blaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 blaöiö INNLENT Færri á nagladekkjum Mæling í byrjun desember sýndi fram á minni notkun nagiadekkja nú miðað við sama tíma í fyrra. (Ijós kom að fjörutíu prósent ökumanna aka á negldum dekkjum. stjórnmAl Óráðið hjá Vinstri grænum Kjörstjórn Vinstri grænna í Reykjavík fundaði í fyrradag um niðurstöður forvals flokksins sem fram fór um síðustu helgi. Drífa Snædal, framkvæmdastýra flokksins, segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar um röð frambjóðenda á listum flokksins en það skýrist vonandi fyrir jól. BÍLÞJÓFNAÐUR Skilin eftir á miðri götu Bifreið sem stolið var í Hafnarfirði aðfaranótt fimmtudags fannst um tvöleytið í gær á miðjum Nýbýlaveginum á móts við Þverbrekku. Bifreið- inni var lagt þar á milli akreina og höfðu þjófarnir forðað sér fótgangandi. Þjófarnir höfðu þó vit á því að setja hættuljósin á bílnum í gang áður en þeir yfirgáfu hann til að valda ekki óþarfa umferðarhættu. Ohappaalda í Reykjavík: 36 óhöpp á 36 tímum 36 óhöpp urðu á jafnmörgum klukkustundum í umferðinni í Reykjavík frá aðfaranótt miðviku- dags fram á fimmtudagsmorgun. Öll óhöppin voru smávægileg að einu undanskildu. 1 því tilfelli kvartaði tíu ára drengur undan eymslum í hálsi eftir að loftpúði blés upp framan í hann, þegar ekið var aftan á bílinn sem hann var farþegi í. Lögreglan í Reykjavík segir að þetta séu óvenju mörg óhöpp á svo skömmum tíma en hefur engar skýringar á hvað geti valdið þessari óhappaöldu. Einn lögregluþjónn sagði þó að ein- hver af þessum óhöppum mætti eflaust rekja til andvaraleysis Umferðaróhöpp hafa verið tíð undanfarna daga Bílstjórar senda SMS-skilaboð og fylgjast ekki með umferðinni. ökumanna, menn væru að tala í síma eða senda SMS á meðan á akstrinum stæði Höfum mikið úrval leikfanga. Spil, púsl og módel fyrir alla aldurshópa. úmsrunofíHúsio Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 5870600, www.tomstundahusid.is II ÍSLANDS NAUT Til að byrja með Fát á piltinn Vinirpiltsins Pilturinn virðist standa hjá hlæjandi og ráða við ástandið einn ýtir honum þegar en snögglega áttar hann reynir i örvæntingu hann sig á þvi að að slökkva eldinn. hann getur ekki slökkt eldinn. w 5 'S* •fsek sek Hálf mínúta Drengurinn 33 sekúndurA//s var búinn að loga i hálfa logaði pilturinn í 33 mínútu þegar hann kast- sekúndur og hlaut aði sér niður og tókst að nokkurn skaða af. slökkva eldinn. t ^ 12 sek . ♦ Unglingur kveikti í sér og setti það á Netið: Heimskulegt og hörð lexía ■ Logaði í hálfa mínútu ■ Sprengjuuppskriftir á heimasíðunni Eftir Val Grettisson valur@bladid.net „Þetta var bara heimskulegt og hörð lexía,“ segir unglingurinn sem kveikti í sér á meðan vinir hans tóku það upp á myndband. Piltarnir eru allir um 14 ára gamlir og úr Hafnarfirði. Á sláandi myndskeiði sem búið er að íjarlæga af Netinu mátti sjá ung- lingspilt skvetta bensíni á löppina á jafnaldra sínum. Svo kveikir hann í og löppin á piltinum skíðlogar. í horn- inu á rammanum má sjá klukku sem fer af stað og tekur tímann. 1 fyrstu virðist pilturinn hafa vaðið fyrir neðan sig. Það breytist þó snögglega þegar honum tekst ekki að slökkva eldinn. Fát kemur á piltinn á meðan hinir hlæja og taka atvikið upp. Þegar eldurinn hefur logað í rúma hálfa mínútu tekst piltinum að slökkva í sér eftir sársaukafulla baráttu. Þá er sýnt þegar pilturinn leitar sér aðstoðar á heilsugæslunni Sólvangi en piltarnir lugu að lælcn- inum að þeir hefðu verið að setja bensín á skellinöðru og eldurinn hefði kviknað út frá sigarettu. Sjálfur segir pilturinn: „Ég veit að þetta er fá- ránleg lygi, en hann trúði þessu.“ Myndskeiðið minnir á tilburði fé- laganna í Jackass, eða Kjánunum, en Mánuð að jafna sig Það tók piltinn mánuð að jafna sig en hann fékk ansi Ijótt brunasár eftir uppátækið. Þegar læknirinn spurði hvað hefði gerst lugu piltarnir þvíað kviknað hefði íbensíni út frá sígarettu þegarþeir voru að setja það á skellinöðru. þættirnir voru sýndir á Skjá einum og svo hafa tvær kvikmyndir með heimskupörum þeirra verið sýndar hérlendis við miklar vinsældir. Aðspurður segir pilturinn að hug- myndin hafi ekki endilega komið frá þeim þætti en segist samt hafa gaman afhonum. Myndskeiðið var tekið upp fyrir þremur mánuðum en að sögn pilts- ir«c fólr Ronn nm mórmð iafna sig almennilega eftir brunann. Mynd- skeiðið mátti finna á heimasíðu pilt- anna. Á síðu þeirra má finna fleiri myndskeið þar sem piltarnir klifra til dæmis upp á Sparisjóð Hafnar- fjarðar. Einnig má finna nákvæmar leiðbeiningar í sprengjugerð. Þar leynist til að mynda uppskrift að rörasprengju og Mólótov-kokteil. Einnig er vísað á verslanir þar sem efnin fást. Efnalaugin Björg Góð þjónusta Þekking Opiö: mán-fim 8:00 - 18:00 föst 8:00 - 19:00 laugardaga 10:00 - 13:00 Háaleiti8braut 58-60 • Sími 553 1380
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.