blaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 22
blaöíó
blaðiö
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson
Fréttastjórar: Brynjólfur Þór Guðmundsson og
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Ritstjórnarfulltrúar: Elín Aibertsdóttir og
Janus Sigurjónsson
Ósigur ráðherra
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra beið mikinn
ósigur þegar Alþingi ákvað að afgreiða ekki frumvarp hennar um Ríkisút-
varpið. Með því að fresta afgreiðslu frumvarpsins fram yfir áramót segja
kunnugir að það þýði aðeins það eitt, að frumvarpið verði ekki að lögum
fyrir kosningar, og þá aldrei eftir kosningar. Þetta er pólitískur ósigur
menntamálaráðherrans og varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Enginn vilji
er til þess innan þingsins að styðja ráðherrann og nú hefur komið í ljós að
samráðherrar og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins leggja ekkert á sig til að
leiða ráðherrann út úr pólitísku öngstræti. Þar er Þorgerður Katrín í vanda
og það skömmu fyrir kosningar.
Útvarpsstjórinn og aðrir sem hafa mikinn hag af þeim breytingum sem
átti að gera á rekstri Ríkisútvarpsins verða að sætta sig við að ráðherra út-
varpsins hefur ekki styrk til að láta drauma þeirra rætast. Sú er niðurstaða
gærdagsins. Það er ekki almennur vilji til að auka enn á forskot ríkisfjöl-
miðilsins og það er þess vegna sem málið fær ekki framgang á Alþingi.
Með þessum málalokum kemur í ljós hversu miklu stjórnarandstaða getur
fengið framgengt á góðum degi. Þess vegna getur verið mikill munur að vera
óbreyttur þingmaður í stjórn og í stjórnarandstöðu. Frjálshyggjumennirnir,
sem tilheyra stjórnarliðinu, ætluðu sennilegast allir sem einn að greiða götu
ríkisfjölmiðilsins í samkeppni við frjálsa fjölmiðla, þar sem þeim er sagt að
gera svo. Ekki vegna þess að þeir séu þeirrar skoðunar að vegur ríkisfjölmið-
ils eigi með lögum að vera tryggður langt umfram það sem aðrir fjölmiðla
kunna að geta, heldur vegna þess að þeim er sagt að segja já.
Nú hafa stjórnarandstæðingar skorið frjálshyggjumennina úr ríkissnör-
unni og veitt þeim frelsi, komið í veg fyrir að þeir gengju gegn eigin lífsskoð-
unum. Stjórnarandstæðingar höfðu sigur og helst vegna þess að frumvarpið
um Ríkisútvarpið, sem er gamalt fyrirheit ráðherrans, hefur ekki fengið
hljómgrunn, það hefur hinsvegar veikt stöðu menntamálaráðherrans og
varaformanns Sjálfstæðisflokksins verulega.
Sigurjón M. Egilsson
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaösins
J öfnunarstyrkur
til náms
- Umsóknarfrestur á vorönn
2007 er til 15. febrúar nk. -
Nemendur framhaldsskóla
geta átt rétt á:
• Dvalarstyrk (verða að
dvelja fjarri lög-heimili og
flölskyldu sinni vegna náms).
• Styrk vegna skólaaksturs
(sækja nám frá lögheimili og
ijölskyldu fjarri skóla).
Upplýsingar og skráning um-
sókna vegna vorannar/suma-
rannar 2007 er á www.lin.is.
Lánasjóður íslenskra
námsmanna
Námsstyrkjanefnd
22 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006
Umferðin ráði för
Menn tala mikið um það þessa dag-
ana að náðst hafi þverpólitísk sam-
staða um breikkun Suðurlandsvegar,
allt frá Reykjavík að Selfossi. Guð láti
gott á vita, en samt sem áður er það
nú svo, að enn er deilt um fyrirkomu-
lag breikkunarinnar og síðan vex auð-
vitað kostnaðurinn sumum nokkuð í
augum. Það er sjálfsagt að halda þétt
um pyngjuna á Alþingi og ber að lofa
það fremur en lasta.
En þetta leiðir vitaskuld hugann
að vegamálum almennt hér á landi
og hvernig búið hefur verið að þeim.
Það deila ekki margir um það lengur,
að bíll er nauðsyn, eins og best má sjá
á fjölda bíla. Þeir eru um 250.000 tals-
ins, en hér á landi eru liðlega 220.000
manns 17 ára eða eldri. Þjóðin hefur
kosið og hún kaus bílinn.
Skattpíning og sóun
Samt sem áður er það nú svo að
enginn hópur á íslandi getur talist
skattpíndari en einmitt bifreiðaeig-
endur, þannig að þjóðin er að leggja
talsvert á sig við það að halda úti
bílaflotanum. Við innflutning á
hverjum bíl lætur nærri að eigand-
inn sé að kaupa tvo fyrir einn og
skattpíningin er því meiri sem bíll-
inn er stærri og öruggari. Eftir að
kerran er komin á göturnar heldur
ránið svo áfram, þvi allt sem teng-
ist bílum er skattlagt eins og mun-
aðarvara á haftatímanum. En samt
er það nú svo að það ratar ekki
nema brot af þessum fjármunum
í samgöngukerfið aftur og er engu
líkara en að stjórnvöld liti svo á að
þeim beri að hegna þjóðinni fyrir
flottræfilsháttinn.
