á idolplötum en Eiður segir meg- inástæð- una fyrir því að þeir séu valdir vera gríðarleg reynsla þeirra, sem kemur sér vel þegar stjórna á upptökum óreyndra listamanna í hljóðveri. Magnús Öder tók upp nýútkomna plötu Lay Low að stórum hluta í svefn- herberginu heima hjá sér. Hann segir ekkert skrítið að reyndir menn séu valdir við upptökur á idolplötunum. „Þeir eru klárir og snöggir að fara inn í hljóðver og klára verkið vel,“ segir Magnús. Magnús segir að það væri skemmti- legt að sjá idolstjörnurnar velja óhefðbundnari leiðir við upptökur á plötunum sinum en bætir við að reynsla upptökumanns skipti miklu máli þegar unnið sé með óreyndum söngvurum. „Upptökumaðurinn er náttúrlega að stýra vinnuferlinu ro- salega. Það þarf að leiðbeina óreynd- um söngvurum í gegnum ferlið. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa reyndan mann í verkinu." Sjónvarpsþátturinn X-Factor hefst í nóvember. Eiður segir óákveðið hvort Sena sjái um útgáfu sigurveg- ara X-Factor, en býst ekki við að form slíkra platna verði brotið upp verði að þeirri útgáfu. atli@bladid.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.