blaðið - 01.12.2006, Síða 60

blaðið - 01.12.2006, Síða 60
60 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 ■ ITIIWjWDimiWiHii. blaöiö Jack Schidt er full alvara. Hann vill láta dýrka sig. Hann þarfnast þess. Hann veit líka að fólk þarfn- ast þess að dýrka hann. Hann er holdgervingur gullkálfsins. Hann gengur í rauðum, þröngum og kynþokkafullum gallabuxum, spilar á loftgítar og vílar ekki fyrir sér að stinga sér í dansandi mannhafið til að láta bera sig á höndum. „Það hefur tíðkast lengi að dýrka gullkálf- inn af kappi,” segir Margeir Ingólfsson hljóð- hönnuður um partýglaða og óstýriláta alter- egóið sitt Jack Schidt. Margeir hélt vinsæl diskókvöld einu sinni á ári í ío ár. Aðspurður um hvers vegna disk- ókvöldin hafi tekið enda, segist hann hafa viljað snúa sér öðru og prófa eitthvað nýtt. Diskókvöldin hafi verið gífurlega vinsæl en honum hafi fundist hann þurfa að leita nýr ra fanga. „Því var það að ég gerði upp diskótíma- bilið,” segir hann. „Og eftir það steig Jack Schidt fram á sjónarsviðið.” Good shit frá Jack Schidt „Jack er bull, þ.e.a.s. hann er fyrir bullið í sjálfum mér. Þótt að auðvitað sé alvara í bull- inu,” bætir Margeir við. „Jack kemur með rokkið inn í dj-bransann og það er gaman að því að þróa karakterinn áfram. Jack Schidt er eini dj-inn sem hendir sér úr dj-búrinu,” bætir hann við og segist aðspurður ekki setja upp gullkálfsgrímuna með hornin áður en hann hendir sér út í mannhafið. „Sem betur fer hefur Jack verið gripinn hingað til.” Jack Schidt gefur út efni sitt hjá Pineapple Records sem er útgáfa á vegum GusGus. Kom- in er út vínýlplata sem hefur fengið glimrandi góðar viðtökur hjá þekktustu plötusnúðum heims. í Nakta apanum fást einnig bolir með Jack Schidt og gefins hljóðblöndur á disk sem ber heitið Good Shit með Jack Schidt, meðan birgðir endast. Jack vinnur stundum efni sitt með Phil Harmonic, vini sínum. Menn með stór nöfn þar á ferð. Aðspurður um nafngiftina segir Margeir að þetta sé leikur að orðum. „Eng- inn vissi Jack Schidt um Jack Schidt þegar hann kom fram í fyrstu. Ég hef lengi verið að leika mér með alls kyns bull og hef þá komið fram undir eigin nafni, en maður er að reyna að vera virðulegur hugbúnaðarsérfræðingur á daginn og þá er hentugt að finna bullinu stað í Jack.” Margeir staðfestir að Jack Schidt eigi valda- mikla vini og hann borði oft sushi með for- setanum. Nú seinna í mánuðinum kemur út remix sem Jack Schidt vinnur úr lagi í flutningi Stinu Nordenstam. „Þá er bara að sjá hvernig Jack fer með Stinu Nordenstam,” segir Marg- eir en Stina Nordenstam er virt söngkona sem er þekkt fyrir að vera lágstemmd og einlæg. f partýstemmningu í austantjaldslöndunum Margeir er alin upp í Breiðholti. „Ég hef samt búið stóran hluta ævinnar í miðbæ Reykjavíkur,” bætir hann við. Aðspurður um hvort hann kunni að breika, segist hann ekki vera fær í þvi. „Ég vildi að ég kynni að breika,” segir hann. En ég vinn reyndar með fyrrverandi íslandsmeistara í breiki, Stefáni Baxter. Hann tekur ótrúlega góða regnhlíf á móti vindi,” bætir hann við og hlær. Margeir hefur ferðast mikið undanfarið og það vekur eftirtekt að hann hefur spilað mikið í Austur-Evrópu. „Það er skemmtilegt að spila í þessum löndum,” segir hann frá. Spilamennska þar á sér ekki langa sögu þannig að stemningin er fersk. Ibúar land- anna eru nýlega lausir undan oki kommún- ismans og því er mikill uppgangur í tónlist og menningu þessarra landa. Partýið er rétt að byrja,” bætir hann við. Margeir er nýkom- inn frá Lettlandi. „Gaman að heimsækja þessi lönd því þetta eru lönd sem ekki er venja að ferðast til. Margeir hefur nýlega sent frá sér nýja plötu sem ber nafnið Blue Lagoon Soundtr- ack. Margeir bjó til plötuna með það að markmiði að lýsa eiginleikum og stemningu Bláa Lónsins þ.e. einstakt samspil orku, vís- inda og náttúru. Tónlistin á plötunni kemur úr ýmsum áttum og þar er meðal annars að finna lög með Daníel Ágústi, Filur & Stina Nordenstam og Ninu Simone . Margeir segist ekki þreytast á löngum vinnutíma þrátt fyrir að vera fjölskyldumað- ur. „Það þarf að ýta við mér til að slökkva á tónlistinni þegar stöðunum lokar,” segir hann. „Ég hef mikinn áhuga og ástríðu til að starfa að því sem ég geri nú og það heldur mér gangandi.” Heimasíða Jack Schidt: www.jack schidt. viðtal

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.