blaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 22
blaðiö Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulitrúi: Ár og dagurehf. Sigurður G. Guðjónsson Sigurjón M. Egilsson Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Janus Sigurjónsson Hvalkjötssala ríkisins Eitthvað það aulalegasta sem gert hefur verið lengi er samkomulag Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra og Kristjáns Loftssonar hvalafangara. Það er svo fjarri öllu lagi að samkomulag þeirra félaga hafi eitthvað með sjálfsákvörðunarrétt íslensku þjóðarinnar að gera, asnastrik þeirra hafa ekkert með okkur hin að gera. Það er reyndar með hreinum ólíkindum að félagar Einars í ríkisstjórn íslands hafi lagt blessun sína yfir þessa lifandis vitleysu. Eftir að þeir félagarnir ákváðu vitleysuna hefur hver þvælan rekið aðra. Þeir félagar gleymdu að fá úttekt á matvinnslustöðinni í Hvalfirði og enn er óvíst hvort afurðir af þeim sjö hvölum sem þeir veiddu geti farið til manneldis. Svo er hitt að það skiptir kannski engu máli, engir kaupendur hafa fundist að kjötinu og ekki er nokkur möguleiki að við íslendingar étum kjötið þeirra Kristjáns og Einars, og varla þeir sjálfir. Augljós eft- irsjá greip þá félaga þegar þeir höfðu skotið sjö af þeim níu hvölum sem þeir ætluðu að fanga. Fyrirslátturinn fór langt með að toppa aðra vitleysu í málinu, ástæðan var sögð sú að dimmt væri í nóvember og veður válynd. Hver vissi það ekki? Vissu Kristján og Einar ekki að hvalveiðar voru ekki stundaðar á þessum árstíma áður en þeir hlupu á sig og ruku af stað? Kom þeim á óvart að dimmt er stóran hluta sólarhringsins í nóvember? Eða var ástæðan fyrir því að veiðum var hætt sú að nóg er að eiga verðlausar afurðir af sjö stórhvelum og ástæðulaust var að bæta meiru við þær verð- lausu afurðir? Mikið má vera ef asnaskapurinn hefur ekki fælt marga íslendinga frá því að vilja að við tökum upp hvalveiðar á ný. Trúlegast er helsti ávinn- ingur þeirra félaga sá að hafa fælt fólk frá þeirra eigin málstað og þeir hafa trúlegast unnið til þess að ekki verður minnsti vilji meðal íslendinga til að byrja þar sem frá var horfið fyrir tuttugu árum. Með þessum ein- stöku veiðum hefur þjóðin orðið fyrir skaða, álit okkar út á við hefur beðið hnekki, við erum ekki eins marktæk í umræðu um umhverfismál eins og helst yrði á kosið og Islendingar þurfa að gjalda kjánaskaparins hér og þar í heiminum. Ef sjávarútvegsráðherra hefði viljað taka alvöru ákvörðun um hval- veiðar þá væri staðan önnur. Þá hefði þurft að kynna veiðarnar með fyrir- vara, athuga hverjir hefðu viljað veiða, hverjir gætu unnið afurðirnar til manneldis og hver hefði viljað borða kjötið. Ekkert af þessu var gert. Við höfum orðið að athlægi og fslendingar verða að gjalda vitleysunnar hér og þar. Við höfum ekki með nokkrum hætti sýnt heimsbyggðinni að við virðum okkar eigin sjálfsákvörðunarrétt, alls ekki. Auk álitshnekkis þarf að kosta til hundruðum milljóna til að reyna hvað hægt er að gera til að draga úr afleiðingum vitleysunnar og sennilega kemur það í hlut Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra eða annarra kerfiskarla að gera allt sem þeir geta til að fá Japana til að víkja af leið og kaupa af okkur kjötið. Það yrði til að kóróna þvæluna að þjóðin kosti hundruðum milljóna til að draga úr afleiðingum hvalavitleysunnar og að íslenska ríkið þyrfti að standa í hvalkjötssölu. Hver var tilgangurinn og sáu þeir sem ráða ekki vitleysuna fyrir? Sigurjón M. Egilsson Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins PÓSTURINN Framtíðar- og jólastörf við móttöku og afgreiðslu íslandspóstur hf. óskar eftir afgreiðslufólki til starfa á pósthús víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu nú fyrir jólin og til frambúðar. Við leitum að sjálfstæðu. úrræðagóðu og þjónustulunduðu starfsfólki sem þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar gefur Heiða í síma 580-1263. Umsóknum skal skilað til: íslandspóstur hf. Stórhöfða 29. 110 Reykjavík. merkt ..afgreiðslustarf'. Einnig er hægt að sækja um á heimasíðu íslandspósts: www.postur.is ( ^y/r, ívna.'P I h á mi { ) -tvttm/k, ^mTfíLj Itl l >/ie» n£> fcom V TrL VYKfltiN/l 1 'EínS dc?