blaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006
blaóiö
VEÐRIÐ í DAG
Norðanátt
Norðaustan 8 til 13 metrar á sek-
úndu. Slydda eða él norðan- og
austanlands en annars bjart. Hiti
í kringum frostmark.
ÁMORGUN
Hvessir
Vaxandi suðaustanátt 18 til
23 metrar á sekúndu og fer að
snjóa um kvöldið, fyrst suðvest-
anlands. Hlýnandi veður.
VlÐAUMHEIM I
Algarve 16
Amsterdam 9
Barcelona 15
Berlín 9
Chicago ■7
Dublin 7
Frankfurt 9
Glasgow
Hamborg
Helsinki
kaupmannahöfn
London
Madrid
Montreal
9 New York
7 Orlando
6 Osló
7 Palma
g Parls
9 Stokkhólmur
2 Þórshöfn
9
15
6
22
10
6
Danmörk:
Frí auglýsing
í jóladagatali
Sögusvið jóladagatals danska
ríkissjónvarpsins í ár er að stór-
um hluta stórverslunin Magasin
við Kongens Nytorv sem er eigu
íslenskra fjárfesta. Sérfræðingar
segja að kynningin sé milljóna
virði fyrir Magasin, en áædað
er að 900 þúsund manns fylgist
með þáttunum á degi hverjum.
Þættirnir heita Leyndarmál
Absalons og íjalla um leit barna
að leyndarmáli Absalons, frum-
byggja Kaupmannahafnar, sem
hann á að hafa grafið undir bæ
sínum þar sem Magasin stendur
nú. í dönskum fjölmiðlum kemur
fram að Magasin hafi hvorki
tekið þátt í gerð þáttanna né
greitt Danmarks Radio fyrir.
Nintendo Wii:
Dregið um
tölvurnar
Á annað hundrað íslending-
ar sem hafa pantað Nintendo
Wii-leikjatölvuna þurfa að
skipta á milli sín um 60 leikja-
tölvum. Mun færri tölvur
bárust en lofað hafði verið.
Rúnar Hrafn Sigmundsson, hjá
Bræðrunum Ormsson, segir að
sendingin sem fer í sölu i dag
dugi til að uppfylla um þriðj-
ung pantana og verði dregið
milli þeirra sem pöntuðu.
Læknar ósáttir við reglur um lyfjagjöf:
Þurfa að betla um
nokkurra ára gömul lyf
■ Algjört skrifræði ■ Löng bið eftir nýjum lyfjum
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@bladid.net
„Þótt yfirstjórn spítalans hafi form-
lega samþykkt notkun tveggja nýrra
lyfja við nýrnakrabbameini þurfum
við að sækja um leyfi til að geta
ávísað á þau,” segir Sigurður Björns-
son, yfirlæknir lyflækningadeildar
krabbameina á Landspítala-háskóla-
sjúkrahúsi, sem finnst regluverkið
flókið.
í viðtali við Blaðið síðastliðinn
laugardag greindi Sigurður frá því að
krabbameinssjúklingar gætu þurft
að bíða í nokkrar vikur eða jafnvel
mánuði eftir úrskurði um hvort þeir
fengju nýjustu og bestu lyfin.
„Sum af lyfjunum sem við þurfum
að betla um höfum við verið að nota
í sex til átta ár. Við erum algjörlega
með það á hreinu að meðferðin
er mjög dýr og við vöndum vinnu-
brögðin. En ég uni því ekki að ein-
hverjar nefndir séu færari en ég um
að meta það hvort sjúklingar eigi
að fá ákveðin lyf eða ekki. Nú hefur
yfirstjórn sjúkrahússins
samþykkt kiínískar M£naðabið eftir
leiðbeiningar fyrir
tvö lyf sem aðallega
eru notuð við nýrna-
krabbameini. Þetta eru
leiðbeiningar sem við
læknarnir skrifuðum.
Við eigum að búa til leið-
■ Blaðið sl. laugardag.
nvium lyfjum
beiningar fyrir nefndina að fara eftir
svo að hún geti afgreitt umsóknir
frá okkur. Þetta er algjört skrifræði,”
segir Sigurður.
Vilhelmfna Haraldsdóttir, fráfar-
andi formaður lyfjanefndar Land-
spítala-háskólasjúkrahúss, segir
regluverkið nauðsynlegt. „Á stórum
erlendum spítölum, þar sem lyfja-
„ rannsóknir eru hluti af
starfi spítalans, er fólk
á alls konar lyfjum
upp á von og óvon.
Hér erum við háð nið-
urstöðum rannsókna
annars staðar frá og
verðum að vera með
kerfi til að fylgjast
með notkuninni.”
