blaðið - 01.12.2006, Page 35

blaðið - 01.12.2006, Page 35
blaðiö FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 35 Jólastemning í kexverksmiðjunni Ilmurinn af smákökum leikur um miðbæinn þessa dagana og ilmurinn á sinn þátt í því að sveipa bæinn jólastemn- ingu. Ilmurinn kemur frá kexverksmiðjunni Frón sem staðsett er á Skúlagötunni. Páll Matthíasson er verksmiðju- stjóri hjá Frón og hann segir að nú snúist allt um smákökurnar og það er mikið að gera þar sem kökurnar eru viðbót við venjulega framleiðslu verksmiðjunnar. Byrjað er að huga að jólabakstrinum í október og það er mikill myndar- skapur á heimili Frón-verksmiðjunnar. „Við bökum í kringum 15-ao sortir af smákökum og piparkökum. Uppskrift- irnar sem við notum höfum við þróað í gegnum árin og við veljum tegundir sem hafa verið vinsælar hjá þjóðinni auk þess sem við kynnum til sögunnar ýmsar nýjar tegundir. Á hverju ári veljum við líka eina vinningsuppskrift að jólasmáköku sem við veljum úr aðsendum uppskriftum.” Páll segir að það myndist góð stemning í kringum baksturinn og fólk kemst í jólaskap og gæðir sér á smákökunum í kaffinu. „Það verður að smakka kökurnar til að athuga hvort ekki sé allt í lagi.” jolaljosum til sunnudags

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.