blaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 38

blaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 38
PIPAR • SÍA 3 8 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 blaðið Jólamatseðill Silfurs beint á borðið til þín Silfur jólaflavors menu Sýnishorn af kvöldseðli: Forréttir Heitreykt turtildúfa með timjan, rósapipar og hvítlauk Kengúra með rósmarín, lakkrís- rót og villiberjum Áll með rauðrófu, jerúsalem- ætiþystlum og chorizo Graflax með maísbaunum, dijon sinnepi og sólselju Aðalréttir Hreindýr með kantarellu, rauðkáli og epli Lynghæna með beikoni, döðlu og andalifur Andabringa og svínasíða með mandarínu, súkkulaði og bbq Vanillusaltaður þorskhnakki með fennel, sítrus og myntu Einnig opið í hádeginu New Style Restaurant / Pósthússtræti 11 / 578 2008 / www.silfur.is GjÖf í krukku Hunangs-, valhnetu- Það er alltaf gott að gefa þeim sem allt og ávaxtamúslí eiga eitthvað matarkyns í jólagjöf. Þessi 'A bolli valhnetur, ristaðar á pönnu uppskrift er fyrir morgunhana og það er um 'A bolli þurrkuð trönuber að gera að skreyta krukkuna með borða og 'A bolli þurrkaðar apríkósur uppskrift og gott aö láta skeið fylgja með. 'h bolli gott hunang matur Aðferð Hrærið saman hnetum og ávöxtum og setjið í fallega glerkrukku. Setjiö hunang ofan á. Geymist í ísskáp í allt að einn mánuð. Gott með ab- mjólk og út á hreint skyr. matur@bladid.net Veitingahúsaflóran stækkar Islenskur fiskur & franskar Meiri fjölbreytni er nú komin í veitinga- húsaflóruna í miðbæ Reykjavíkur því Ice- landic fish&chips verður opnað í dag. Eins og nafnið gefur til kynna þá býður staðurinn upp á djúpsteiktan fisk og franskar en í aðeins öðruvísi búningi en við eig- um að venjast. Þennan skyndibita sem á rætur sínar að rekja til Bret- lands er nefnilega búið að færa í hollan búning og á staðnum er ferskleiki og hollusta í fyrirrúmi. „Okkur fannst vanta stað sem byði upp á hollan skyndibita og fisk. Ég borða sjálf mikið af fiski, enda er fiskur minn uppáhaldsmatur," seg- ir Erna Kaaber, einn eigenda. „Við bjóðum upp á fjórar tegundir af fiski og hann er djúpsteiktur upp úr sér- stakri grjónahýðisolíu sem inniheld- ur mikið magn af næringarefnum og er mjög hitaþolin. Frönskurnar eru gerðar úr lífrænum kartöflum og þær bökum við í ofni en djúpsteikj- um ekki. Við leggjum áherslu á að allt hráefni sé fyrsta flokks og það er bæði hægt að grípa matinn með sér heim eða borða hér á staðnum,“ segir Erna um matinn sem Icelandic fish&chips býður upp á og bætir við að einnig sé boðið upp á heitar og kaldar súpur og salöt. „I janúar ætlum við síðan að bjóða upp á hollan morgunverð og þar á meðal verða múffur, brownies, cupcak- es og smákökur en það sem gerir það hollt er að við bökum án mjólkur, syk- urs, hveitis og gers þannig að það verð- ur hollara en ristað brauð með osti.” Veitingastaðurinn ætlar ekki að láta þar við sitja heldur býður einn- ig upp á nýjung sem snýr að börn- um. „Við verðum með barnamauk fyrir yngstu börnin, þau sem eru að byrja að borða. Við sérlögum barnamatinn og notum kókosólíu við matargerðina. Hugmyndin að barnamatnum kviknaði eftir spjall við vinkonur mínar sem eiga ung börn og þeim