blaðið - 01.12.2006, Page 30
30 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006
blaöiö
I landi fækkandi
fr amsóknarmanna!
1 landi fækkandi framsóknar-
manna fer að verða mikilvægara
fyrir þá sem eftir eru að kjósa rétt.
Ég hef í gamni og alvöru haldið
því fram að höfuðátakalínur ís-
lenskra stjórnmála liggi milli fram-
sóknarmanna annarsvegar og krata
hins vegar. Og alltaf sannfærist ég
meira og meira um réttmæti þeirrar
kenningar.
Framsóknarmenn voru lengst af
20. öldinni fjölmennir í öllum stjórn-
málaflokkunum fjórum en þó fæstir
í Alþýðuflokki. Það góða og blessun-
arríka sem stafað hefur frá íhaldi
þessa lands er mildum landsföður-
legum framsóknarmönnum þar
innan dyra að þakka. Það sama má
segja um Alþýðubandalagið sáluga
sem hýsti reyndar Möðruvallahreyf-
inguna alla en gegnumgrænni fram-
sóknarhreyfing var kannski aldrei
til í þessu landi.
Það sem einkennir þessa gamal-
grónu framsóknarstefnu er þjóðleg
sáttahyggja, mildi og velvild. Velvild
gagnvart landsbyggð þessa lands,
atvinnuvegum þess, menningu
landsins og sögu. Mildi gagnvart
erfiðum breytingum sem ákveðnir
landshlutar og heilar stéttir standa
frammi fyrir og hægt er að milda
verulega með pólitískum stjórn-
valdsaðgerðum. Þjóðleg sáttahyggja
þegar kemur að því að meta og sam-
ræma ólík viðhorf, viðhorf gamla
tímans og hins nýja, viðhorf hins
þjóðlega og alþjóðlega, viðhorf kyn-
slóða og viðhorf ólíkra menningar-
heima þjóðarinnar.
Allt er þetta öndvert því skeyting-
arleysi sem einkennir tæknikrata
á öllum tímum og í öllum löndum.
Því miskunnarleysi sem fylgir bók-
stafstrúarmanni hvort sem lögmál
hans er markaðsbúskapurinn eða
reglugerðarbókstafur.
Þegar að er gáð er oft giska stutt
Hin gamal-
gróna framsókn-
arstefna felstí
þjóðlegri sátta-
hyggju, mildi
og velvild.
Umrœðan
Bjarni Harðarson
milli öfgamanna hvort sem þeir
koma úr hægri skúmaskotum Sjálf-
stæðisflokksins, frekjusellum Sam-
fylkingarinnar eða blindingsliði
Vinstri grænna. Allir eru þessir
hópar til í að etja þjóðinni í illindi
og átök um jafnt matarverð, virkjana-
pólitík og hina félagslegu samhjálp.
En hvað þá með „framsóknar-
mennina“ í þessum flokkum, eru
þeir engir eftir, kann einhver að
spyrja. Úr því ég held því fram að
þeir hafi verið þar, hljóta þeir þá
ekki að vera þar enn? Víst er það svo.
En vegur þeirra er miklum mun
minni en var fyrir nokkrum árum.
Gömlu bændahöfðingjarnir mega
sín lítils í Sjálfstæðisfíokki og hjá
vinstriflokkunum ber nú meira á
geltandi frekjutóni, ættuðum ýmist
frá greenpeace eða gamla Alþýðu-
blaðinu. Sáttatónninn er þar löngu
týndur.
Eftir því sem hinn raunveru-
legi Framsóknarflokkur minnkar
minnka líka áhrif hans inn i aðra
flokka. Verst er þó að Framsóknar-
flokkinn hefur á undanhaldi undan-
farinna ára skort þá reisn að halda
gildum flokksins fram af einurð og
festu. Halda fram hugsjónum Fram-
sóknarflokksins, sem ég vonast til
að geta gert betur grein fyrir síðar.
Höfundur er bóksali og keppir að öðru sæti á
lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.
Laugavegi 32 - Simi 561 0075
www.sjadu.is
— SJÁÐU
Langa nefið Samfylkingarinnar
Af hverju ætli Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir formaður Samfylking-
arinnar og Anna Kristín Gunnars-
dóttir Skagfirðingur og þingmaður
flokksins í NV kjördæmi hafi lagt
leið sína á baráttufund í Skagafirði
sem hafði það að yfirskrift að mót-
mæla hugmyndum um virkjun jök-
ulsánna í Skagafirði? Svarið er ein-
falt. Þær vildu sýna flokksfélögum
sínum það svo eftir væri tekið, að
flokkurinn væri ósammála Skaga-
fjarðarsellu Samfylkingarinnar
hvað málefnið varðar.
Þannig er nefnilega mál með
vexti að skagfirskt Samfylking-
arfólk vill að gert sé ráð fyrir
virkjun Villinganesvirkjunar og
Skatastaðavirkjunar í aðalskipu-
lagi Skagafjarðar. 1 margumtalaðri
stefnumótun flokksins á lands-
vísu, Fagra ísland, er sérstaklega
kveðið á um andstöðu við áform
um virkjun jökulsánna í Skagafirði.
Þarna er því á ferðinni, afar magn-
aður pólitískur ágreiningur innan
flokksins. Sami ágreiningur og er
á milli forystunnar annars vegar
og flokksmanna á Akranesi, Aust-
urlandi, Þingeyjarsýslu og Suður-
nesjum hins vegar um virkjana og
stóriðjumál. Flokksfólkið í þessum
héruðum vill að virkjað sé til nota
í stóriðjuuppbyggingu. Því er for-
ystan ósammála og hefur bréfað
það sérstaklega í stefnumótun
sinni.