Svo er sérkapítuli hvernig því
fé, sem þó er lagt í samgöngur, er
varið. Varla þarf að ræða hvernig
höfuðborgarsvæðið hefur verið af-
skipt i þeim efnum, en eins hefur
verið furðulegt að fylgjast með því
hvernig verkefni hafa verið valin
með það fyrir augum að blása lífi í
gjaldþrota byggðastefnu í stað þess
að gera hið augljósa: að láta umferð-
ina ráða för.
Andrés Magnússon
Tvöföldum slagæðarnar
Fáum þarf að koma á óvart að
þorra bíla á Islandi er — líkt og lands-
menn—að finna áhöfuðborgarsvæð-
inu. Tveir af hverjum þremur bílum
eru hér í Reykjavík og nágrenni, en
síðan er það auðvitað í eðli farar-
tækja að þeim er ekið á milli. Út úr
höfuðborginni eru þrjár meginsam-
gönguæðar: Reykjanesbraut, Vestur-
landsvegur og Suðurlandsvegur.
f kjölfar óhugnanlegra banaslysa
á Suðurlandsvegi virðast menn loks
hafa vaknað upp af Þyrnirósarsvefni
um að eitthvað þurfi að gera, en væri
ekki nær áð spyrja hvers vegna ekk-
ert var að gert fyrr? Umferð um Suð-
urlandsveg hefur aukist ört að und-
anförnu og fara nú 11 þúsund bílar
um hann á dag, en um 20 þúsund á
dag um helgar. Þetta er enginn vaxt-
arkippur, því umferðin hefur aukist
jafnt og þétt um 6% síðustu 12 mán-
uði. Og þettta átti svo sem ekki að
koma neinum á óvart, strandflutn-
ingar hafa lagst af og vegakerfið ber
nánast allan innanlandsflutning á
vöru og hráefnum. Þá hefur færst
æ meira i vöxt að höfuðborgarbúar
eigi sér heilsársbústaði úti á landi,
ekki síst á Suðurlandi, og það munar
um minna en þá umferð. Hinu má
svo ekki heldur gleyma að breyttir
lifnaðarhættir gera það að verkum
að menn telja það síður eftir sér en
áður að sækja vöru og þjónustu á höf-
uðborgarsvæðinu og mörkin milli
atvinnusvæða í fjórðungnum verða
æ óljósari.
Undanfarna áratugi hafa tugir
manna týnt lífinu á Suðurlandsvegi
og hundruð manna hlotið örkuml.
Af breikkun Reykjanesbrautar
höfum við hins vegar lært að það
þarf ekki að vera þannig. Þar hefur
ekkert banaslys orðið síðan vegar-
bæturnar þar voru gerðar. Þarf frek-
ari vitna við?
1 stað þess að brúa fáfarna eyði-
firði og bora göt á afskekkt fjöll er
tímabært að stjórnmálamenn hugi
að hag fjöldans í þessu. Það þarf að
tvöfalda Suðurlandsveg milli Reykja-
víkur og Selfoss og Vesturlandsveg
að Borgarnesi. Það þarf að gerast af
framsýni og án hálílcáks.
Höfundur er blaðamaður
Klippt & skorið
Blaðamenn héldu pressukvöld í fyrra-
kvöld þar sem fjallað var um rannsókn-
arblaðamennsku. Blaðamenn voru
einhuga um að efla þyrfti
þá tegund blaðamennsku.
Margir undruðust hins
vegar það sem Sigríður
Dögg Auðunsdóttir
blaðamaður upplýsti að
aðeins fjórum sinnum
hafa blaðamenn kært til
Úrskurðarnefndar um upplýsingamál á árinu
en almenningur 28 sinnum eða sjö sinnum
oftar en blaðamenn. Það er ekki vegna þess að
blaðamenn fái allir þessar upplýsingar í hendur
heldur virðast þeir ekki gefa sér tlma til að fylgja
málum sinum betur eftir og láta þar við sitja
þegar neitað er um upplýsingar.
Margir hafa
gert grín að
þeim orðum
Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur á fundi Sam-
fylkingarinnar i Keflavík um
helgina að þjóðin treysti
ekki flokknum til að halda
um stjórnartaumana. Það þarf ekkert að gera
grín að þessum orðum - þetta er örugglega
alveg rétt hjá formanninum. Spurning hvort
þjóðin treysti öðrum flokkum eitthvað frekar?
Það er langt síðan jafnmargar óánægjuraddir
hafa heyrst í þjóðfélaginu og nú upp á síðkastið
Tíminn til kosninga erstutturog varla nægurtil
að þagga niöurí óánægjuröddunum. Þingmenn
hafa vonandi tíma til þess í jólafríi sínu sem hefst
á morgun að velta þessum málum fyrir sér.
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra
lenti í heiftugum hanaslag á Alþingi (gær
vegna samgöngumála. Á meðan hringdi
nýráðinn aðstoðarmaður Sturlu í leiðarahöfund
Blaðsins, skammaðist yfir skrifum um umferðar-
mál og sakaði hann um vanþekkingu. Á www.
sudurlandsvegur.is er nú undirskriftasöfnun:
.Skipta 10 mannslíf á ári virkilega ekki meira máli
en að tvöföldun Suður- og
Vesturlandsvegar er látin
biða á meðan önnur mál
eru látin hafa forgang. Það
er ekki gert ráð fyrir þessu
þjóðþrifamáli á núverandi
samgönguáætlun." Skyldi
ráðherravita afþessu?
elin@bladid.net