blaðið


blaðið - 01.12.2006, Qupperneq 44

blaðið - 01.12.2006, Qupperneq 44
EMBER 2006 Mezzaluna Mezzaluna er hnífur með tveimur handföngum og er ómissandi verkfæri til að saxa kryddjurtir, súkkulaði og annað sem þarf að saxa smátt. Nafnið er ítalskt og þýðir hálfmáni og vísar í lögun hnífsins. Hnífurinn er voldugur en ekki eins hættulegur og hann lítur út fyrir að vera þar sem það er næstum ómögulegt að skera sig á honum þegar báðar hendur halda utan um handföngin tvö. blaöiö Nammijól Nammi er ekki bara sætt í munni heldur einnig sætt á borði í hlutverki jólaskrauts. Hægt er að búa til jólakalla úr sykurhúðuðu hlauþi og einnig er fallegt að skreyta aðventukransinn með hlaupi og sykurstöfum. Það eina sem þarf að varast við svona girnilegt skraut er að það verði borðað áður en jólin koma. tlrjiZ ' matur matur@bladid.net Nigella á skjáinn Áhugamenn um mat og lífsins lysti- semdir hrópa húrra og láta fara vel um sig fyrir framan sjónvarpið á miðvikudags- kvöldum þar sem nautna- dísin íturvaxna Nigella Lawson er aftur komin á skjáinn. í fyrsta þættinum töfraði Nigella fram afslaþpaða veislu; eldheitt chili með maís- brauði, gamaldags rækjukokteil og syndsamlegan eftirrétt sem samanstóð af súkkulaðiköku, kirsuberjum, búðingi og rjóma. Nigella töfrar fram réttina af al- kunnri snilld og lætur skáldlegar setningar um rétt þeyttan rjóma fljóta með. Djúpsteiktir bananar Þetta er einfaldur og hollur skyndíbiti fyrir krakka. Uþþskriftin miðast við sex. • 120 ml mjólk • 2 bananar, maukaðir • 250 g hveiti • 3 g salt • 10 g lyftiduft • 2 egg, þeytt • 15 g smjör, brætt \ • 945 ml grænmetisolía, til að steikja úr • 65 g flórsykur Blandið saman í skál banönum og mjólkinni. Bætið síðan við hveiti, salti og lyftidufti. Að lokum er bræddu smjöri og eggj- unum hrært saman við. Hitið olíu í potti. Mótið litlar kökur úr deiginu og djúpsteikið þar til þær verða gullinbrúnar. Þegar kökurnar eru teknar upp úr feitinni eru þær lagðar á eldhúspappírtil þerris. Sigtið flórsykur yfir þær og berið fram heitar. Jólaundirbúningurinn er löngu byrjaður hjá Nönnu Rögnvaldardótt- ur, matgæðingi og matarblaðamanni hjá Bistró. „Við byrjuðum að undir- búa jólin í október hér á blaðinu en jólablaðið okkar kemur út í dag. Ég er hins vegar ekkert byrjuð að und- irbúa jólin heima hjá mér, nema í huganum, þar er allt komið á fullt,“ segir Nanna þegar hún er spurð út í undirbúninginn fyrir jólin. Nanna segist ekki vera mikið að festa sig í hefðum þegar kemur að matargerð fyrir jólin, „Ég baka allt frá þremur smákökusortum upp í sautján, það fer eftir því hvernig skapi ég er í hverju sinni. Það eru kannski tvær smákökuuppskrift- ir sem ég baka alltaf en hinar eru einhverjar nýjar sem ég finn og hef áhuga á að gera.” Það sem mann langar að gera Nanna segir að nú þegar mikill annatími fer í hönd finnist henni mik- ilvægt áð fólk finni sér tíma til þess að slaka á og fólk eigi að nota jólatil- standið til að slaka á en ekki láta það auka á stressið. „Ég var einmitt að skrifa grein um það fyrir jólablaðið hvernig fólk getur auðveldað sér jó- laundirbúninginn og greinin hefur yf- irskriftina: Tíu leiðir til að lifa jólin af. Það er hægt að stytta sér leiðir í mat- argerðinni og sumt er hægt að kaupa tilbúið og fólk á ekki að þurfa að búa til allt frá grunni sérstaklega þegar tíminn er af skornum skammti. I mín- um huga á jólaundirbúningurinn að snúast um það sem mann langar að