blaðið - 01.12.2006, Side 40
40 FÖSTUDAG
blaöiö
2006
Upplestur á Gljúfrásteini
Fjórir rithöfundar lesa úr nýjum bókum í stofunni á Gljúfra-
steini sunnudaginn 3. desember kl. 16. Rithöfundarnir eru
Einar Már Guðmundsson, KristínSteinsdóttir, Sölvi Björn
Sigurðsson og Steinar Bragi.
Rithöfundar I Eymundsson
Rithöfundarnir Bragi Ólafsson og Auður Jónsdóttir lesa úr nýútkomnum bók-
um sínum í verslun Eymundsson í Austurstræti laugardaginn 2. desember kl.
14. Jafnframt verður opnuð sýning á skopmyndum Halldórs Baldurssonar
Hvað ertu að lesa?
Hjálmar Árnason
alþingismaður
Núna er ég með tvær bækur í
takinu og báðar fjalla þær um
pólitfk en ég hlakka til jólaleyfis
þegar léttmetið kemur. Þær bækur
sem eru að skemmta mér núna
og ég hef mikið gaman af er ann-
ars vegar Stelpan frá Stokkseyri
og hins vegar Snillingurinn frá
Gunnarsstöðum, það er að segja
bók Steingríms J. Við getum sagt
að ég sé að hnýsast um starfsfé-
laga mína og hef gaman af. Ég
tel þetta merkar bækur þó ólíkar
séu og gagnlegar. Mér er hlýtt til
þeirra beggja og það er gaman að
skyggnast inn í hugarheim þeirra.
Ég er ekki sammála öllu sem þau
segja en aðalatriðið er að hafa ein-
hverja sýn og það hafa þau bæði
en ólíka.
Katrín Jakobsdóttir
íslenskufræðingur
Ég er búin að vera að lesa Tryggð-
arpant eftir Auði Jónsdóttur og
er mjög ánægð með þá sögu og
Sendiherrann eftir Braga Ólafsson
sem mér finnst líka skemmtileg.
Ballaðan um Bubba eftir Jón Atla
er líka mjög skemmtileg og gefur
manni nýja sýn á margþvælt efni.
Síðan hef ég líka verið að lesa
útlendar bækur og nú síðast las ég
bók sem heitir Freakonomics. Hún
er skrifuð af amerískum hagfræð-
ingi sem hefur snúið hlutunum við
og skoðar þá á röngunni. Þetta eru
hlutir sem við pælum voðalega lítið
í og hann spyr mjög skemmtilegra
spurninga eins og af hverju búa
flestir eiturlyfjasalar í Bandaríkj-
unum enn jóá hjá mömmu sinni?
Páll Ásgeir Ásgeirsson
blaðamaður
Ég hef verið að lesa Sendiherrann
eftir Braga Ólafsson. Ég er enginn
bókmenntagagnrýnandi en ég hef
alltaf haft mjög gaman af því að
lesa bækur eftir Braga Ólafsson
því að það er eitthvað við hans lág-
stemmda og furðulega húmor sem
höfðar til mín. Þessi veröld sem
hann leiðir okkur inn í með því að
fara með okkur á Ijóðaráðstefnu
í Litháen er alveg dásamlega
skemmtileg. Þetta er svona bók
þar sem það ískrar (manni hlátur-
inn allan tímann sem maður er að
lesa. Það sem höfundurinn er að
velta fyrir sér snýst um höfund-
arrétt. Hvenær stelur maður frá
einhverjum og hvenær ekki? Hve-
nær stelur maður Ijóði? Eru þau
ekki allt í kringum okkur? Þetta
verður skemmtileg áminning um
að hugmyndir eru ekki einkaeign.
Heimurinn á hugmyndirnar.
Frábær ævisaga um
séra Matthías
etta er löng bók en Matt-
hías Jochumsson lifði
líka langa ævi. Hann
var í hringiðu sjálfstæð-
isbaráttunnar og tók virkan þátt í
pólitík sinna tíma, hann varð skot-
spónn þegar vesturferðirnar hófust
og hann orti Níðkvæði um ísland,
hann var með í trúarlegum hræring-
um og hann var eitt fremsta skáld
sinnar samtíðar. Því er af nógu að
taka fyrir Þórunni Valdimarsdótt-
ur og það er til marks um hversu
frábærlega vel hún hefur leyst verk
sitt af hendi að áhuginn á Matthí-
asi dofnar aldrei hið minnsta.