fannst vanta stað þar sem hægt væri að fá góðan mat fyrir yngstu Sörnin. Ég á sjálf þrjú börn og veit að þetta hefur vantað.” Ungbarnamauk a la lceland- ic fish&chips -úr sætum kartöflum og brokkolí • Ein lítil sæt kartafla (um 200 gr) • 1/3 af spergilkálshaus (um 200 gr) • 2 tsk kókosolía • 60 ml grænmetissoð eða soðið vatn Þessi blanda dugar í fjóra til fimm skammta og hana má frysta. Aðferð: Kartöflurnar og spergilkálið er gufusoðið í 15-20 mínútur, (fer eftir hvaða blandari er notaður til að mauka). Eftir soðningu er græn- metið sett í Vita prep-blandara, áðrir blandarar duga til verksins en gefa grófari niðurstöðu og ekki sömu rjómamjúku áferðina og Vita prep-blandarinn sem maukar einnig auðveldlega seigari bita eins og steikt kjöt. Einnig er nauðsyn- legt að sjóða grænmetið lengur fyrir aðra blandara. Kókosolíu og soði er bætt saman við grænmet- isblönduna. Annaðhvort er notað soðið af grænmetinu eða soðið vatn. Þær sem búa svo vel geta bætt brjóstamjólk út í í stað soðs- ins og kókosolíunnar. Kókosolía er mjög rík af lauric- sýru eins og móðurmjólkin en hún hjálpar til við að styrkja ónæmis- kerfi ungbarna og er því tilvalin í ungbarnamauk. Rótargrænmeti hentar vel sem fyrsta fæða því það hefur sætt bragð sem barnið kannast við frá brjósta- mjólkinni og því líklegt til að gæla við bragðlaukana. Hnetusmjörskökur sem koma á óvart Uppskrift fyrir 36 kökur. Þessar kökur eru mjúkar í byrjun en verða stökkari daginn eftir að þær eru bak- aðar. Það er hægt að setja allskonar súkkulaði og sælgæti ofan á þær í stað dropanna, eins og m&m með hnetusmjöri. Þær er best að geyma í lofttæmdu boxi og til að þær þorni ekki er sniðugt að setja nokkra syk- urpúða með í boxið. • '/2 bolli hnetusmjör • 4 msk. ósalt, mjúkt smjör • 1 bolli Ijósbrúnn sykur • 2 stór egg • 1 msk. vanilluextrakt • 1 '/2 bolli hveiti • 1 tsk. lyftiduft • 'A tsk. salt • 1/3 bolli sykur, til að velta deiginu upp úr • 36 súkkulaðidropar, til að setja ofan á Aðferð Hitið ofninn á 180 gráður. Blandið saman í hrærivél hnetusmjörinu og smjörinu þar til þlandan verður mjúk. Setjið þrúna sykurinn út í. Setjið eggin og vanillu út í og hrærið vel saman. Blandið saman í aðra skál hveiti, lyftidufti og salti. Bætið þurrefnablöndunni viö hnetusmjörsþlönduna og látið hrærivél- ina vera á lágum hraða á meðan. Látið blandast vel. Þegar blandan er orðin mjúk takið deig með teskeið og búið til litlar kúlur og veltið þeim upp úr hvíta sykrinum. Raðið kúlunum á ofnplötu með bökunarpapplr og hafið gott bil á milli kúlnanna. Þrýstiö ofan á hverja kúlu þannig að hún fletjist aðeins út. Bakið kökurnar þar til þær byrja að lyfta sér lítið eitt, um 7 mínútur. Takið kökurnar úr ofninum og setjið súkkulaðidropa á hverja og eina. Setjið aftur í ofninn og bakið þar til kökurnar verða gullinbrúnar og súkkulaðið er byrjað að bráðna, í um 6 mínútur. Takið kökurnar úr ofninum og leyfið þeim að kólna á plötunni í 10 mínútur áður en þeim er raðað á grind þar sem þeim er leyft að kólna alveg. (Til að kökurnar verði seigari er gott að setja kúlurnar inn i ísskáp í 10 mínútur áður en þær eru bakaðar).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.