blaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 47

blaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 47
blaðiö FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 47 JÁ og NEI - tískan í vetur JÁ Hátísku fyrir slikk Hver segir nei við hátisku fyrir lítinn pening? Stórar tísku- verslanakeðjur sem selja fatnað á viðráðanlegu verði hafa lagt mikið upp úr því að fá góða og eftirsótta, vinsæla tískuhönnuði til liðs við sig. Dæmi um það er tískufatnaður hann- aður af Rouland Wlourat fyrir Gap og hönnun Viktors og Rolfs fyrir H&M sem kemur í verslanir í þessum mánuði. Auk þess sem á næsta ári ríkir mikil eftirvænting eftir hönnun Kate Moss fyrir TopShoþ. JÁ Já, auðvitað -Kylie Minoque Kylie er komin aftur af fullum krafti eftir að hafa tiáð baráttu við illvígan sjúkdóm. Hún hefur aldrei litið betur út og hefur skipt út stelpulegum kynþokka fyrir þroskaðan og klass- ískan stll. Hún skartar stuttri kliþpingu í anda bannáranna og Ijómar af sjálfsöryggi og töffaraskap. Hún er greinilega til í tuskið og hefur sett á markað sitt fyrsta ilmvatn, Darling. NEI Wei, bless bless -Hauskúputreflar, jakk- \ ar, húfur, sokkar... Gleymum þessu í bili. Dautt. Þarf að segja meira? NEI Nei, burt með þetta -Mynstraðar eða skærlitar sokkabuxur Það getur lífgað uþþ á annars litlausa tilveru að skella sér í skærrauðar eða hlébarða- mynstraðar sokkabuxur en hreint út sagt eru þær yfirleitt afkáralegar á hálf- fullorðnum konum. Allt í lagi á Nylon-stelpunum og Peaches Geldof og þeirra líkum. En við hinar getum haldið okkurvið hlutlausari liti. NEI Nei, ... rangt -tískugæludýr Dýr eru ekki skartgripir eða fylgihlutir. Tískudrósir og metrómenn með smáhunda, kettlinga, skjaldbökur til skrauts og pjatts mega bara skammast sín. Það er hreinlega rangt að fara svona með dýr. NEI Nei, úff -Appelsinugula fólkið Appelsinugulur húðljturinn er hrikalegur í gráblárri vetrar- birtunni. Slakið á dælunni á brúnkukremsbrúsanum. Röndóttir leggir og flekkóttar kinnar, hálfgular augnabrúnir og skringileg skil við hárlínuna eru hrikaleg sjón. Öllu skárri er hinn grámóskulegi húðlitur íslendingsins en sá er kenna má við Bart Simpson. NEI Nei, löngu búið... polkadoppur Hressandi og skemmtilegt í fyrstu. Þangað til eitthvað sauð upp úr í kvenmannsheilanum, svipað og geröist í Burberrysfylleriinu árið 2002. Nú er talað um að einhver sé haldinn polkaveiki eða sé polkasmitaður. Burt með doppur. En það má vel dansa polka. Klækjabrögð fyrir partíglatt fólk Samkvæmisfiðrildi geta varpað öndinni léttar því Orðlaus hjálpar þeim með undirbúninginn. Beita þarf kvenlegum lymskuklækjum til þess að lita vel út í þessum linnulausa hamagangi sem einkennir desembermánuð. Uppvakningar þurfa aðstoð Er við missum úr svefn sést það samstundis á annars fríðu útliti okkar. Dökkir baugar myndast fyrir neðan augu, húðin verður upphleypt og augun rauðþrútin. Geðslagið versnar til muna við svefnmissi og auð- vitað hefur það einna mest áhrif á framkomu þína og þar með útlitið því ekkert prýðir manneskju betur en frábær lund. Klækjabrögðín: Notaðu þær stundir þegar þú lendir í sam- ræðum við óspennandi manneskju til að blunda lítið eitt. Þú getur æft þig í að sofa standandi með opin augu. Sumum mann- eskjum er hvort sem er sama hvort þú hlust- ar eður ei og taka því lítt eftir starandi og tilbrigðalausu augnaráði viðmælanda sfns. Drekktu lítið sem ekkert kaffi nema rétt áður en þú ferð á mannfagnað. Líklegt er að þú munir tala eins og plata á hröðum snúningi og svítinn þeytast af enni þinu á nærstadda. En það er þó betri frammi- staða en að standa einhvers staðar eins og úrillur vargur með úfið og reytt hár. Partí eftir vinnu? I partívertíðinni er mikill ys og læti, jólaboð, glögg, hlaðborð og fleira. Dagskráin glaða er ekki einungis bundin við helgar og því er gott að vera viðbúin því að þurfa að vera glæsileg 24 stundir 7 daga vikunnar. Skrifstofuásjónan þarf eflaust smá hvatningar við og fljótlegar 5 mínútna lausnir henta vel því yfirmaðurinn verður ekki hrifinn sitjir þú löngum stundum við að þjala á þér neglurnar við skrifborðið. Klækjabrögðin: Taktu þér langar klósettferðir og dragðu snyrtikoffortið á eftir þér. Þú getur verið búin að líma rauðan sjúkrakross á koffortið þannig að klósettferðin fái ögn dramatískari tilgang. Afsakaðu þig og segðu að þér sé svolítið illt í maganum. Límdu spegil, líkan hliðarspegli á bíl, og festu á tölvuskjáinn. Þannig geturðu smám saman unnið að útlitinu yfir daginn. Tekið 5 minútur hér og þar í ýmsar tilfæringar. Farðu þó afsíðis ætlir þú að mála á þér tá- neglurnar eða plokka á þér augabrúnirnar. Ki. * • "í • •'l0“ ■ ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.