blaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 25

blaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 25
blaðið FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 2 5 SIMPLY CLEVER SkodaOctavia Umrœðan Ég hef ákveðið að nefna ekki nafn þessa alþingismanns í þessum skrifum bæði vegna þess að ég er þegar búinn að senda viðkomandi alþingismanni mótmælabréf mitt og ekki síst vegna þess að ég er kominn í jólaskap. Hins vegar langar mig að nýta umræðuna til þess að velta upp hvort íslenskukunnátta eigi að vera skilyrði sem frambjóðendur verða að uppfylla og um leið spyrja hvers konar samfélag viljum við vera. Mig langar til að benda á tvö atriði til umhugsunar. í fyrsta lagi finnst mér sjálfum það hljóta að vera mjög erfitt að vera alþingismaður ef maður skilur enga íslensku. En sjaldnast er um slíkt að ræða. Spurningin sem menn velta raunverulega fyrir sér er hvort íslenskukunnátta frambjóðenda sé fullnægjandi eða ekki. 1 framhald- inu verður maður því að spyrja sig: Hver metur og hvernig á að meta hvað sé „fullnægjandi eða nægileg íslenskukunnáttá? Ég held að mæli- kvarðinn hljóti að vera hvort fram- bjóðandinn geti sinnt starfi sínu eða ekki. Ef hann getur staðið undir kröfum kjósenda sinna hlýtur hann að standa undir kröfum sem gerðar eru til alþingismanna, óháð því hversu góða íslensku hann talar. Að sjálfsögðu hlýtur frambjóðandi að fá ýmsa aðstoð frá fólkinu í kringum sig. Það gleður mig að geta fullyrt út frá eigin reynslu að mjög auðvelt er að finna gott og hjálpsamt fólk á íslandi sem er boðið og búið til að aðstoða innflytjendur þegar þeir eiga í erfiðleikum með íslensku, t.d. með því að fara yfir skrif og annað. Þetta álít ég mikið fagnaðarefni. I öðru lagi hef ég veitt því athygli að íslenskukunnáttan virðist skipta höfuðmáli í þessu samhengi. I of- angreindu dæmi minnist alþing- ismaðurinn t.a.m. ekkert á stjórn- málaskoðanir frambjóðandans, en frambjóðandinn býður sig fram í pól- itík en ekki til íslenskukennslu. Þó ís- lenska frambjóðandans sé ekki „full- komin” geta stjórnmálaskoðanir og hugsjónir hans þrátt fyrir það verið skarpar og framlag hans í hið pól- itíska landslag ómetanlegt. Eigum við ekki að skilja þetta atriði skýrt? Með því að leggja höfuðáherslu á íslenskukunnáttu frambjóðandans missum við sjónar á hæfileikum Innflytjendur á þing 1 prófkjörum stjórnmálaflokkanna undanfarið má sjá fleiri erlend nöfn á meðal frambjóðenda en áður. Ekki er aðeins um að ræða nöfn því sumir frambjóðendanna með erlendu nöfnin virðast hafa góða möguleika á þingsætum eftir næstu alþingiskosn- ingar. Ég tel þessa nýbreytni vera já- kvæða, en sumir sjá málið öðruvísi og spyrja hvort þetta sé í lagi. Þekktur og hásettur alþingis- maður fjallaði nýlega um þetta mál á heimasíðu sinni. Hann vísaði í tiltek- inn frambjóðanda og sagði: „Siðast þegar ég vissi talaði hann [frambjóð- andinn] ekki íslensku. ... Á Alþingi hefur mér skilist að menn verði að tala hið ástkæra, ylhýra. Hvernig ætla bændur að leysa tungumála- vanda hans [frambjóðandans]? Eða fær hann að flytja sínar ræður á enskri tungu?“ hans á sviði stjórnmála og útilokum um leið rödd innflytjenda í íslensku samfélagi. Að mínu mati getur það varla talist mjög lýðræðislegt. Slíkt er án efa uppspretta „vandamála" i framtíðinni. Ég óska þess innilega að umræðan í kosningabaráttunni um þessi mál verði málefnaleg og falli ekki í fordómagryfjuna. Höfundur er prestur og stjórnmálafræðingur. Útilokum ekki rödd innflytj- enda í íslensku samfélagi Toshiki Toma Tækniundrið TDI dísilvélin eyðir aðeins lítrum Skoda Octavia með 1,9 lítra TDIR dísilvé! afsannar að afl og hagkvæmni fari ekki saman. Vélin skilar 105 hestöflum en eyðslan er einungis 4,9 lítrar í blönduðum akstri á hverja 100 km. Svo er Octavia TDIR einnig fáanleg fjórhjóladrifin og meira en tilbúin í átök vetrarins. Hvort sem hindrunin er háir snjóskaflar eða hátt eldsneytisverð, þá ertu í toppmálum á Skoda Octavia TDIR. í ágúst 2006 tókst Stefáni Ásgrímssyni, ritstjóra FÍB blaðsins, að ná eyðslu bílsins í 3,63 litra þegar hann ók rúmlega hringveginn, alls 1.515 km, í áheita- akstri HEKLU fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. HEKLA GullnaStýrið Skoda Octavia hefur meðal annars hlotið Cullna stýrið, einhver eftirsóttustu bílaverðlaun heims. Afl og hagkvæmni sameinast Umboðsmenn um land allt: Höldur hf., Akureyri, sími 461 6020 • HEKLA, Borgarnesi, simi 437 2100 • HEKLA, Isafirði, sími 456 4666 HEKLA, Reyðarfirði, simi 470 5100 • HEKLA, Reykjanesbæ, slmi 420 5000 ■ HEKLA, Selfossi, sími 482 1416 HEKLA, Laugavegi 174, slmi 590 5000 www.hekla.is, hekla@hekla.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.