blaðið - 01.12.2006, Page 28
28
FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006
blaðið
I
Skuldin við Birgi
Það má segja að ég skuldi Birgi
Ármannssyni, alþingismanni, skýr-
ingu og er þessi litla grein tilraun
til að gera þá skuld upp. Birgir lagði
það nefnilega á sig í grein í Blaðinu
fyrir skömmu að reyna að koma
fyrir mig vitinu hvað varðar viðhorf
til efnahagslífsins. Þetta hlýtur að
teljast mikið gustukaverk, ekki síst
í ljósi þess hve Birgir Ármannsson,
alþingismaður og fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Verslunarráðsins, taldi
skoðanir mínar vera út úr kú. Ég
hafði látið þau ummæli falla að fjár-
málamenn sem vildu segja samfélagi
sinu fyrir verkum gætu gott eins vel
hypjað sig úr landi. Nú vill svo til að
Birgir Ármannsson er einhver vand-
aðasti maður sem situr á Alþingi Is-
lendinga, greindur og góðgjarn. En
svo sleginn er hann pólitískri blindu
að sjónarhornið nær aldrei lengra út
fyrir Valhöll en nemur einni spönn
eða svo. Þetta er veruleiki Birgis
Ármannssonar og þá einnig veik-
leiki hans og að sjálfsögðu flokks
hans einnig, Sjálfstæðisflokksins.
Umræðuefnið er þetta: Okkur berast
sí og æ fréttir af fjárfestingarafrekum
íslenskra fjármálamanna; þeir eru
að gera góða hluti hér, er okkur sagt,
og góða hluti þar. Margt af þessu er
satt og rétt. Þannig eru Bakkavarar-
bræður, svo dæmi sé tekið, að mínu
mati dæmi um fjárfesta og frum-
kvöðla sem eru að gera mjög góða
hluti. Bakkavararbræður eru ekki að-
eins að fjárfesta skynsamlega heldur
eru þeir einnig að beita sinni frjóu
hugsun til að skapa nýtt!
Svo er hitt að sumar fjárfestingar
,okkar“ orka mjög tvímælis. Einkum
hef ég áhyggjur af fjárfestingum í van-
þróuðum löndum þar sem pólitísk
spilling er landlæg og fátækar þjóðir
geta illa borið hönd fyrir höfuð sér
þegar vestrænir auðmenn seilast í
pyngjur þeirra. Ástæða er til að at-
huga fyrir stjórnendur íslenskra lífeyr-
issjóða hvort fjárfestingar þeirra eru
siðlegar og móralskt verjanlegar. Til
þess þarf mun meiri upplýsingar og
gegnsæi. Um fjárfestingar í löndum
þar sem stjórnarfari er mjög ábóta-
vant þarf að fjalla sérstaklega, ekki
síður en þróunaraðstoð.
En að efninu: fslenskir fjármála-
menn eiga að sýna varúð og ábyrgð.
Þeir eiga velgengni sína að þakka
okkar góða og gjöfula samfélagi.
Stundum hef ég haft það á tilfinning-
unni að “fjárfestingarséníin” okkar
haldi að allt snúist þetta um 8 brilljant
stráka, kannski to talsins - afburða-
snjalla í fjárfestingum. En þá spyr ég:
Hvar væru þeir staddir ef þeir hefðu
ekki fengið upp í hendur ríkisbank-
ana, sjóði atvinnulífsins (þ.e. FBA),
kvótagjafir, að ógleymdum lífeyriss-
sjóðunum sem pumpa án afláts millj-
arðatugum í þeirra hít? Sum okkar
hafa af þessu áhyggjur, ekki síst þegar
sjálfsmynd forstrjóra fslands tekur á
sig mjög útblásnar myndir - oftar en
ekki augljóslega tröllvaxnar ranghug-
myndir um eigið ágæti. Og stundum
læðist að manni sá grunur að fjárfest-
ingarsnillingarnir taki út eigin gróða
í beinhörðum peningum en skilji eftir
sýndargróða handa okkur hinum, ef
ekki verður haft eftirlit með starfsem-
Hagsmunir
samfélagsins
fara ekki endi-
lega saman
"ið hagsmuni
auðmanna
Umrœðan
Ögmundur Jónasson
inni. í nýlegri könnun um viðskipta-
umhverfi, sem birt var þann 27. nóv-
ember, kemur fram að ísland er í 83.
sæti þegar vernd fjárfesta er annars
vegar. Þar er átt við hversu vel aðrir,
t.d. lífeyrissjóðir, eru tryggðir gagn-
vartþeim sem ráðstafa fjármununum.
