blaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 8
Förðunarspegillinn sem stækkar fimmfalt 8 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 blaAiö BANDARÍKIN _ UTAN ÚR HEIMI Minnesota heilsusamlegast [ nýlegri rannsókn United Health-stofnunarinnar kemur í Ijós að Minnesota er heilsusamlegasta ríki Bandaríkjanna. Vermont og New Hampshire fylgja fast á eftir, en Louisiana nýtur þess vafasama heið- urs að skipa neðsta sæti á listanum. Opna á umferð frá Kýpur Tyrkir hafa ákveðið að opna eina höfn og flugvelli fyrir umferð frá gríska hluta Kýpur til að létta af einangrun tyrkneska hluta eyjar- innar. Evrópusambandið hafði sett það sem skilyrði í aðildarvið- ræðum við Tyrki, en Tyrkir hafa verið tregir til að uppfylla skilyrðið. Yfirlýsingin markar því viss tímamót. Sigurboginn, Laugavegi 80 Síini: 561-1340, www.sigurboginn.is Jón Reynir Hilmarsson er ósáttur við aksturslag vagnstjórans á sinni leið Segir hann keyra of hratt og jafnvel ekki virða umferðarljós Farþegi ósáttur við glæfraakstur strætóbílstjóra: í farsímanum á ólöglegum hraða ■ Stórhættulegur maöur ■ Tifandi tímasprengja ■ Hefur kvartaö ítrekað Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net Strætisvagnafarþegi hefur ítrekað kvartað við Strætó bs. yfir glæfra- legu aksturslagi vagnstjóra sem hann líkir við tifandi tímasprengju. Að sögn farþegans keyrir vagnstjór- inn nánast undantekningarlaust yfir hámarkshraða og talar jafnvel í farsíma meðan á akstri stendur. Kvartanir hafa hingað til ekki skilað neinum árangri. Framkvæmda- stjóri Strætó bs. segir fyrirtækið taka allar kvartanir alvarlega. Mikil slysahætta „Ég er búinn að kvarta sex sinnum út af þessum bílstjóra og tel að það sé tímaspursmál hvenær hann veldur slysi,“ segir Jón Reynir Hilmarsson, viðskiptavinur Strætó bs. Nú síðast hafði hann samband við lögreglu þegar honum of- bauð aksturinn. „Þessi maður er stórhættulegur.“ Jón tekur daglega strætisvagn í vinnuna og segist margítrekað hafa orðið vitni að glæfralegum „Sinnum öllum kvörtunum.“ Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó bs. akstri bílstjórans á sinni leið. Hann segir farþega stundum hafa beinlínis verið í hættu vegna ofsa- aksturs og ónærgætni vagnstjór- ans. „Hann keyrir ekki bara hratt heldur hemlar venjulega ekki fyrr en hann er alveg kominn að stræt- óskýlinu. Farþegarhafa verið nærri því að fljúga úr sætunum sínum og slasast.“ Að sögn Jóns keyrir vagnstjórinn venjulega um ío til 20 kílómetrum hraðar en hámarkshraði leyfir og jafnvel yfir á rauðu ljósi. Þá segir Jón steininn hafa endan- lega tekið úr þegar umræddur vagn- stjóri byrjaði að tala í farsíma án handfrjáls búnaðar í miðjum akstri. Svo upptekinn hafi maðurinn verið í símanum að hann missti af biðstöð og þurfti að hleypa Jóni út úr vagn- inum á miðjum vegi. „Hingað til hefur ekkert mark verið tekið á kvört- unum mínum og manni er spurn hvort Strætó bs. sé annt um farþega sína. Þetta eiga að heita atvinnubíl- stjórar og það á ekki að vera mitt verk að aga þessa vagnstjóra." Sinna öllum kvörtunum Ásgeir Eiríksson, framkvæmda- stjóri Strætó bs., segir fyrirtækið taka allar kvartanir frá viðskipta- vinum alvarlega. Hann segist þó ekki vilja tjá sig um einstök tilfelli. „Við sinnum öllum kvörtunum sem berast. Tölum við viðkomandi vagn- stjóra og förum yfir málið frá hans hlið. Síðan leggjum við áherslu á að menn bæti ráð sitt.“ Að sögn Ásgeirs er vagnstjórum bannað að tala í farsíma og reynt sé að fylgjast með því að þeir fari eftir settum reglum. Hann segir fyrirtækið ennfremur taka vel öllum ábendingum sem geti leitt til bættari þjónustu. „Við viljum hafa þjónustuna í lagi og ein leiðin til að bæta sig er að farþegar láti okkur vita þegar eitthvað er í ólagi.“ Alþjóðsamningar ekki fullgiltir: Stjórnvöld í afneitun Stjórnvöld hafa hvorki fullgilt Palermo-samning Sameinuðu þjóð- anna um aðgerðir gegn mansali, sem undirritaður var fyrir sex árum, né lagt fram áætlun um aðgerðir til að stemma stigu við mansali líkt og stjórnvöld höfðu skuldbundið sig til að gera á síðasta ári. Kolbrún Halldórsdóttir, þing- maður Vinstri grænna, undrast aðgerðaleysi stjórnvalda í þessum málaflokki. „Maður fer að spyrja sig hvort það sé eitthvað við ís- lensk stjórnvöld, hvort þau séu í einhverri afneitun gagnvart því að þetta vandamál sé til staðar á Is- landi.“ Hún segir að hin norrænu ríkin sem samþykktu gerð aðgerða- Mansal á íslandi Ekki lengurhægt að afneita þeim vanda. áætlana hafi ekki dregið fæturna líkt og stjórnvöld hérlendis. Danir séu þegar komnir fram með aðra aðgerðaáætlun. Ragna Árnadóttir, skrifstofu- stjóri dóms- og kirkjumálaráðuney t- isins, segir aðgerðir mikilvægari en áætlanir. „Við höfum frá 2003 sér- stakt ákvæði í hegningarlögum um mansal. Landamæragæsla hefur verið hert sem er mjög mikilvægur þáttur í baráttunni gegn mansali. Síðan var gerð breyting á lögreglu- lögunum sem tekur gildi 1. janúar og þar er sett á fót greiningardeild þar sem lögð er áhersla á það að greina hættuna á alvarlegri glæpa- starfsemi. Mansal er þar á meðal."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.