„Þegar sótt er um
fyrir lyfinu fyrir hvern sjúkling til yf-
irlæknis deildar lyfjamála. „Læknir
sjúklings biður um að svo og svo
mikið verði afgreitt af lyfinu í ákveð-
inn tíma. Þetta er engin skriffinnska.
Þegar klínískar leiðbeiningar liggja
fyrir gengur þetta fljótt og vel, sam-
dægurs eða næsta dag.“
Aðspurð um hvers vegna læknir
þurfi að senda inn beiðni um lyf
sem hafi verið í notkun í mörg ár
segir Vilhelmína að það sé gert til að
skrá notkun þeirra og fylgjast með
að notkunin sé í samræmi við leið-
beiningar. Að sögn Vilhelmínu bíða
tvö krabbameinslyf eftir afgreiðslu
hjá nefndinni og hefur annað þeirra
legið fyrir ndndinni í einn mánuð.
Undanþágur þó alltaf veittar á
meðan afgreioslu er beðið.
Regluverkið
flókið
Sigurður Björnsson
yfirlæknir
markaðssetningu á þessum lyfjum á
í slandi eru þau búin að fara f gegnum
mikla síu. Lyfjastofnun samþykkir
ekki lyfin nema þau séu gagnsöm.
Það er búið að eyða milljörðum doll-
ara úti í heimi í að koma lyfjunum í
gegnum slíka síu erlendis,” segir Sig-
urður Björnsson.
Vilhelmína viðurkennir að þótt
yfirstjórn spítalans sé búin að sam-
þykkja klínískar leiðbeiningar fyrir
lyf þurfi læknar að sækja um leyfi
Endurskoðun afgreiðslu
Læknaráð Landspitala fjallar um
endurskoðun afgreiðslu nýrra lyfja.
Seiður lands og sagna IV
Glæsilegt afrek í
íslenskri bókargerð
SKRUDDA
Eyjarslóð 9 - 101 R.
skrudda@skrudda.is
Fjórða bókin
í hinum
glæsilega
bókaflokki
Gísla
Sigurðssonar
blaðamanns
og ritstjóra.
í þessari bók
er fjallað um
Mýrar og
Snæfellsnes.
Eins og í fyrri
bókum er efnið
sótt í sögu
þjóðarinnar frá
landnámi til
okkar tíma. Á
fimmta hundrað
ljósmyndir, málverk, teikningar
og kort prýða bókina.
Grikkland:
Látinn í
milljónum
Lík 78 ára milljónamærings
fannst fýrir tilviljun í Aþenu,
höfuðborg Grikklands, um átján
mánuðum eftir dauða hans.
Líkið fannst í rúmi i íbúð húss
sem átti að rífa og í kringum það
lágu um þrjátíu bankabækur og
bunkar af peningaseðlum, sam-
tals um 120 milljóna króna virði.
Enginn ættingi hafði sakn-
að mannsins eða tilkynnt um
dauða hans og nágrannar héldu
að enginn byggi í íbúðinni.
Talið er að hann hafi látist af
náttúrlegum orsökum, en rétt-
arlæknar munu rannsaka líkið
þannig að fullvfst sé að enginn
glæpur hafi verið framinn.
Dæmdar bætur Birni Frið-
finnsyni, fyrrverandi ráðuneyt
isstjóra, voru í gær dæmdar
tveggja milljóna króna miska-
bætur og greiðsla launa úr
rikissjóði fram til sjötugs.
Björn Friðfinnsson fær bætur:
Er ósköp feginn
„Ég er ósköp feginn með þessa nið-
urstöðu í málinu. Auðvitað vildi ég
fá starfið mitt aftur og fá að vinna
það í friði. En ég er feginn að ára-
langri baráttu sé lokið því ég vil
ekki eyða ævinni í svona vitleysu,"
segir Björn Friðfinnsson, fyrrver-
andi ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og
viðskiptaráðuneytinu.
Árið 1993 fór Björn í launalaust
leyfi frá ráðuneytinu til að sinna
starfi framkvæmdastjóra Eftirlits-
stofnunar EFTA. Þegar hann kom
til baka fékk hann ekki starfið sitt
aftur og fór á endanum í mál við
ríkið vegna þess. 1 gær náðist sátt í
málinu þar sem ríkissjóður féllst á
að greiða Birni laun til sjötugs og
tveggja milljóna króna miskabætur.
Arnar Þór Jónsson, lögmaður Björns,
er ánægður með niðurstöðuna og
segir hana viðurkenningu. „Þetta
er góður sigur fyrir Björn. Greiðsla
hárra miskabóta og fulls málskostn-
aðar segir sína sögu og felur í sér við-
urkenningu á að brotið hafi verið
verulega gegn Birni,“ segir Arnar
Þór.