blaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 40
A Kanarí yfir jólin
Heimir Karlsson segír ad
jólamaturinn verði eflaust
svolítid sérstakur i ár þar
sem fjölskyldan verdur á
Kanarieyjum yfir jólin.
FOSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006
Nammi namm
Það er nauðsynlegt að fá smá bökunarlykt í húsið á
aðventunni. Fyrir þá sem hafa ekki tíma til að baka
er hægt að kaupa tilbúið smákökudeig, það eina sem
þarf er að skera það niður og setja í ofninn.
■
blaöiö
Svangir sveinar
Jólasveinarnir fara á stjá innan skamms til að gleðja
þæga krakka. Þeir verða ansi oft svangir á ferðum
sínum og því er ekki úr vegi að skilja eftir handa þeim
mat í gluggakistunni, skyr, bjúgu og fleira.
ólamatur
Heimalagað
góðgæti
Skemmtilegustu gjafirnar eru
jafnan þær sem eru heimatilbúnar
enda er augsýnilega lagt hjarta
og sál í slíkar gjafir. Að sama
skapi er tilvalið að búa til eitthvað
matarkyns til að gefa í jólagjöf,
ekki síst fyrir matgæðinga. Hvort
sem það eru kökur, konfekt, sultur
eða annað þá er skemmtilegt að
fá heimatilbúna gjöf og gaman
að gefa. Ef ætlunin er að gefa
eitthvað sem geyma má í krukku
er tilvalið að finna til fallega krukku
og skreyta hana, annað hvort með
málningu eða einhverju efni. Kökur
og konfekt má setja í fallegt box
sem má líka búa til heima. Það er
margt sem má gera, það eina sem
til þarf er ímyndunaraflið.
Hollar
jólauppskriftir
Það er heilmikið sætindaát sem
fylgir jólahátíðinni með tilheyrandi
aukakílóum
og sykursjokki.
Það er óþarfi
að sniðganga al-
gjörlega sætindi
um hátíðirnar en
þess í stað er
hægt að borða
hollari sætindi.
Það væri því ekki úr vegi að reyna
að minnka sykur og önnur sætindi
í kökum en nota þess í stað hollari
hráefni. Oftast má aðlaga flestar
uppskriftir og gera þær töluvert
hollari, stundum er hægt að nota
heilhveiti í stað hveitis, rúsínur í
stað súkkulaðis og svo mætti lengi
telja. Á síðunni www.cafesigrun.
com má finna ótal uppskriftir og
þar á meðal hollar jólauppskriftir,
allt frá sveppasúpu til hnetusteikar.
Það er því lítið mál að bæta smá
hollustu í amstur jólanna.
Gott kaffi
á jólunum
Þótt jólin snúist fyrst og fremst um
samveru fjölskyldunnar þá skiptir
maturinn sömuleiðis miklu máli.
Fólk vill gera vel við sig í mat og
nýtur þess að borða máltíðir sem
eru sjaldan á borðum landsmanna.
Það er því tilvalið að láta ekki
staðar numið við mat heldur prófa
nýtt og Ijúffengt kaffi. Kaffiþorsti
gerir jafnan vart við sig eftir kvöld-
mat og hvað er betra en að gæða
sér á Ijúffengu hágæðakaffi. Gott
kaffi má finna í ýmsum verslunum
og um að gera að spyrja ráðlegg-
inga til að geta valið kaffið sem
hentar nákvæmlega tilefninu. Kaffi
er svo margvíslegt og það er því
ráð að kaupa nokkrar tegundir til
að leyfa bragðlaukunum virkilega
að njóta sín. Stundum vill það
hamla lífsreynslunni að kaffivélin
er ekki nægilega góð en það er því
ágætis hugmynd að jólagjöf handa
fjölskyldunni. Þó má ekki gleymast
að það þarf ekki endilega fokdýra
vél til að búa til Ijúffengt kaffi, gott
hráefni er allt sem þarf.
Rósa Guðbjartsdóttir ásamt dóttur
sinni, Margréti Lovísu: „Ég fæ bara
vatn í munninn að hugsa um kalkún-
inn en mér finnst jólin fyrst vera komin
þegarég finn kalkúnalyktina."
matur@blaclid.net
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjar-
fulltrúi í Hafnarfirði, seg-
ir að kalkúnninn sé ómiss-
andi á hennar heimili á
aðfangadagskvöld. „Ég bjó til mínar
eigin hefðir eftir að ég fór að búa en
í gamla daga var yfirleitt hamborg-
arhryggur hjá fjölskyldunni. Eftir
að ég fór að búa hef ég haft kalkún
á borðum og finnst það algjörlega
orðið ómissandi. Ég fæ bara vatn í
munninn að hugsa um kalkúninn
en mér finnst jólin fyrst vera komin
þegar ég finn kalkúnalyktina,“ segir
Rósa en fjölskyldan borðar yfirleitt
kalkún einu sinni á ári. „Stundum
höfum við eldað kalkún í kringum
bandarísku þakkagjörðarhátíðina
því við bjuggum um tíma í Banda-
ríkjunum. Ég væri svo sem alveg
til í að gera það oftar en það er ekki
regla hjá okkur.“
Afslappandi að elda
Rósa segist elda jólamatinn sjálf
msm
enda sé hún mikil áhugamanneskja
um matargerð. „Ég hef unnið í hluta-
starfi fyrir Gestgjafann síðastliðin
átta ár. Ég hef því sameinað áhuga-
mál og vinnu sem er algjör lúxus.