íslendingar gleðjast jafnan þegar
landinn gerir „það gott“. Það er út
af fyrir sig prýðilegt. En við megum
aldrei gleyma því að það skiptir máli
hvernig - það er að segja á hvern hátt
- við gerum það gott. Þetta snýst ekki
um það eitt að maka krókinn.
Endaþótt tónn Birgis Ármannssoar
sé oft tiltöllega mildur og þýður - þá
er það nú ekki alltaf svo. Hann þyrfti
að taka sig á; leggja eyrun niður við
grasvörðinn og gerast eitt með því
landi og því samfélagi sem skóp hann.
Þá mun hann skilja að hagsmunir
okkar sem þjóðar, sem samfélags,
fara ekki endilega saman við hags-
mni auðmanna. Fjallræður peninga-
mannsins eru ekki bestu vegvísar í
þessu landi.
Höfundur er alþingismaður
iya snyrtivorurnar
ja fljótvirkari árangur
u það fullkomnasta
udýraumönnun á
3ru verði.
vörumar eru fram-
ar án natríum klóríðs
er ekki einungis
legt fyrir þig heldur
læludýrið þitt.
teá
Samtök iðnaðarins
og smurbrauð lífsins
Víglundur Þorsteinsson, stjórnar-
formaður hjá steypufyrirtækinu BM
Vallá flutti erindi á málþingi sem
Samtök iðnaðarins stóðu fyrir þann
21. nóvember sl. Yfirskrift málþings-
ins var spurningin „Er sátt í sjónmáli“
og þótt Víglundur gerði enga tilraun
til að svara henni beint þá gerði hann
það óbeint í nánast hverri einustu
setningu. Það er ekki nokkur mögu-
leiki á sátt ef Víglundur Þorsteinsson
á að koma að málum.
Engan yfirgang!
Víglundur sagði í upphafi ræðu
sinnar „Þarfirnar breytast hratt og
það vill oft gleymast í þessari um-
ræðu að hver kynslóð okkar íslend-
inga ber gæsluábyrgð auðlindanna
á hverjum tíma.“ Og í framhaldi
af því: „Við getum því ekki ætlað
okkur þann yfirgang að vilja binda
hendur framtíðarkynslóða í um-
ræðu dagsins í dag.“ Spennandi upp-
haf á ræðu um sátt í þessum málum
ef ekki hefði í næstu setningum
komið í ljós að yfirgangurinn sem
Víglundur talar um er auðvitað yf-
irgangur þeirra sem vilja vernda
náttúru landsins og þar með binda
hendur þeirra sem vilja virkja sömu
náttúru.
„Á íslandi vantar ekki frekari
löggjöf til verndar náttúrunni, né
heldur vantar löggjöf um auðlinda-
nýtingu eða um umhverfismál.
Þessi löggjöf er öll til staðar og þarf
ekki að herða eða þrengja. Frekar
þarf að rýmka heimildir raforku-
laga og laga um nýtingu auðlinda...“
Steypustjóranum finnst sér þröngt
sniðinn stakkur og er mikið niðri
fyrir yfir frekju og skammsýni nátt-
úruverndarfólks. „Við höfum heyrt
á undanförnum misserum raddir
sem beinlínis vilja koma í veg fyrir
frekari nýtingu vatnsafls á Islandi,
hreinasta orkugjafann sem unnt er
að finna.“
Ekki spurning hvort heldur hvernig
Víglundur hefur gaman af pró-
sentureikningi og leikur sér að því
að fjölga þjóðinni í Excel. Hann
hefur að vísu ekki fyrir því að kynna
sér mannfjöldaspár Hagstofunnar
sem spá mannfjölgun um 45 þúsund
á næstu 40 árum. Honum finnst lík-
lega skammsýni að horfa svo stutt
fram í tímann, í Excel sér hann leik-
andi 100 ár fram í tímann og telur
að þá verði íslendingar orðnir tæp-
lega 800 þúsund talsins. Hver veit?
Excel býður hins vegar ekki upp
á útreikninga á orkunotkun þegn-
anna og því reiknar Víglundur með
henni óbreyttri frá því sem hún er
í dag. Að engin þróun verði i orku-
sparnaði næstu 100 ár. Niðurstaða
hans er því eftirfarandi: „Þjóðar-
sáttin sem við þurfum snýst ekki
um hvort nýta skuli orkulindirnar
heldur hvernig." Þetta er sú sátt sem
Víglundur býður, ekki hvort heldur
hvernig skal virkja.