Ferð flokksformannsins norður
í Skagafjörð og fram í Lýtingsstaða-
hrepp með þingmanni flokksins í
héraðinu var þess vegna gerð til þess
að senda flokksmönnum skilaboð.
Þau eru þessi: Sama hvað þið segið,
flokkurinn situr við sinn keip. Við
erum á móti virkjununum. - Þarna
eru engar tilviljanir. Ferðin á fundin
er augljóslega meðvituð aðgerð, sem
Hin gamal-
gróna framsókn-
arstefna felst i
þjóðlegri sátta-
hyggju, mildi
og velvild.
Umrœðan
Einar K. Guöfinnsson
fól í sér skýrar pólitískar merkja-
sendingar, sem enginn átti að geta
misskilið.
Afstaða forystunnar er algjörlega
afdráttarlaus og heimsóknin norður
var til að undirstrika það. Flokksfor-
ystunni í héraðinu er ekki ætlað að
velkjast í vafa. Henni er einfaldlega
gefið langt nef svo eftir er tekið.
Þetta er athyglisvert. Forysta
Samfylkingarinnar á sveitarstjórn-
arstiginu í Skagafirði vill nefnilega
ganga jafn langt og þeir sem lengst
vilja ganga í virkjunum. Sjálfstæðis-
menn hafa lýst yfir vilja til að önnur
virkjunin, Skatastaðavirkjun sé á að-
alskipulaginu, en ekki Villinganes-
virkjun. Þessari afstöðu hafa sveitar-
stjórnarmenn okkar fyrr og nú lýst
vel í ræðu og riti. Skatastaðavirkjun
er sú virkjun sem einhver veigur er
í til orkuöflunar. Lítið munar um
Villinganesvirkjun til þess brúks en
ljóst að virkjunarréttur gæfi þeim
sem hann fengi góða stöðu til frek-
ari virkjana. Undir því merki gengur
Samfylkingin í Skagafirði ásamt
Framsóknarflokknum.
í vandræðum sínum, hefur Sam-
fylkingarfólkið reynt að halda því
fram, að fyrir þeim vaki það eitt
að setja tillögu um umræddar tvær
virkjanir inn á aðalskipulag. Ekki
sé um að ræða efnislega afstöðu til
málsins. Þessu er að vísu fyrst og
fremst haldið á lofti út á við í fjöl-
miðlum, en síður norður í Skaga-
firði og því fyrst og fremst ætlað til
útskýringar fyrir flokksforystuna.
En á fundinum sem forystufólk
Samfylkingarinnar sótti frammi í
Lýtingsstaðahreppi, var sérstaklega
vikið að þessu með því að hafna því
skýrt að virkjanirnar væru settar á
aðalskipulag. Tillögu fundarins var
því augljóslega sérstaklega beint
gegn málflutningi Samfylkingar-
innar. Ekki fer nokkrum sögum
af andófi Ingibjargar Sólrúnar og
Önnu Kristínar gegn þessari niður-
stöðu fundarins. Það er sannarlega
athyglisvert.
Höfundur er sjávarútvegsráðherra.
I svefnrofunum
Við þekkjum það öll hvað syfja
er. Hún stafar af svefnleysi. Það er
ekki gott að vera syfjaður og geta
ekki lagt sig. Sérstaklega þegar
maður hefur tekið að sér verkefni
sem krefjast árvekni og áræðis.
Ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálf-
stæðisflokks er í þessu ástandi.
Hún er mjög syfjuð og dottar fram
á bringu sína og kippist stundum
við í svefnrofunum. Við verðum
vitni að þessu næstum því hvern
einasta dag. Eitt dæmi er þegar
núverandi ráðherrar hrökkva
upp við örvæntingarvein fjölda
systra okkar og bræðra í Irak og
koma með einhvers konar afsök-
unarbeiðnir eða útskýringar á því
að við lýstum yfir stuðningi við
innrásina í írak. Á því var engin
nauðsyn. Að fara svona að þessu
fólki þessum börnum, konum og
körlum var bara rugl og við áttum
ekki að leggja nafn okkar við það.
Það voru heldur engin rök á þeim
tíma fyrir þessari árás þó sumir
vilja svo vera láta. Nú þurfum við
Framsóknar-
menn vakna
við vondan
draum í írak.
Umrœðan
Karl V. Matthíasson
að snúa blaðinu við og það er auð-
vitað góðs viti að ráðmenn hrökkva
upp. Reyndar má glögglega sjá
og skynja að það er sundrung og
ósætti innan Framsóknar- og Sjálf-
stæðisflokksins vegna þessa skelfi-
lega máls. Þar kraumar undir og
flestir virðast vera með óbragð í
munni. En batnandi fólki er best
að lifa og við verðum að reyna að
gera allt sem við getum til að bera
smyrsl á sárin. f því sambandi er
nauðsynlegt fyrir okkur íslend-
inga að lýsa því yfir á alþjóðavett-
vangi að árásin hafi verið eitt hið
mesta ógæfuverk sem unnið hefur
verið í heiminum á síðustu árum.
Slík yfirlýsing mun auðvitað ekki
koma frá núverandi ríkisstjórn þó
svo fáeinir einstaklingar innan
hennar hrökkvi nú upp. Annað
fólk verður að taka við stjórnar-
taumunum. Fólk sem hefur ár-
vekni og staðfastan vilja til að taka
hér til hendinni.
Höfundur skipar 2. sæti lista Samfylkingar-
innar í Norðvesturkjördæmi.