blaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006
blaöiö
Guðmundur Pálsson er einn meðlima í Baggalúti
Það ber mikið á gárungunum
í Baggalúti um þessar mundir.
Auk þess að halda úti einum
vinsælasta vef landsins láta
þeir að sér kveða í útvarpi
og á tónlistarsviðinu og von
er á plötu með alræmdum
jólalögum þeirra.
BlaWFrikki
Baggalútur hefur á aðeins
fimm árum þróast úr því
að vera vettvangur fyrir
einkahúmor nokkurra
menntaskólapilta yfir í hálf-
gerða menningarstofnun sem teygir
anga sína víða. Baggalútur.is hefur
um langt skeið verið einn vinsælasti
íslenski vefurinn, plötur hljómsveit-
arinnar seljast grimmt auk þess sem
þeir félagar hafa látið að sér kveða í
bókaútgáfu og útvarpi.
Guðmundur Pálsson, félagi í Bagga-
lúti, segir að þeir hafi ekki búist við
því að vefsíðan yrði jafnvinsæl og
raun ber vitni og að þeir haldi sínu
striki þrátt fyrir þær.
„Þetta hefur alltaf verið nokkurn
veginn eins. Auðvitað reynum við að
gera eitthvað sem við búumst við að
falli í kramið og sé skemmtilegt.
Einu sinni reyndum við að selja
auglýsingar inn á vefinn en það
gekk ekki nógu vel. Okkur fannst
ekki mjög spennandi að vera að
taka pláss sem við gætum notað
sjálfir fyrir auglýsingar til dæmis
frá Framsóknarflokknum sem aug-
lýsti mikið hjá okkur á sínum tíma.
Við ákváðum í framhaldi af þeirri
tilraun að það væri ekki fyrir okkur,“
segir Guðmundur.
Mikilvægt að taka frí
Sex manns vinna efni fyrir Baggalút
og eru menn misvirkir. Guðmundur
segir að andleysis eða stöðnunar hafi
ekki orðið vart enda taki sexmenn-
ingarnir sér alltaf gott sumarfrí frá
Baggalúti.
„Við lokum sjoppunni og tökum
okkur alltaf frí og gefum um leið
öðrum frí frá okkur. Það er mjög
mikilvægt."
Á Baggalúti kennir ýmissa grasa en
eitt vinsælasta efni vefsins eru án efa
furðufréttirnar sem eru færðar í stíl-
inn á gamansaman hátt. Guðmundur
segir að hugmyndirnar að efninu
komi víða að.
„Oft sér maður mynd einhvers
staðar og þá kviknar skemmtileg
hugmynd. Fólk kemur sér f mjög
furðulegar aðstæður og birtir myndir
af því á Internetinu þar sem allir kom-
ast í þær. Við furðum okkur mjög á
þessu, hvað fólk er eiginlega að hugsa.
Stundum dettur manni eitthvað f hug
á leið í vinnuna eða yfir morgunkaff-
inu. Síðan getur maður líka sett sig í
stellingar og ætlað að skrifa eitthvað.
Það er yfirleitt verra og tekur lengri
tíma,“ segir Guðmundur og hlær.
Berum virðingu fyrir Vigdísi
Þó að Baggalútur.is njóti almennra
vinsældahefurefnisíðunnarstundum
farið fyrir brjóstið á fólki.
„Einu sinni var kona nafngreind í
frétt sem var með fyrirsögnina Kona
elur sel. Eiginmaður alnöfnu þessarar
konu sendi okkur tölvupóst og var svo-
lítið mikið niðri fyrir. Hann var alls
ekki reiður en honum þótti ekkert
rosalega skemmtilegt að alnafna kon-
unnar hans hefði alið sel þannig að
við bara breyttum nafninu á henni.
Síðan hefur verið kvartað yfir
fréttum sem tengjast Vigdísi Finn-
bogadóttur. Það var alla vega mjög
viðkvæmt en við höfum alltaf sagt
að við berum mjög mikla virðingu
fyrir Vigdfsi og erum meira að segja
með myndir af henni á veggjum hjá
okkur. Það myndi ekki hvarfla að
okkur að gera lítið úr henni,“ segir
Guðmundur.