Lifibrauð framtíðarinnar
Víglundur grípur líka til gam-
alkunnrar klisju um náttúru-
verndarfólk í 101 sem ekki skilur
lífsbaráttuna á landsbyggðinni. 1
kvöldfréttum NFS 22. sl. sagði
hann „...ef við ætlum að búa hér í
landinu [...] þá þurfum við að gera
meira en að blogga á Internetinu og
skrifa skáldsögur og bækur [...] Við
þurfum að stunda framleiðslustarf-
semi, það er hún sem að sem smyr
lifibrauðið okkar". Ætli Víglundur
Ím Skammsýnar
| sáttaumleit-
anir Samtaka
l ““
Umrœðan
Dofri Hermannsson
Þorsteinsson steypustöðvarstjóri
hafi lesið skýrslu SI um hátækni
sem sýnir að verðmætasköpun af
hátækni er nærri fjórum sinnum
meiri en af stóriðju. Eða úttekt Ág-
ústs Einarssonar á verðmætasköpun
list- og menningargreina, kynnt sér
vaxtarmöguleika afþreyingariðn-
aðarins og ferðaþjónustunnar sem
öðru fremur byggir á því að við
stöndum vörð um náttúru landsins.
Skildi hann vita að vegna heimsvæð-
ingar er framleiðsluiðnaður að fær-
ast austur til Asíu en frumhönnun
og vöruþróun er helsti vaxtarsproti
vestræns efnahagslífs. Sköpunariðn-
aður er lifibrauð nýrra kynslóða.
Skortur á kvenhyili
{ hugsunarhætti Víglundar birtist
reyndar vandi landsbyggðarinnar
í hnotskurn. Ungt fólk i dag, og þá
einkum ungar konur, vilja búa í sam-
félagi sem býður upp á góða þjónustu,
fjölbreytt menntunartækifæri og
fjölbreytni í atvinnulífi. Staðir sem
ungar konur vilja ekki búa á eiga sér
ekki framtíð. Vandinn er hins vegar
sá að ákvarðanir um framtíð lands-
byggðarinnar eru í of ríkum mæli
teknar af þröngsýnum eldri körlum
sem telja að þeir einir viti hvernig
lifibrauðið er smurt. Víglundur og
skoðanabræður hans mættu rýna í
skoðanakannanir og velta fyrir sér
af hverju svo miklu fleiri konur en
karlar eru fylgjandi náttúruvernd,
leggja áherslu á tækifæri til mennta,
góða samfélagsþjónustu, góðar sam-
göngur og fjölbreytt atvinnulíf. Þeir
gætu síðan skoðað málflutning sinn
og velt fyrir sér af hverju konur lands-
byggðarinnar hafa lagt á flótta.
Sáttahugur enginn
Það er í raun erfitt að sjá hvert
átti að vera framlag Víglundar Þor-
steinssonar til sáttar um náttúru-
vernd og nýtingu orkuauðlindanna.
Málflutningur hans var illa ígrund-
aður og byggður á augljósri van-
þekkingu á náttúruverndarmálum,
atvinnumálum, hnattvæðingu og
félagslegri þróun á landsbyggðinni.
I máli Víglundar var engan sáttatón
að finna, aðeins predikun sem ber
vitni stöðnuðu hugarfari, vantrúar
á nýja atvinnuvegi og hagsmuna-
gæslu á röngum forsendum fyrir
þann hluta iðnaðarins sem starfar
við mannvirkjagerð.
Hverjir ráða í Sl?
Öflugir aðilar innan SI hafa í
nokkur misseri barist fyrir eflingu
hátækni- og þekkingariðnaðar án ár-
angurs. Stjórnvöld hafa ekki áhuga.
Ýmsir málsmetandi menn hafa bent
á að nóg sé komið af stóriðju, hætt
sé á einhæfni atvinnuvega og nauð-
synlegt sé að vernda betur auðlind
okkar, náttúru landsins. Hátækni-
og þekkingariðnaði hefur í því sam-
hengi verið stillt upp sem nýjum
vaxtarbroddi atvinnulífsins, í sátt
við náttúruna.
I ljósi þess hve treglega SI hefur
gengið að fá jákvæð viðbrögð stjórn-
valda við hugmyndum sínum um
nýju atvinnugreinarnar er athyglis-
vert að nú skuli samtökin velja Víg-
lund til að ávarpa almenning undir
yfirskrift sátta um náttúruvernd og
orkunýtingu. Þá er ekki síður athygl-
isvert að sjá framkvæmdastjóra SI
beita sér af hörku fyrir hagsmunum
álvers í Straumsvík og gegn íbúalýð-
ræði í Hafnarfirði. Þetta tvennt, og
reyndar fleira sem ekki verður rakið
hér, hefur vakið með mér áleitnar
spurningar um það hverjir smyrja
brauðið í Samtökum iðnaðarins.
Höfundur er varaborgarfulltrúi og fram-
kvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar.
I