blaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 30
K°«ul Hugrekki er afar mikilvægt. Eins og vöövi styrkist það af notkun. Ruth Gordon Afmæhsborn dagsins JAMESTHURBER RITHÖFUNDUR, 1894 MARÍA SKOTADROTTNING, 1542 JIM MORRISON TÓNLISTARMAÐUR, 1943 3 0 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 blaöiö kolbrun@bladid.net r Mary Higgins Clark á íslensku Bókaútgáfan Skjaldborg hefur gefið út þrjár bækur eftir Mary Higgins Clark. Jón Daníelsson þýddi. Ethel Lambston, slúðurdálka- höfundur í New York sem margir þekkja en fáir elska, hverfur skyndilega. Neeve Ke- arney, eigandi glæsilegrar fataversl- unar, fær áhuga á málinu. Ethel var viðskiptavinur hennar. Og þegar Ethel finnst skorin á háls vakna minningar Neeve um viðbjóðslegt morðið á móður hennar sem aldrei varð upplýst. Áhugi Neeve á þessu einkennilega máli verður til þess að hún kemst sjálf í lífs- hættu. Dansað við dauðann er önnur bók sem Skjald- borg gefur út eftir Mary Higg- ins Clark. Jón Daníelsson þýddi. Stallsyst- urnar Erin Kelley og Darcy Scott eru nýlega fluttar til New York og báðar á framabraut, Erin sem skartgripahönnuður en Darcy sem innanhússarkitekt. Til gamans telur Darcy Erin á að hjálpa vinkonu þeirra, sem stjórnar sjón- varpsþætti, við að kanna persónu- leika fólks sem setur einkamála- auglýsingar í tímarit. Þetta virðist saklaus skemmtun ... þar til Erin hverfur skyndilega en lík hennar finnst síðan á eyðilegri bryggju á Manhattan - með dans- skó á öðrum fæti. Þriðja bókin eftir Mary Higgins Clark er Heima er engu öðru líkt. Gissur Ó. Erlingsson þýddi. Celia Nolan, ungur innanhússarkitekt, er blekkt til að flytja í hús sem hún hafði svarið að stíga aldrei inn í framar - bernskuheimili sitt. Því að hún er í raun Lísa Barton sem tíu ára hafði orðið móður sinni að bana með voðaskoti þegar hún reyndi að verja hana gegn ofsa- fengnum stjúpföður sínum. M MADY MIG0IM5 CLADK Gerður Kristný „Ég hef velt því fyrir mér hvort barnabóka- skrifséu orðin eins og hvert annað kvennastarf, það tekur enginn eftir þvínema hætt verði að sinna því. “ BMit/Eyþór Eru fjölmiolar að bregðast börnum? Íand hinna týndu sokka er ný barnabók eftir Gerði Kristnýju. „Hún fjall- ar um Þorgeir, átta ára, sem langar til að eignast hund en má það ekki því mamma hans átti hund þegar hún var lítil og sá hundur týndist. Hún vill ekki að það sama hendi son sinn og finnst því auðveldast að meina hon- um um þá gleði að eignast eigin hund. Þegar Þorgeir kemst í kynni við land hinna týndu sokka fær hann þá flugu í höfuðið að reyna að finna týnda hundinn hennar mömmu sinnar. Bókin fjallar um landið sem ég held að dótið og gælu- dýrin sem við týnum fari til,“ segir Gerður Kristný. „Reyndar fer ýmis- legt fleira þangað því bókin fjallar öðrum þræði um það þegar maður týnir sjálfum sér. Þegar við verðum fyrir slæmri reynslu eigum við það til að breytast og verða ekki aftur söm. Þá þurfum við að geta farið til baka og haft uppi á sjálfum okkur.“ Þetta er tíunda bók Gerðar og þriðja barnabók hennar. „Mér sýn- ist það vera orðinn siður á íslandi að höfundar fáist við ýmis konar skrif. Vel flestir fullorðinsbóka- höfundar hafa líka skrifað barna- bók,“ segir hún. „í raun er ekkert öðruvísi að skrifa fyrir börn en full- orðna fyrir utan það að allt verður að ganga upp í sögunni. Endirinn verður að vera fallegur. Lausir end- ar og tilgerð eru bönnuð.