£G er w >A "ER tfi // \ TNHþin srmí IVó )TWá^LViv/l7T / I RÍGÆíM J m 22 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 blaöiö Vorboði úr vestri Það er ánægjulegt að sjá þau straumhvörf sem virðast vera í bandarískum stjórnmálum. Sigur demókrata og afsögn Rumsfelds eru vonandi bara byrjunin á breytinga- skeiði vestra. Það eru mikilvægar breytingar fyrir okkur öll. Öfga- öflin í Hvíta húsinu hafa einfaldlega ógnað stöðugleika í heiminum og aukið á sundrung. Hér á Islandi hljótum við að taka þessu sem vorboða - fyrirboða um að taglhnýtingar Bush-stjórn- arinnar, ríkisstjórn Islands, verði felld og nýir vendir fengnir til að sópa stjórnarráðið. Fyrsta verkefni þeirrar ríkisstjórnar hlýtur einmitt að verða að afturkalla stuðning Is- lands við innrásina í írak og þvo þannig hendur Islands af því stríði. Leiðir á sjálfum sér Ríkisstjórnin verður fallinu fegin því enginn er eins leiður á henni og hún sjálf. Enda stekkur hver ráðherr- ann af öðrum til annarra starfa. Þær breytingar eru lýsandi fyrir stærsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar sem er óstöðugleikinn. Undir lok síðustu aldar vöknuðu vonir okkar um að við hefðum sigr- ast á helsta vandamáli okkar sem voru stöðugar sveiflur. Fyrirtæki og fólk mátti búa við á víxl mikla þenslu og vöxt og snöggan samdrátt, eins og svolítill efnahagsrússíbani. I slíku samfélagi er erfitt að gera áætl- anir og halda uppi aga. Verðbólgan sem þessu fylgdi og sveiflurnar í vaxtastigi orsökuðu enda hverja kollsteypuna á fætur annarri. Það kostaði gríðarlegt átak að skapa stöðugleikann, mikla sam- stöðu og fórnir hjá mörgum. En þessi ríkisstjórn er orðin svo þrek- Helgi Hjörvar laus að hún hefur misst okkur aftur í óstöðugleikann. Þess vegna er stærsta verkefni okkar að fela nýrri stjórn að endurheimta stöðugleik- ann og leggja drög að því að kveðja krónuna, en skapa heimilum og fyr- irtækjum sama stöðugleika, verð- bólgu og vaxtaumhverfi og er í lönd- unum í kringum okkur. Aðhellaáliáeld Allir sjá að hluti af ógninni við stöðugleikann hefur verið sú stefna ríkisstjórnarinnar að færa okkur nær bandarískri tekjuskiptingu í anda Bush og félaga. Svo ótrúlegt er skatta- og bótakerfi okkar orðið að í stað þess að þeir sem mestar tekjur hafa greiði hæsta hlutfallið þá er það öfugt. Millitekjufólk hefur tekið þungann af aukinni skatt- byrði, en lífeyrisþegar og láglauna- fólk greiðir ofurskatta vegna tekju- tenginga í kerfinu. Það þarf nýtt fólk til að skera upp þetta kerfi og einfalda til muna. Nýrrar stjórnar bíður það meðal annars að hætta að tengja bætur við tekjur maka, en líta á hverja manneskju sem sjálfstæðan einstakling. Það vinnur gegn launamisrétti kynja því það bitnar mest á konum og um leið og við einföldum kerfið gefst tæki- færi til að aflétta launaleyndinni til að vinna á enn einu verkefninu sem ríkisstjórnin hefur sannanlega engum árangri náð í sem er launa- misrétti kynjanna. En þótt framfaraverkefni sem rík- isstjórnin hefur ekki þrek í blasi við um allt er hún þó dugleg við eitt, að hella áli á eld og ofþenja hagkerfið og samfélagið í þágu þungaiðn- aðar. Og að þessu leyti verður það verkefnið næsta vor að draga að sér hendurnar. Leyfa íslensku atvinnu- lífi að vera í friði fyrir stjórnmála- mönnum með stórar verksmiðjur, en leggja áherslu á að efla menntun og aftur menntun. Þessi leiðangur hefst á morgun með prófkjöri Samfylkingarinnar. Höfundurer þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík. Klippt & skorið Prófkjörsbaráttanfelstekkiaðeinsíhring- ingum og hreinum áróðri. Á vef Helga Hjörvar, alþingis-V manns Samfylkingarinnar, V (www.helgi.is) má þannig " finna prófkjörsgetraun Sam- fylkingarinnar i Reykjavík. Þar geta menn raðað upp frambjóðendum í þeirri röð, • sem þeirtelja líklegastað þeirhreppi íprófkjör- inu sjálfu, sem fram fer á morgun. Viðmótið er afar einfalt og gefur kost á því að skipta um skoðun, lyfta mönnum upp listann eða senda þá lóðbeint niður. Svo skrá menn nafn og net- fang og senda inn. Dregið verður úr hópi þeirra sem hafa rétt svör og fær einn þeirra óvæntan glaðning. Ætli það sé varaþingsæti? Bloggheimar hafa getað velt sér vendi- lega upp úr umræðu frjálslyndra þjóðhyggjusinna um innflytjendur og þannig vekur Orðið á götunni (ordid.blog.is), persónuleg bloggsíða Andr- ésar Jónssonar, formanns ungra jafnaðarmanna, athygli á því að Magnús Þór Haf- steinsson, þingflokksformaður frjálslyndra, hafi sjálfur verið nýbúi í Noregi um 15 ára skeið. Steingrímur Sævarr Ólafsson afhjúpar þó enn meira, því hann greinir frá orðaskiptum Magnúsar og Steingríms J. Sigfússonar í hliðarsal Alþingis, sem alþjóð hefur séð f sjónvarpi en án orða. Óhætt er að segja að Grímur hafi enga tæpitungu talað við norska nýbúann. Sjálfstæðismenn í Suðvesturkjördæmi eru líka í prófkjörsbaráttu og mikill atgangur. Mestur sjálfsagt hjá Ármanni Kr. Ólafssyni í Kópavogi, sem auglýsti í gær ákall frá stuðn- ingsmönnum í blöðum og á heimaslðu, en talsverða athygli vakti að ( þeim hópi voru þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Bjarni Benediktsson, sem allir ganga út frá i forystu listans. Enginn var þó jafnhissa á stuðningi þeirra og þau Þorgerður Katrín og Bjarni, sem aðeins höfðu lofað að koma í kaffi- spjall á kosningaskrifstofu hans en engum stuðningi. andres.magnusson@bladid.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.