gera ekki það sem maður á að gera og mitt mottó er að jólahefðir eru góðar en jólakvaðir er slæmar.” Nanna Rögnvaldardóttir er alkunn fyrir snilldartakta í matargerð Hún á séreitt mottó þegar kemur að jóium og það erað jólahefðir eru góð- ar en jóiakvaðir eru slæmar. Jólin byrja á Þorláksmessu Nanna gerir ýmislegt meira þegar kemur að matargerð en meðaljón- inn þar sem hún hefur brennandi áhuga á matargerð og er endalaus uppspretta hugmynda. „Minn helsti undirbúningur fyrir jólin er fyrir jólaveislu sem ég held alltaf á Þor- láksmessu. Þá er ég með opið hús fyrir vini og kunningja þar sem ég er með jólahlaðborð sem einkennist af ýmsum réttum, sumir eru fastir liðir, aðrir nýir og fer eftir því hverju ég hef áhuga á hverju sinni og hvað mig langar til að gera. Það eru marg- ir sem koma til mín og margir gest- anna segja að jólin byrji hjá mér. Ég býð alltaf upp á jólaskinku sem ég verka sjálf og síðan er ég með lamba- læri, hangikjöt, fiskrétti og girnileg- ar kökur.“ • 150 g rjómaostur með svörtum pipar • Va rauðlaukur, saxaður nýmalaður pipar • 1 vorlaukur (græni hlutinn), mjög smátt saxaður • 1-2 tsk. rauð paprika, mjög smátt söxuð • dill, steinselja eða vorlaukur til skreytingar Skerðu laxinn í litla bita og settu hann í matvinnsluvél ásamt rjómaosti og rauðlauk. Láttu vélina ganga þar til þetta er orðið að mauki. Kryddaðu með pipar eftir smekk og hrærðu smátt söxuðum vorlauk og paprikubitum saman við. Berðu maukið.fram í krukku ásamt ristuðurti snittum eða kexi eða smyrðu því á snit- turnar eða kexið og skreyttu kryddjurtum. Nanna gefur lesendum hér ein- falda og þægilega uppskrift að veislu- borði Þorláksmessuboðsins. Nanna segir að þessi uppskrift sé einföld og fljótleg og hún hefur út- fært hana á ýmsa vegu og haft hana í boði í veislunni á Þorláksmessu. Þennan rétt er líka hægt að nota sem forrétt sem og fyrir þá sem vilja gera vel við sig mitt í öllu jóíastress- inu. Sjálf segist Nanna yfirleitt ekki nota uppskriftir nema til hliðsjónar og segir að þær eigi að nota sem við- mið og uppsprettu hugmynda en ekki sem heilagan sannleik. Fjórir gæbaflokkar eru i bo&i: Fyrsta flokks humarhalar, góbir humarhalar, valdir skelbrotshalar eba smáhumar í súpur og smárétti. Sannkallaöur sœlkeramatur fyrir alla! Nú er tími fyrir humarveislu. Lokkandi og Ijúffengir humarhalar bíba ykkar í hentugum umbúbum og uppskriftir fylgja meb á bakhlibinni. Vinnslustöðin 1/tl/ Vestmannaeyjum w J w Oforskammaðar súkkulaðibitasmákökur 24 kökur, undirbúningstími 20 mínútur • 1 bolli gott súkkulaði, gróft saxað • 4 msk. ósaltað smjör • 2/3 bollar hveiti • Vi tsk. lyftiduft • Vz tsk. salt • 2 stór egg • % bollar brúnn sykur • 1 tsk. vanilludropar • 1 Vz bolli súkkulaðibitar Hitið ofninn á 180 gráður. Bræðið 1 bolla af súkkulaði og smjör saman í potti þartil það er bráðið. Varist að blandan hitni um of. Blandið hveiti, lyftidufti og salti saman í skál. Þeytið eggin, sykurinn og vanillu í annarri skál þartil blandan er orðin létt. Minnkið hraðann og blandið súkkulaði og smjörbræðingnum saman við. Blandið því næst hveiti- blöndunni og að lokum súkkulaði- bitunum saman við. Setjið deigið með skeið á plötu með bökunarpappír og hafið gott pláss á milli kaknanna. Bakið í 12-15 mínútur þar til kök- urnar eru tilbúnar, þær eiga að vera mjúkar í míðjunni. Látið kökurnar kólna í 10 mínútur og þá má gæða sér á þeim.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.