blaðið - 01.12.2006, Síða 20

blaðið - 01.12.2006, Síða 20
20 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 blaöiö Símar alþingismanns hleraðir: Dómari til að kallaður í ráðuneyti samþykkja hlerun ■ Óeðlileg framkvæmd ■ Loftkenndar ásakanir ■ Vill öll skjöl á borðið ■ Ætlar alla leið Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bIadid.net Sakadómari setti dómþing í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu að beiðni ráðuneytisstjóra til þess að hægt væri að leyfa hleranir á Hanni- bal Valdimarssyni, þáverandi for- seta Alþýðusambands Islands og alþingismanns. Þetta kemur fram í gögnum um hleranir sem Þjóð- skjalasafnið hefur látið Ólafi Hanni- balssyni, syni Hannibals, í té. Ólafur segir framkvæmd málsins gagnrýn- isverða og að beiðni um hleranir hefðu byggst á loftkenndum ásök- unum. Hann krefst þess að öll skjöl um hleranir verði gerð opinber og hyggst leita réttar síns hjá Mann- réttindadómstólnum í Strassborg ef þurfa þykir. Óþolandi samkrull „Ég veit ekki hvort það þótti óvenjulegt á þessum tíma að dóm- ari færi upp í ráðuneyti til að skrifa undir beiðni en nú til dags ættu skilin milli framkvæmdavalds og dómsvalds að vera skýrari," segir og mætti sérstaklega i ráðuneytið í þeim erindagjörðum. Var þar settur dómur og beiðnin samþykkt. Loftkenndar ásakanir Ólafur segir málið allt hið ein- kennilegasta og þær ástæður sem lagðar eru fram beiðninni til stuðn- ings órökstuddar. „Þetta er mjög loft- kennt því það koma engin ákveðin sakarefni fram í beiðninni.“ Ólafur lagði upphaflega fram beiðni um óheftan aðgang að öllum skjölum um hleranir á Islandi frá árinu 1949 til dags- ins í dag. Aðeins hefur verið fallist á aðgang að skjölum er varða föður hans en Ól- afur segist ekki hafa látið af fyrri kröfu sinni um að öll skjöl verði gerð opin- ber. „Ef yfirvöld halda áfram að tregðast við beiðni minni þá mun ég reyna dómstólaleið- ina og jafnvel fara út fyrir landsteinana ef á þarf að halda.“ Bjarni Benediktsson, þaver-| andi ráðherra Barðist gegn hlerunum á 4. áratugnum en lét sjálfur hlera andstæðinga sína tæpum 30 árum síðar Hannibal Vaidimarsson, þáverandi forseti ASÍ og alþingismaður Sfmar hans voru hleraðir að skipan dómsmálaráðherra Óeðlileg fram- kvæmd og mátt- lausar ásakanir Ólafur Hannibalsson, blaðamaður Ólafur Hannibalsson. „Eðlilegra hefði verið að ráðuneytisstjóri færi til dómsvaldsins en kveddi ekki dómsvaldið til sín. Þetta samkrull dómsvalds og framkvæmdavalds er ekki þolandi.“ Baldur Möller, þáverandi ráðu- neytisstjóri dómsmálaráðuneytis- ins, lagði fram beiðni um hlerun á síma Hannibals Valdimarssonar í lok febrúar árið 1961. Á þeim tíma var Bjarni Benediktsson starfandi dóms- og kirkjumálaráðherra. I beiðninni kemur fram að óttast sé um starfsfrið Alþingis og ástæða sé til að ætla að öryggi ríkisins stafi hætta af. Ekki er greint frá því hvað það er sem veldur áhyggjum manna. Valdimar Stefánsson, þáverandi sakadómari, heimilaði hlerunina Ósló afþakkar styttu af Ólafi konungi: Ólafur Noregskonungur Margir vilja meina að styttan líkist um of j| fasískum einræðisherra. Sú hægri of fasísk Óslóarborg hefur afþakkað að setja upp styttu arkitektsins Knuts Steens af Ólafi Noregskonungi. Upp- haflega stóð til að setja sty ttuna upp á Ráðhústorginu í Ósló. Per Ditlev-Simonsen, borgarstjóri Óslóar, segir í viðtali við Verdens Gang að það hafi verið afskaplega erfið ákvörðun að neita að setja upp styttuna. „Ég tel það mjög erf- itt að finna rétta blöndu af konung- legri tign og alþýðleika. Minningin um Ólaf konung er mjög sterk í huga Norðmanna, sem gerir það að verkum að við erum að leita að einhverju sem við höfum enn ekki fundið.“ Fjölmargir hafa gagnrýnt stytt- una og þá sérstaklega hægri hönd Ólafs og segja að hann líkist helst fasískum einsræðisherra. Styttan hefur kostað borgina tvær milljónir norskra króna og þar af hafa 1,8 milljónir farið til arkitektsins, eða tæpar tvö hundruð milljónir. Dóttir Steens segir að faðir sinn íhugi að sækja um frekari greiðslur vegna verksins. „Faðir minn hefur ekki hagnast um fimm aura á gerð stytt- unnar. Hann hefur lagt ótal vinnu- stundir í verkið, en sex ár fóru í gerð styttunnar. Við teljum reyndar að borgarstjórn Óslóar hafi fyrst fengið efasemdir um styttuna fyrir þremur árum þegar styttan af Saddam Hus- sein, fyrrverandi forseta íraks, var rifin niður í Bagdad." Bæjarstjóri Heroy, smábæjar skammt frá Álesund, hefur boðist til að taka við styttunni auk forsvarsmanna tíu annarra sveitarfélaga.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.