“ Sorglega lítill áhugi Þegar Gerður er spurð hvort barnabókahöfundar eigi erfitt með að fanga athygli fjölmiðla segir hún: „I ár er raunin sú að dómar um barnabækur hafa birst mjög seint. Þeir eru greinilega látn- ir mæta afgangi. Þetta kemur mér mjög á óvart því þetta áhugaleysi fjölmiðla er í andstöðu við áhugann í samfélaginu. Barnabókahöfund- ar eru mikið pantaðir í upplestra í skólum og kennarar, börn og for- eldrar sýna verkum þeirra mikinn áhuga. Fjölmiðlar hafa verið fljótir að stökkva til þegar einhver vill tala um minnkandi bóklestur og lesskilning barna en þegar koma út nýjar íslenskar barnabækur er áhuginn sorglega lítill. Þetta finnst mér undurfurðulegt því við eigum verulega góða barnabókahöfunda. Ég hef velt því fyrir mér hvort barnabókaskrif séu orðin eins og hvert annað kvennastarf, það tekur enginn eftir því nema hætt verði að sinna því með þeim afleiðingum að höfuð íslenskra barna fyllast af rykhnoðrum. Þetta áhugaleysi sýn- ir líka virðingarleysi gagnvart börn- um. Okkur finnst mun merkilegra að fjalla um það þegar þau standa sig illa, heldur en þegar þeim geng- ur vel.“ „Svo minnist ég þess..." Gerður Kristný hefur haft nóg að gera við að lesa upp úr bók sinni undanfarið. „Ég man ekki eftir öðrum eins önnum í upplestrum," segir hún. „Það hefur verið mjög mikið að gera en þar kemur líka til verkefni sem heitir „skáld í skól- um“ þar sem sex rithöfundapör út- bjuggu dagkrá og fóru í skóla með hana. Ég vann með Sigrúnu Eldjárn og það var skemmtilegt að sjá hvað börnin þekktu sögurnar hennar vel, enda hefur hún skrifað á fjórða tug bóka. Þetta var nokkuð ójafn leikur þegar ég mætti með mínar þrjár. Ég þarf greinilega aðeins að herða mig. Það er mjög gaman að lesa upp fyrir börn. Viðbrögðin láta ekki á sér standa. Bókin mín er ætl- uð fyrir 6- 9 ára, þannig að þetta eru nokkuð ungir krakkar sem ég hef verið að lesa fyrir. Ég var á Ak- ureyri fyrir skömmu og krökkun- um var boðið að spyrja mig spurn- inga. Þau vildu miklu heldur segja mér frá einhverju skemmtilegu og drengur úr 5. bekk, Aron að nafni, vildi endilega segja mér frá því að hann hefði farið bæði til Noregs og Finnlands. Síðan ætlaði ég að taka orðið af honum en þá stoppaði hann mig og byrjaði frásögn sína á orðunum: „Svo minnist ég þess... “. Hvað er maður að þykjast hafa eitt- hvað að segja við krakka sem eru svona gáfaðir og hafa svona góðan orðaforða?“ menningarmolinn Lennon skotinn Á þessum degi árið 1980 var Bít- illinn fyrrverandi, John Lennon, myrtur af ofstækisfullum aðdáanda sínum fyrir framan heimili sitt á Manhattan. Mark Chapman, 25 ára, hafði fyrr um daginn fengið eigin- handaráritun hjá Lennon. Hann beið síðan fyrir framan bygginguna og þegar Lennon birtist skaut hann fjórum skotum að honum. Lennon var fluttur á sjúkrahús helsærður en lést áður en þangað var kom- ið. Chapman beið hinn rólegasti á morðstaðnum þar til lögregla kom og handtók hann. Vikum saman stóðu aðdáendur Lennons vakt við heimili hans og enginn efaðist um einlæga sorg þeirra. Sálfræðingar úrskurðuðu að Chapman væri á mörkum þess að teljast andlega vanheill. Honum var ráðlagt að bera fyrir sig geðveiki en fylgdi ekki þeim ráðum og játaði fús- lega á sig morðið. Hann var dæmdur í tuttugu ára fangelsi. Árið 2000 var honum neitað um náðun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.