Þó að stjórnmálamenn geti verið
hörundsárir og taki gríni misvel seg-
ist Guðmundur aldrei hafa fengið nei-
kvæð viðbrögð frá þeim.
„Við höfum oft hitt stjórnmálamenn
sem við höfum verið að skrifa um og
þeir hafa alltaf verið jákvæðir. Ég held
líka að þetta sé aldrei rætið grfn. Við
erum ekki að níða neinn eða neitt
slíkt,“ segir Guðmundur og bendir
jafnframt á að forystugreinar séu til
dæmis skrifaðar undir nafni tilbú-
inna karaktera sem þeir hafa þróað.
„Þegar einhver skrifar forystugrein
sem er til að mynda andfemínísk þá
er það ákveðinn karakter sem er að
skrifa en ekki við.“
Við erum ekki Auður Haralds
Þó að Baggalútur væri ein vinsæl-
asta vefsíða landsins vissi lengi vel
enginn hverjir stæðu að baki henni.
Baggalútsmenn skrifuðu ekki undir
eigin nöfnum heldur notuðust við
tilbúnar persónur sem hver hafði sín
einkenni.
„f upphafi var það hluti af gríninu að
geta notað þessa karaktera sem höfðu
sínar skoðanir og kreddur. Maður
getur ekki sett andlitið á sjálfum sér
við þau skrif, sérstaklega ef maður
er ekki sammála þeim,“ segir Guð-
mundur. Síðan skapaðist viss spenna
og dulúð út af nafnleysinu og segir
Guðmundur að fjölmiðlar hafi til
dæmis haft gaman af því að taka
myndir af þeim þar sem andlitin sá-
ust ekki.
f kjölfar vinsælda síðunnar komust
á kreik ýmsar kenningar um hverjir
huldumennirnir væru.
„Ein skemmtilegasta kenningin var
sú að Auður Haralds væri allir karakt-
erarnir. Auður Haralds er náttúrlega
mjög fyndin, skemmtileg og klár
kona en við erum ekki Auður Haralds
og hún er ekki við,“ segir Guðmundur
og hlær.
Hulunni var svipt afþví hverjir raun-
verulega stóðu að Baggalúti árið 2004
þegar þeir félagar gáfu út bókina Sann-
leikurinn um Island. „Það hefði verið
erfitt að kynna hana og jafnvel árita
í einhverjum dulargervum," segir
Guðmundur og bætir við að í kjölfar
útvarpsinnslaga sem þeir unnu fyrir
Rás tvö hafi blaðamaður á DV flett
ofan af þeim.
„Við stofnuðum fyrirtæki í tengslum
við það og það birtist í Lögbirtinga-
blaðinu. Blaðamaður á DV lá yfir Lög-
birtingablaðinu til að athuga hverjir
væru að stofna ný fyrirtæki og hann
birti nöfn okkar og meira að segja
heimilisföng og fannst það greinilega
mjög fréttnæmt."
Nýstárleg jólalög
Auk þess að hafa haldið úti vefnum
góða, gefið út bók og unnið i útvarpi
er Baggalútur ekki síst þekktur fyrir
afrek sín á tónlistarsviðinu. Guð-
mundur segir að allir hafi þeir fengist
við tónlist áður en vefsfðan var sett
á laggirnar og sumir meira að segja
unnið saman í menntaskóla.
„Árið 2001 ákváðum við að gera
\’ l/
Belladonna flytur Hf
rinnii m t rlriii miin ..'nL
Opnum í dag nýja
og glæsilega verslun
í Skeifunni 11
í tilefni af opnuninni
verður 20% afslóttur af
öllum vörum í dag og ó morgun
w'm]} >
( l •
i
^ i
www.belladonna.is Opið mán-fös 11-18, laugardaga 11-15 llbelladonnan
Skeifan 11,108 Reykjavík