blaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 blaöiö INNLENT HRAÐAKSTUR Tekinn á 125 kílómetra hraða Rúmlega tvítugur karlmaður var stöðvaður fyrir of hraðan akstur á Egilsstöðum í gærmorgun. Maðurinn mældist á 121 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 50. Maðurinn var sviptur ökuréttindum og gæti átt von á 70.000 króna sekt. LÖGREGLA Bitinn af hundi Maður var bitinn í lærið af hundi en eigandi dýrs- ins og fórnarlambið höfðu verið aö rífast vegna viðskipta. Lögreglan var kölluð til og samkvæmt henni var ekki Ijóst hversu mikil meiðslin voru né bar mönnunum saman um atburðarásina. REYKJAVÍK Kalkofnsvegur opnaður á ný Kalkofnsvegur hefur verið opnaður á ný eftir þrengingar síðustu daga og eru nú tvær akreinar í hvora átt. Nýtt frárennslisrör hefur verið lagt samhliða Kalkofnsvegi að Hverfisgötu. (fram- haldinu verður rörið lagt þvert á Lækjargötu norðan viö Hverfis- götu og er ráðgert að hefja þær framkvæmdir í næstu viku. Skýrsla Sameinuðu þjóðanna: Island næstbest í árlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um lífsgæði í heiminum kemur fram að hvergi er betra að búa en í Noregi, Islandi, Ástralíu, írlandi og Svíþjóð. Hinsvegar eru lífsgæði lítil í Afríku og þeim fer hnignandi vegna vaxandi út- breiðslu eyðnisjúkdómsins. Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna hefur lagt mat á lífs- gæði í löndum heims allar götur frá 1990. Könnunin staðfestir hin augljósu sannindi að íbúar ríkra þjóða eru almennt séð heil- brigðari og hafa fleiri tækifæri til menntunar en íbúar í fátækum ríkjum. Hinsvegar eru á þessu undantekningar. Víetnamar eru fátækir en þar er betra að búa en í mörgum ríkari ríkjum. Þessu er þveröfugt farið með Barein. Þjóð- artekjur þar eru tvöfalt hærri en í Chiíe en þar er hinsvegar betra að búa sökum þess að stjórn- völd í Barein verja litlu fé til menntamála. FYRIRTÆKI & VERSLANIR HEHVAniAusmn í uM'búvum papplr. gjafapokar • pakkaskraut • gjafabönd greinar • borðar • öskjur • silkiblóm • slaufur Melabraut 19 • 220 Hafnarfiröi • Slmi 575 0200 • danco@danco.is H II )A E 1 L III NCO >VE RSLU N RUM í ÚRVALI mið og gerið góð kaup Varnarliðssala Geymslusvæðisins - Sigtúni 40 I Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud. 1 12-18 12-18 12-18 12-21 10-18 10-18 12-18 Unglingarúm Barnarúm Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi: Margir slást um örfá sæti listans ■ Fjórir þingmenn bjóöa sig fram ■ Árni Johnsen leitar eftir endurkjöri Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net Tíu frambjóðendur og þar af fjórir þingmenn og tveir fyrrverandi þing- menn berjast um efstu fjögur sætin á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjör- dæmi. Kosið verður í prófkjörinu á morgun en um 5.500 manns eru á kjörskrá. Reiknað er fastlega með því að Árni M. Mathie- senfjármála- ráðherra muni fá umboð til að leiða listann en óvíst er hvort Árni Johnsen, fyrrverandi þing- maður, nái að tryggja sér öruggt sæti. Árni óþekkt stærð „Árni Johnsen er óþekkt stærð í prófkjörinu. Það veit enginn hvað hann mun gera og hversu mikið bakiand hann hefur,“ segir Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur og verkefna- stjóri hjá Félagsvísindastofnun. „Annað hvort kemur Árni til með að fá örugga kosningu í annað sætið eða hreinlega kolfalla.