blaðið - 01.12.2006, Síða 43

blaðið - 01.12.2006, Síða 43
blaðið FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 43 talsverðar fjárhæðir meðal annars í ómálað málverk og í að fá að sjá um veðurfréttatíma á NFS. Stefán seg- ist ekki skilja þá gagnrýni. „Menn verða náttúrlega að horfa á það þannig að uppboðið er leið til að safna peningum. Fólk er að gefa pen- inga í uppboðinu en ekki að kaupa hlutina. Það verður að gera mjög skýran greinarmun á því. Þarna var til dæmis boðið í að fá að vera veð- urfréttamaður á NFS. Sá veðurfrétta- maður hefur aldrei stigið á stokk heldur var þetta bara leið til að gefa peninga. Ég hef talað við styrktarað- ilana og ég veit að þeir eru að gefa af einlægum áhuga til UNICEF, ekki til þess að taka þátt í að kaupa ein- hverja hluti,“ segir Stefán og bætir við að þetta kvöíd hafi 83 milljónir safnast. „Þetta fer náttúrlega til að hjálpa börnum og ég var í Gínea Bisá og varð vitni að því þegar 180.000 mal- aríunetum var dreift fyrir þessa peninga. Það er hægt að segja með nokkurri vissu að þeir peniningar og þessi malaríunet koma í veg fyrir dauða 4.000 barna vegna malaríu. Mér finnst ekkert hallærislegt eða ósmekklegt við það. Þarna er fólk að gefa af einlægni og peningarnir fara í að hjálpa þeim sem þurfa á aðstoð að halda,“ segir Stefán. Dagur rauða nefsins Undanfarna daga hefur lands- nefnd UNICEF staðið fyrir fjáröflun- arátaki í tilefni af degi rauða nefsins og hafa rauð nef og geisladiskar með laginu Brostu í flutningi Baggalúts Dagur rauða nefsins Haldið verður upp á dag rauða nefsins i fyrsta skipti hér á iandi í dag en það fé sem safnast renn- ur til starfs Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. 4«t staðið fólki til boða. Átakið nær hámarki í dag á degi rauða nefs- ins og verður meðal annars efnt til skemmtidagskrár á Stöð tvö í kvöld kl. 19:40 þar sem landsþekktir skemmtikraftar koma fram á milli þess sem verkefni UNICEF víða um heim verða kynnt. Hugmyndin að degi rauða nefsins kemur að utan en dagurinn hefur verið haldinn í Bretlandi undanfarin 20 ár auk fleiri landa. Stefánsegir að hugmyndin að baki deginum sé í raun mjög einföld. „Það er okkur mjög eðlislægt að gleðjast og gleðja aðra. Það er gott tákn um það að kaupa rautt nef og ágóðinn af því rennur til þess að gleðja börn. Nefið sjálft notar maður til að gleðja sig og fólkið í kringum sig þannig að þetta er mjög góð leið til að safna peningum og hefur gef- ist mjög vel,“ segir Stefán og bendir á að dagsetningin sé engin tilviljun. 1. desember er alþjóðlegi alnæmis- dagurinn og UNICEF stendur nú að alþjóðlegu átaki til að vekja athygli á hvernig alnæmi snertir börn í auknum mæli. Þar fyrir utan skipar dagurinn sérstakan sess í sögu fslands. ísland talandi dæmi um árangur „Okkur fannst mjög viðeigandi að halda þetta fyrsta desember sem er fullveldisdagur íslands. Frá því að fs- lendingar fengu fullveldi hefur staða þeirra náttúrlega gjörbreyst bæði hvað varðar tekjur og velmegun en líka hvað varðar heilsu barna. Heilsa Þarna var til dæmis boðið í aðfá að vera veðurfréttamaður á NFS. Sá veðurfrétta- maður hefur aldrei stigið á stokk heldur var þetta bara leið til að gefa peninga. barna árið 1918 á íslandi var ekkert sérstaklega góð og okkur hefur tek- ist að gerbreyta því hér. Það er mjög athyglisvert að velta [iví fyrir sér að fyrir 150 árum var sland eitt fátækasta ríki í heimi og með eina hæstu tíðni ungbarna- dauða í heiminum. Á þessum til- tölulega stutta tíma, þremur manns- ævum eða svo, hefur fsland orðið eitt af ríkustu ríkjum í heimi með lægstu tíðni ungbarnadauða. Við erum talandi dæmi um hvernig hægt er að ná árangri. Þetta er hægt að gera annars staðar og ég er full- viss um það að eftir 150 ár munum við líta fram á allt aðra stöðu. Það næst árangur og verkefnin skila sér. Tíðni ungbarnadauða hefur lækkað og það eru fleiri krakkar sem fara í skóla núna þannig að árangurinn er að skila sér. fslendingar nutu stuðn- ings til að ná þessum árangri og þegar spurt er hvort þetta sé hægt þurfum við bara að horfa í spegil- inn,“ segir Stefán Ingi Stefánsson að lokum.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.