blaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 1. D
|006
Bakað með börnunum
Gleymiö ekki börnunum þegar smákökurnar
eru bakaðar fyrir jólin. Börnunum finnst alltaf
gaman að baka og það er lítið mál að finna
verkefni sem hæfa öllum aldurshóþum.
Byrja tímanlega
Það er ekki úr vegi að huga að jólamatnum
strax, sérstaklega ef ætlunin er að elda eitt-
hvað nýtt. Þá er nægur tími til að viða að sér
uþpskriftum og velta fyrir sér meðlæti og sósu,
blaðið
matur@bladid.net
Lykt jólanna
Það eru margar hefðir tengdar
við jólin og ein þeirra er vafalaust
ilmurinn af mandarínum og eplum.
Búðarborðin svigna undan þessum
kræsingum nokkrum vikum fyrir
jól og flestir landsmenn fjárfesta
í nokkrum mandarínum eða svo.
Yngri kynslóðinni finnst kannski
lítið jólalegt við epli en þeir sem
muna tímana tvenna eiga barn-
æskuminningar þar sem vart voru
jól án eldrauðra epla. Hinir sömu
rifja upp að eplin þrögðuðust allt
öðruvísi í þá daga og lyktuðu
jafnvel enn þetur. Þeir sem yngri
eru tengja jólin frekar við mand-
arínurnar safaríku sem lykta líkt og
jólin séu komin. Til að fá þennan
Ijúffenga ilm í húsið er tilvalið að
kaupa nokkrar mandarínur og epli
og hafa í opinni skál í eldhúsinu
eða á borðstofuborðinu. Margir
kjósa að stinga negulnöglum í
mandarínurnar og þá er jólailmur-
inn fullkomnaður.
Hnetujól Hnetur er einkar bragð-
góðar og ekki er verra að þær eru
jólalegar.
Bragðgóðar og
fallegar
Það er jaínan mikið um konfekt,
smákökur og önnur sætindi á
aðventunni og jólahátíðinni sjálfri.
Þótt sætindin séu venjulega
einstaklega bragðgóð þá fylgja
þeim því miður nokkur aukakíló.
Margir reyna því að halda sig frá
sætindum, að minnsta kosti yfir að-
ventuna, svo kílóin hrúgist ekki upp.
Ef sætindaþörfin verður æpandi
er alltaf gott að hugga sig með
rúsínum og hnetum sem auk þess
eru einstaklega jólalegar. Hnetur
eru ekki einungis borðaðar yfir jólin
heldur eru þær iíka fullkomnar til
að skreyta með.
Piparkökubakstur
Góða skapið nauðsynlegt
Piparkökur eru ómiss-
andi hluti jólanna og
ilmurinn af nýbökuðum
piparkökum fyllir mörg
heimili í desember. Ásgeir Sand-
holt konditor segist aldrei baka
piparkökur heima hjá sér enda sé
meira en nóg að baka í vinnunni.
„Til að piparkökurnar verði góð-
ar er nauðsynlegt að vera í góðu
skapi þegar maður bakar þær. Já-
kvæðnin virkar mjög vel og þá
er hægt að vera jákvæður ef illa
gengur,“ segir Ásgeir sem segir
að það sé ekki erfitt að baka pipar-
kökur. „Það er ekkert erfitt þegar
maður kann það. Eina ráðið sem
ég get gefið um piparkökubakst-
ur er þetta gamla góða að passa
sig á piparnum og nota ekki of
mikið af honum. Uppistaðan í
piparkökuuppskriftinni hér að
neðan er meira engifer heldur en
pipar. Engifer gefur mildara og
betra bragð en venjulegur pipar.“
Klassík deyr aldrei
í Bakaríi Sandholt eru bakaðir
tugir kílóa af piparkökum að sögn
Ásgeirs. „Við búum til allt mögulegt
úr deiginu og það er verið að panta
ýmislegt frá okkur, konur, karla,
húsveggi og fleira. Við hugsum um
handverkið og bökum í höndunum
í stað þess að stytta okkur leið með
einhverjum vélum.“ Aðspurður
hvort fólk fái aldrei leiða á pipar-
kökum segir Ásgeir að hann telji
að klassík deyi aldrei. „Ég hef til
dæmis ekki breytt uppskriftunum
frá langafa og þetta eru langbestu
piparkökurnar í bænum, þó ég segi
sjálfur frá. Þær eru orðnar að klass-
ík sem má ekki breyta of mikið. Ég
held að fólk kjósi klassíkina þó það
vilji alltaf prófa eitthvað nýtt.“
Konfektið vinsælt
Ásgeir segir að það sé því mjög
mikið álag í desember. „Ég fram-
leiði mikið af konfekti og konfekt-
jólatrjám núna. Konfektjólatréð er
nokkurs konar konfektkassi í líki
jólatrés. Tréð má vera á borðum og
gestir geta borðað það. Það eru marg-
ir sem kjósa frekar að fá sér konfekt í
eftirrétt í staðinn fyrir kökur eða ís.“
Ásgeir lætur fylgja með dýrindisupp-
skrift að ljúffengum piparkökum.
svanhvit@bladid.net
Iflff
»■#
Iki-ir:?-1
krf*-
Ásgeir Sandholt konditor „Til að piparkökurn-
ar verði góðar er nauðsynlegt að vera í góðu
skapi þegar maður bakar þær. “
mmm
Piparkökur (ca. kíló af deigi)
400 grömm hveiti 10 grömm natron
400 grömm púðursykur 20 engifer ferskt
200 grömm smjör 50g kanill
3 egg 50 grömm pipar eða negull
10 grömm lyftiduft
Hrærið varlega saman sykri og smjöri
og bætið eggjunum saman við. Bætið
síðan þurrefnunum út í. Kælið, rúllið
í pylsur og skerið í ca. 1 cm þykkar
sneiðar. Dreifið á bökunarplötu og
bakiðvið ca. 170-180°C.
Jólamaturinn minn
Borða jólamatinn hjá mðmmu
Nadia Banine sjónvarpskona
þarf ekki að hafa mikið fyrir jóla-
matnum í ár því hún er alltaf hjá
móður sinni á aðfangadag. „Það er
hefð fyrir því að hafa hangikjöt á
jólunum hjá mömmu. Ég hef nán-
ast alltaf verið hjá mömmu nema
þegar ég bjó erlendis. Að vísu kom
öll fjölskyldan heim til mín í fyrsta
skipti í fyrra. Mamma fékk að ráða
hvað var í matinn og það var hangi-
kjöt. Ég er svo sem ekkert vanaföst
með jólamatinn en mamma er það
og hún fær að ráða þessu.“
Nadia segir að það sé engin hefð
fyrir því hvað er í matinn aðra
jóladaga. „Við erum nýbúin að upp-
götva mjög góðan mat í Nóatúni,
stóran og reyktan jólahana. Við
borðum oft hanann á annan í jól-
um eða jóladag. Mér finnst haninn
Hefð Nadia Banine borðar oftast hangikjöt á aðfangadag. „Það er hefð fyrir
að hafa hangikjöt á jólunum hjá mömmu."
rosalega góður og hann er aðeins ur æðislega góður og svo er ég far-
léttari en lambakjötið. Auk þess in að halda upp á reykta hanann
finnst mér léttreyktur lambahrygg- sem ég elda alltaf sjálf.“