“ Sjálfstæðisflokkurinn fékk þrjá þingmenn kjörna í Suðurkjördæmi í síðustu kosningum eða um 7.300 m sæl ^ ha atkvæði sem jafngildir 29,2% allra atkvæða í kjördæminu. Töluverðar líkur eru á þvi að flokkurinn bæti við sig einu þingsæti í næstu kosn- ingum og jafnvel tveim. Kristján Páls- son, fyrrverandi þingmaður, hefur snúið aftur en hann klauf sig frá flokknum eftir að honum var hafnað í uppstillingu á lista fyrir síðustu kosningar og var með sérframboð. Þá býður Gunnar Örn Örlygsson þingmaður sig fram í þriðja til fjórða sæti en hann skipti yfir í Sjálf- stæðisflokkinn úr Frjáls- lynda flokknum á miðju kjörtímabili. Einar segir á brattann að sækja fyrir Kristján og Gunnar og hann gerir ekki ráð fyrir að þeir hljóti góða kosningu. „Sjálfstæðis- menn hafa aldrei í svona prófkjörum lyft fólki hátt upp sem kemur frá öðrum flokkum. Það er því líklegt að Gunnari komi ekki til með að ganga vel. Eins er það með Kristján Pálsson. Það eru mjög margir sjálf- stæðismenn sem hafa ekki fyrirgefið honum þetta sérframboð síðast “ Mikiðaf körlum Drífa Hjartardóttir þingmaður hefur leitt sjálfstæðismenn í Suð- FRAMBJÓÐENDUR í SUÐURKJÖRDÆMI Árni M. Mathiesen ÁrniJohnsen Drífa Hjartardóttir Kjartan Ólafsson Kristján Pálsson Björk Guðjónsdóttir Guðjón Hjörleifsson Gunnar Örn Örlygsson Kári Sölmundarson Grímur Gíslason Helga Þorbergsdóttir Unnur Brá Konráðsdóttir Birgitta Jónsdóttir Klasen 1. sæti 1.-2. sæti 2. sæti 3.-4. sæti 4. sæti . 5. sætið 5.-6. sæti urkjördæmi frá þvf Árni Ragnar Árnason féll frá á miðju kjörtímabili. Hún sækist nú eftir öðru sæti og er að öllum líkindum eina konan sem hefur raunhæfa möguleika á því að tryggja sér eitt af fjórum efstu sætunum. Þá er einnig spurning með þá Guð- jón Hjörleifsson og Kjartan Ólafsson þingmenn, en hvorugur hefur haft sig mikið í frammi á yfirstandandi kjörtímabili. Það eitt og sér gæti skaðað framboð þeirra að mati margra sem Blaðið ræddi við. Einar segir allt útlit fyrir að karl- menn muni raða sér í fjögur af fimm efstu sætunum og það gæti haft áhrif á gengi flokksins í næstu kosningum. ,Ef Drífu gengur ágætlega og endar í öðru sæti þá er Sjálfstæðisflokkur- inn í ágætis málum í kjördæminu. En ef hún fer að hrynja niður list- ann og endar í fjórða eða fimmta þá getur það haft slæm áhrif.“ Arni jonnsen, ryrrverandi þingmaður Óþekkt stærð og líklegur til alls. Spurning hvort kjósendur hafi fyrirgefið honum. Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra I Kemur nýr inn í kjördæmið úr Kragan- um. Ætti að vera öruggur i fyrsta sæti. Hafnarfjörður hafnaði umsókn um breytingar fyrir fatlaða: KFC fær ekki lyftu „Sem betur fer skiptir það ekki máli lengur,“ segir Kristín Helga- dóttir, framkvæmdastjóri skyndi- bitastaðarins KFC í Hafnarfirði, en bæjaryfirvöld í Hafnarfirði höfn- uðu leyfi fyrir lyftu handa fötluðum. Ástæðan fyrir því að beiðninni var hafnað mun vera sú að ummál, burð- argeta og breidd dyra var ekki sam- kvæmt byggingarreglugerð. „Þetta kom ekki að sök að lokum því neðri hæðin mun eingöngu verða borðsalur,“ segir Kristín en það þýðir að engin þjónusta verður niðri og því óþarft að hafa lyftu. Að- spurð hvað gerist ef salurinn á efri hæðinni verður þéttsetinn en ekki sá neðri segist Kristín hafa það mikla trú á fólki að hún telji að fólk færi sig þá. Lokaði á mánudag KFC staðnum lokað vegna framkvæmda. BlaWFrikkl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.