Mér finnst afslappandi og gott að
standa í eldhúsinu í lok dagsins,
skera niður grænmeti og búa til
einhverjar sósur. Það er þægilegt að
hlusta á útvarpið í leiðinni og leyfa
börnunum að sniglast í kringum
sig,“ segir Rósa og bætir við að á að-
fangadag búi hún yfirleitt til forrétt
úr reyktum laxi. „Ég hef samt gam-
an af að breyta til í forréttinum því
ég breyti aðalréttinum ekki svo glatt.
Uppistaðan í forréttinum er samt
alltaf reyktur lax. Síðustu ár hef ég
leyft krökkunum að búa til ís í eftir-
rétt. Ég hef ekki haft neina sérstaka
hefð með eftirréttinn en á allra síð-
ustu árum hefur þessi hefð myndast.
Krökkunum finnst þetta mjög gam-
an og ísinn smakkast mjög vel enda
er hrúgað súkkulaði í hann.“
Gott ráð frá Sigga Hall
Rósa segist alls ekki vera í eld-
húsinu allan aðfangadaginn að
elda kalkúninn. „Það er galdurinn
við kalkún, ég set bara fyllinguna
í kalkúninn og læt hann malla í
ofninum. Ég þarf ekkert að gera
fyrir hann á meðan eldun stendur
því ég kann eitt gott ráð frá Sigga
Hall. Ég dýfi grisjuklút ofan í ólífu-
olíu og breiða hann yfir kalkún-
inn. Klúturinn er tekinn af rétt í
lokin þegar hitinn er hækkaður
til að fá stökka skorpu. Með því
að hafa grisjuna yfir þá tryggirðu
það að kalkúnninn verði mjög
mjúkur og fínn og þú þarft ekki
að hella yfir hann bræddu smjöri.
Þetta er algjör lúxus,“ segir Rósa
og lætur fylgja með ljúffenga
laxauppskrift.
svanhvit@bladid.net
Laxarós á kartöflu
fyrir 4-6
• 2 stórar kartöflur, afhýddar
• salt
• sítrónusafi
• 1 dós sýrður rjómi, 18%
•1-2 skalottlaukar,
smátt saxaðir
• 2 msk. piparrótarmauk
eða 2-3 tsk.
• fersk piparrót, ferskt dill
• 200 g reyktur lax
• 4-6 tsk. silungahrogn
Sneiðið kartöflurnar langsum
í um 1 cm þykkar sneiðar og
sjóðið í 10-15 mínútur. Takið þær
strax upp úr pottinum og kælið.
Saltið þær síðan og penslið
með sítrónusafa. Hrærið saman
sýrðan rjóma, lauk, piparrót-
armauk og dill. Skerið laxinn í
sneiðar og komið honum fallega
á fjórar til sex kartöflusneiðar.
Setjið 1-2 msk. af sósu ofan
á hverja sneið og loks silunga-
hrogn yfir, og kannski örlítið dill
til skrauts.
Sérstakur jólamatur í ár
Heimir Karlsson fjölmiðlamaður
er ekki búinn að ákveða hvað verð-
ur í jólamatinn því hann verður á
Kanaríeyjum á jólunum ásamt fjöl-
skyldu sinni. „Ég bjó erlendis í mörg
ár en við héldum engu að síður jólin
alltaf heima hjá okkur. Þetta verður
því í fyrsta skipti sem við höldum
jólin utan heimilisins en við verðum
á Kanaríeyjum frá 18.-29. desember.
Það er mikill spenningur i fjölskyld-
unni. Ég býst því ekki við öðru en
að jólamaturinn verði svolítið sér-
stakur í ár miðað við undangengin
ár. Það er að minnsta kosti ekki á
stefnuskránni að taka hamborgar-
hrygginn með okkur út. Hins vegar
tökum við sennilega pakkana með
okkur en við höfum reyndar ekki
rætt það. Kannski vilja dæturnar
láta pakkana bíða undir trénu þang-
að til við komum heim.“
Veit ekki hvort við eldum sjálf
Heimir segir að hingað til hafi
oftast verið rjúpur eða hamborgar-
hryggur á jólaborðinu. „Við erum
ekki komin svo langt að ákveða
hvort við förum út að borða á að-
fangadag eða hvað. Við höfum aldr-
ei komið til Kanaríeyja áður og þetta
er í raun í fyrsta sinn sem við fjöl-
skyldan förum á svona strönd. Ég
veit ekki hvað bíður okkar þarna en
það eru eflaust einhverjir góðir veit-
ingastaðir þarna. Það hefur ekki ver-
ið ákveðið hvort við eldum sjálf eða
förum á veitingastað á aðfangadags-
kvöld," segir Heimir og viðurkennir
að það verði svolítið sérstakt að
vera ekki heima hjá sér yfir jólin.
„Ég hef ekki tekið mér almennilegt
frí og á mikið frí inni. Konan mín
er kennari í Menntaskólanum
við Hamrahlíð
og það er erfitt
fyrir kennara
að fá frí nema
í kringum
svona stór-
hátíðir. Við
ákváðum því
að nota bara
tækifærið og
dætur okkar
voru sáttar
við það.“