blaðið - 01.12.2006, Síða 31

blaðið - 01.12.2006, Síða 31
blaðið FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 31 Gróður- og jarðvegs- eyðing í heiminum Landgræðsla ríkisins verður íoo ára á næsta ári. I því sambandi væri fróðlegt að heyra í landgræðslu- mönnum um starfið í íoo ár. Mér er sagt að þeim hafi tekist að stöðva jarðvegsrof og endurheimta um eða rétt yfir i% af gróðri. Mér er líka sagt, að þó þeir ráði yfir mikilli þekkingu og reynslu, þá sé baráttan enn gríðar- lega hörð, því segja megi að þeir rétt haldi í horfinu. Hvers vegna svona lítill árangur í íoo ár? Kannski vegna skammsýni þeirra sem nýtt hafa landið? Að sjálfsögðu taka náttúruöflin alltaf duglega til sinna ráða þegar tækifæri gefst og reyna að uppræta það sem áunnist hefur, aðstoða okkur við að eyða gróðri, nýjum sem gömlum og feykja svo jarðveginum út í hafsauga. En hvers vegna er ég að reifa þetta mál? Jú, vegna þess að í blöðunum frá því snemma í nóvember, mátti lesa að utanríkisráðherrann ætl- aði að stofna til þróunarverkefnis á sviði jarðvegsbóta. Hjartað í mér tók kipp. Vá, loksins eitthvað nýtt frá stjórnmálamönnum í sambandi við jarðvegsbætur á landinu. En... svo las ég lengra og sá að þetta var ekki fyrir okkur heldur þessar vol- Við eigum að gerabeturí landgræðslunni hér heima áður en við grobbum okkur í útlöndum. Umrœðctn Margrét Jónsdóttir utan það að vera á móti virkjunum? En ég veit að mikið er gert í skóg- ræktarmálum þessi árin, sem er frá- bært, en skógrækt fer oftast fram í grónu- eða illa grónu landi, ekki í eyðimörk. Þar þarf önnur úrræði. Auk þess er bændum hjálpað við að græða upp illa farna heimahaga og er það líka frábært. Hafa bændur sem taka þátt í þessu, ásamt Landgræðsl- unni, Skógræktinni og fleiri aðilum, gert mikið kraftaverk nú þegar. En... það þarf bara miklu, miklu meira. Það er mjög alvarlegt ástandið hér heima. Trúið mér. Horfið í kringum ykkur. Er í lagi með þessi rofaborð eða þennan mel? Kíktu upp í allar bröttu hlíðarnar. Sérðu gróðurleif- arnar sem eru á hraðferð niður í á? Hefur þú séð hálendið? Heldur þú að þetta hafi alltaf verið svona? Nei, alls ekki. Nei, ég held við ættum að fara að taka okkur ærlega á og athuga gang mála. Ekki seinna að vænna, Land- græðslan brátt aldargömul. Eigum við að horfa upp á að hún nái einu pró- senti í viðbót á næstu íoo árum eða eigum við að gera betur? Kannski ío eða 20 % eða miklu, miklu meira? Mér finnst þetta vera verk númer eitt til tíu, á íslandi, árið 2007. Höfundur er aðstoðarmaður húsamálara. uðu þjóðir út í hinum stóra heimi sem hafa farið svo hræðilega illa með landið sitt. (Hem.) Og að sjáf- sögðu áttaði ég mig líka á því að frú Valgerður Sverrisdóttir var hvorki landbúnaðar- né umhverfismálaráð- herra , heldur venjulegur fjárbóndi með augun full af flísum, sem ætl- aði nú, í nafni nýs embættis síns, að „kenna“ þeim í útlöndum. Og hvað ætlaði hún að kenna þeim? Hvernig á að nauðbeita land, svo úr verði eyðimörk? Hvað eru annars margir bændur og bændabörn á þingi? Annars er það alveg makalust, að á þessum árlegu jarðvegsdögum er sem allra minnst rætt um ástandið hér, heldur er sjónum umsvifalsut beint til slæms ástands í öðrum löndum og miklast yfir því hvað við séum frábær og eigum mikla þekk- ingu og reynslu í landgræðslu. „Við getum hjálpað öðrum þjóðum“ er hróðpað. En hvers vegna hjálpum við ekki okkur fyrst? Ég efast ekki um að landgræðslu- fólkið okkar býr yfir mikilli þekk- ingu og reynslu en hrædd er ég um að það geti lika sagt margar sorgar- sögur af vonbrigðum sem það hefur orðið fyrir, í samskiptum sínum við dýr og menn. Þvi í ósköpunum gerum við ekki mikið betur hér heima áður en við förum að grobba okkur i útlöndum? Af hverju heyrist aldrei neitt auka- tekið orð í þessum Vinstrigrænum, Landverndarmönnum, Islands- vinum eða hvað sem þeir nú allir kalla sig? Hvers vegna? Er það kannski vegna þess að Steingrímur J. Sigfússon er fjárbóndasonur? Eða vegna þess að bróðir hans er fjárbóndi? Nei ég bara spyr. Hvers vegna hafa þeir ekki áhyggjur af gróður- og landeyðingu ? Hvað er í gangi? Ekki orð um landgræðlsu og friðun fyrir beit, hvað þá beitar- hólf. í hverju felst þetta græna, land- verndin eða íslandsvináttan, fyrir Gáfulegur helgarmatur Það er gömul saga og ný að fiskneysla er góð fyrir heilastarfsemina. Hún er líka góð fyrir hjartað og æðarnar, magann og meltinguna. Hlustaðu á skynsemina og fáðu þér hollan og gómsætan helgarmat. Fáðu þér fisk. Ævintýralegar fiskbúðir Hamraborg 14a • Skipholti 70 Höfóabakka 1 • Vegamótum (Nesvegi 100) Sundlaugavegi 12 • Háaleitisbraut 58-60

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.