blaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 20
blaðið VÍSLAIMDS MÁLNING 20 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 Ný versiun íslandsmálningar í Skútuvogi Opnunartilboð á innimálningu. Loftmálning 3L kr. 490 Veggjamálning 3L kr. 490 Veggfóður kr. 590 Veggfóðursborðar kr. 390 íslandsmálning Skútuvogi 13. S. 517 1501 beínt á móti Húsasmiðjunni íslandsmálning Sætúni 4. S. 517 1500 Geimferðir: Abba á leið út í geim Mbl.is Mikil spenna ríkti í Svíþjóð vegna ferðar fyrsta sænska geimfarans Christer Fuglesang með geimferjunni Discovery sem skotið var á loft frá Cape Canaveral í nótt. Geimskotið var sýnt beint í sænska sjónvarpinu. Til stendur að Fuglesang fari í tvær geimgöngur og sinni í þeim viðgerðum á Alþjóðlegu geimstöðinni. Samkvæmt fréttum sænskra fjölmiðla ætlar Fuglesang að taka sænskan mat og tónlist með sér út í geiminn en hann hyggst meðal annars taka með sér ABBA-tónlist. BEIN LYSING Fyrirlestur fyrir ahugafolk um heimilislýsingu þar sem fjallað er um Ijóstækni, fagurfræði, orkukostnað og annað sem hafa þarf í huga. Laugardaginn 9. desember, klukkan 11.00 f.h. í verslun okkar í Ske'rfunni Skráning hjáÁsgrími í s. 568 7733 eða með pósti a asgrimur@epal.is Epal hf. / Skeifan 6 / Sími 568 7733 / epal@epal.is / www.epal.is / / Sex slösuðust Hundrað hús og fjöldi bíla skemmd- ust í hvirfilbylnum. i P' •f ■ Y Ipist m y „ m t & Hvirfilbylur myndaðist í Lundúnum: Þök rifnuðu af húsum ■ Sex slösuðust ■ Fjöldi húsa og bíla skemmdist Sex meiddust og um hundrað hús . skemmdust i hvirfilbyl sem gekk yfir nokkrar götur í Lundúnum um hádegisbil í gær. Þök rifnuðu af nokkrum húsum og fjöldi bíla skemmdist í bylnum sem myndaðist í Kensal Rise-hverfinu í norðvestur- hluta Lundúna. Maður á fimmtugs- aldri var fluttur á sjúkrahús með al- varlega höfuðáverka en fimm aðrir hlutu minniháttar meiðsl. Sjónarvottar segja að úrkoma hafi verið mikil og ýmsir lauslegir hlutir hafi flogið um. Colin Brewer, íbúi sem varð vitni að hvirfilbylnum, segir í viðtali við BBC að upplifunin hafi í upphafi verið spennandi en svo ógnvekjandi. „Þetta var alveg ótrúlegt. Skyndilega sá ég hvirfil myndast í loftinu en svo náði hann jörðu og þá fóru alls kyns hlutir á flug. Ég sá tré rifna upp með rótum, útihurðir á flugi, rúður brotna og fólk fá lauslega hluti í sig.“ Manor-grunnskólinn var rýmdur í kjölfarið, þar sem þak skólans skemmdist auk þess sem þak sundlaugar skólans rifnaði af. Tíu sjúkrabílar voru sendir á vettvang og slökkviliðið sendi um fimmtíu menn sem afgirtu svæðið sem varð verst úti. Hverfisráðið hefur komið upp athvarfi fyrir þá sem gátu ekki snúið heim til sín. Hvirfilbyljir á Bretlandseyjum hafa verið afar sjaldséðir en þeim hefur fjölgað á síðustu árum. Mikill hvirfilhylur gekk yfir Birmingham í júlímánuði i fyrra sem skemmdi um þúsund hús og olli margmillj- óna tjóni. Fjöldi hvirfilbylja á Bretlands- eyjum síðustu átján mánuði gefur væntanlega vísbendingu um það sem koma skal, en vísindamenn telja að þeim muni fjölga enn frekar með hlýnandi loftslagi á jörðinni. KAKOSUPA MyndMrkitekmslofaHlédlíarSveinsdólUir EKTA ÍSLENSK Súpur& gpaucai Ekca íslensk kakósúpa meó mjúku og seiðandi sœdu kakóbragði Aldrei byggt Forseti bæjarstjórnar Álftaness telur sig ekki hafa beitt sér óeðli- lega gegn nýbyggingu nágranna síns og skiiur hvorki fullyröingar eiganda lóðarinnar né fyrrverandi bæjarstjóra. Lóðadeilur á Álftanesi: Verður aldrei byggt „Fullyrðingar eiganda lóðarinnar koma mér á óvart þar sem ég hef aldrei nokkurn tíma átt samtal við manninn. Orð hans og fyrrverandi bæjarstjóra í þessu máli vekja furðu þar sem ég hef frá upphafi lýst yfir vanhæfi mínu,“ segir Kristján Svein- björnsson, forseti bæjarstjórnar á Álftanesi. Deilur standa yfir vegna bygg- ingarleyfis á lóð við Miðskóga 8 á Álftanesi. Eigandi lóðarinnar vill byggja á henni og segir Kristján berj- ast gegn því þar sem skyggja muni á útsýni í kjölfarið. Kristján ítrekar þá skoðun sína að hann hafi með engum hætti beitt sér óeðlilega í málinu og að eignarhald lóðarinnar standist ekki. Hann segist hafa snyrt lóðina eilítið til þar sem hún hafi lengi verið í ólestri. „Framkvæmdir mínar á lóðinni voru gerðar í góðri trú enda taldi ég hana ekki vera byggingarhæfa. Ég var og er nokkuð öruggur um að þarna verði aldrei byggt,“ segir Kristján. „Svívirðingar fyrrverandi bæjarstjóra, Guðmundar Gunnars- sonar, í málinu tel ég óeðlilegar og jaðra þær við meiðyrði."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.