Sú mynd sem dregin er upp af
honum í þessari bók er mótsagna-
kennd, enda virðast margar mót-
sagnir hafa búið í Matthíasi, en
hann er alltaf áhugaverð persóna
og umfram allt skemmtileg. Það
dugar þó ekki alltaf til að skrifa um
skemmtilegt fólk - það er vel hægt
að klúðra ævisögum um það. En
ekki í þessu tilfelli. Matthías birt-
ist ljóslifandi á síðum bókarinnar
með öllum sínum mótsögnum og
það er ekki hægt annað en hrífast
með honum, hverju sem hann tek-
ur upp á. Og það er líka undarlegur
fjandi hvað Þórunni tekst vel að
gera skemmtilegar og intressant
allar þær deilur og róstur sem Matt-
hías lenti i um sína daga og sumar
virðast nútildags hafa snúist um
fremur fáfengileg efni. Ekki svo að
skilja að hann hafi verið deilugjarn
í eðli sínu - en með einlægni sinni
og sumpart sveimhygli kom hann
einatt fólki upp á kant við sig - þar
til undir ævilokin þegar hann var
kominn upp á sínar sigurhæðir, orð-
inn hið dáða þjóðskáld og höfundur
þjóðsöngsins.
Hvort sem hún lýsir gleði Matthí-
asar eða sorgum, sigrum hans eða
ósigrum, mótdrægni eða meðbyr,
þá fer. Þórunn nærfærnum hönd-
um um viðfangsefnið - og skrifar
jafnt af þrótti og fjöri sem alúð og
Þetta er ósköp
einfaldlega
frábær ævisaga
og ekki á henni
veikan blett aö
finna.
Upp á Sigurhæðir
Eftir Þóruiim Valdimarsdöttur
Bækur ★★★★★
virðingu fyrir Matthíasi og sam-
ferðamönnum hans. Þetta er ósköp
einfaldlega frábær ævisaga og ekki
á henni veikan blett að finna. Ef ég
væri dauður mundi ég panta Þór-
unni Valdimarsdóttur til að skrifa
ævisögu mína.
Illugi Jökulsson
Kvikmyndaréttur
seldur til Þýskalands
Kvikmyndarétturáskáldsögunni
Þriðja tákninu eftir Yrsu Sigurðar-
dóttur hefur verið seldur til þýska
kvikmyndaframleiðandans Ziegler
Film. Fyrirtækið var stofnað í Berl-
ín árið 1973 og hefur framleitt á
þriðja hundrað kvikmynda og sjón-
varpsþátta, þar á meðal kvikmynd
eftir sögu þýska nóbelsskáldsins
Gúnter Grass. Hópur kvikmynda-
framleiðenda frá Bandaríkjunum,
Norðurlöndunum og Þýskalandi
hafði sýnt áhuga á að kaupa kvik-
myndaréttinn en forráðamenn Ver-
aldar, útgáfufélags Yrsu, ákváðu að
taka tilboði Ziegler Film ekki síst
með tilliti til þess hvað bókamark-
aðurinn þar í landi er stór og áhugi
á íslenskum glæpasögum mikill.
Önaur glæpasaga Yrsu, Sér gref-
ur gröf, er nýkomin út og hefur
útgáfurétturinn að henni þegar
verið seldur til fjölda landa jafnt
austanhafs og vestan. Erlendir
kvikmyndaframleiðendur hafa
þegar haft samband við Veröld og
óskað eftir viðræðum um kaup á
kvikmyndarétti á nýju bókinni.
Þriðja táknið er fyrsta glæpasaga
Yrsu Sigurðardóttur en áður hafði
hún sent frá sér fimm bækur fyrir
börn og unglinga. Þriðja táknið
Yrsa Sigurðardóttir
rithöfundur Kvikmynda-
réttur á sögu hennar
Þriðja tákninu hefur
verið seldur til þýska
kvikmyndaframleiðand-
ans Ziegier Film.
er væntanlegt á 25 tungumálum í
öllum byggðum heimsálfum jarð-
ar. Fyrstu erlendu útgáfurnar eru
komnar á markað og hafa viðtökur
verið góðar. Meðal annars segir Dag-
bladet í Noregi að sagan grípi lesand-
ann heljartökum, danska dagblaðið
Politiken segir söguna heillandi og
sænska vikuritið Allas kallar Yrsu
nýja glæpasagnadrottningu.