blaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 48

blaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 blaðið Pétur Ben var um tíma fyrst og síðast þekktur sem samverkamaður Mugisons. Hann stóð við hans hlið og allir vissu að hann var nokk- urskonar galdragræja í skugganum sem gaf lögum eiiis og ,Murr Murr“ nokkurra volta stuð á tónleikum. Þetta var fyrir rúmum tveimur árum. „Mugimama kemur út 2004 þá steig ég fram á sjónarsviðið,” seg- ir Pétur Ben. Hann segist þó hafa unnið að tónlist í nokkur ár áður en hann hóf samstarfið við Mugison. ,Ég var í hljómsveit sem hét Tricker og lærði tónsmíðar í Tónskólanum í Reykjavík. Ég hafði ekki mikinn tíma til að spila eða vinna að tónlist á meðan. Þegar ég var lauk námi var Mugison kominn á fulla fart og dró mig svolítið inn í sinn heim. Eftir það er ég búinn að vera hægt og bít- andi að smiða minn heim.” Pétur Ben hefur fengið þrjár til- nefningar til hinna fslensku tónlist- arverðlauna fyrir frumraun sína: ,Wine for my Weakness," sem hefur fengið glimrandi góða dóma. Hann stendur ekki lengur í skugganum og galdrar heldur kemur fram á sjónar- sviðið með eigið sjónar- og hljóðspil sem Pétur Ben, hæfileikaríkur tón- listarmaður, textahöfundur og frá- bær gítarleikari. Hann spilar stund- um einn með gítarinn, stundum syngur konan hans, Anna Kristín, með og stundum er fjölmennt á svið- inu af þeim hljóðfæraleikurum sem hann hefur fengið til liðs við sig. Langaði að syngja og var rekinn „Ég byrjaði að spila á hljómborð þegar ég var um tíu ára aldur,” segir Pétur. „Og fyrir svona krakka sem kunna ekki neitt og skilja ekki neitt þá hugsa þeir ekki að þeir ætli að verða tónlistarmenn. Það var svo stórt hugtak. Seinna tók ég upp gítarspil og var alltaf gítarleikari í hljómsveitum. Þangað til ég heyrði í hljómsveit þar sem allir sungu í hljómsveitinni. Það varð til þess að mig langaði til að stofna svoleiðis hljómsveit. Þar sem allir meðlimir hennar syngja, mér fannst það svo fallegt. En eng- inn vildi syngja með mér og það var ráðin söngkona inn i bandið. Þrátt fyrir það vildi ég samt halda áfram að syngja en þeir vildu það ekki. Þá var ég rekinn. Það var önnur hljóm- sveitin sem ég var rekinn úr,“ bætir hann við og hlær. Kostuleg staðreynd þar sem Pétur er einmitt tilnefndur fyrir söng í ár. „Allavega þá stofnaði ég hljóm- sveit á þeim forsendum að ég myndi bara syngja mín lög,“ heldur hann áfram. „Og í dag finnst mér söngur- inn skipta miklu máli. En á þann veg að orðin dragi sönginn áfram en ekki söngurinn orðin.“ Enginn dagurer eins Pétur er uppalinn í Garðabænum. Hann stendur á þrítugasta aldursár- inu. Hann er engin miðbæjarrotta. Heldur sig í úthverfinu í rólegri fjölskyldustemningu. Vinnur löng- um stundum í leikhúsinu og kemur fram og spilar með gítarinn sinn. En hjá Pétri er enginn dagur eins. ,Konan mín syngur á plötunni, Anna Kristín Guðmundsdóttir. Við erum svolítið team,“ bætir hann við. ,Hún er frábær söngkona og hjálpar mér mikið við allskyns praktísk at- riði. Almennt er þetta bara lítið fyr- irtæki sem samanstendur að mestu af mér og henni og dagarnir eru mis- jafnir. Suma daga er þetta rosalega gaman, þá er maður til í að vera í símanum allan daginn, suma daga er ég að vinna í leikhúsinu alla daga, aðra daga sef ég ekkert og er fram Pétur Ben Benediktsson fókuserar á innra lífið á nætur að laga til einhver hljóð og vakna þá seint daginn eftir, meðan aðra daga vakna ég snemma og tek allt með trompi.“ Pétur segist ekki eiga nein önnur áhugamál en það sem hann starfar að. „Ég hef bara rosalega mikinn áhuga á því sem ég geri,“ segir hann. Ótti, trú, fjölskylda, gildi og guð Pétur segir lög sín alltaf hafa komið fyrirhafnarlaust. „Þau hrannast upp og svo þarf mað- ur að gera textana. Ég hef alltaf haft áhuga á texta en égþurfti að hafa mikið fyrir þeim og það tók langan tíma að berja þá saman. Uppsprettan að textaskrifunum er ótti, trú, fjölskyldan mín, gildi og Guð. Ég fókusera á innra lífið, manneskjuna og að ákvarðanir hennar séu stundum slœmar og stundum góðar. En alltaffyrirgef- anlegar. Mér finnst að við höfum öll hlutverk og íþví er von. Égspyr migoft afhverju égsé aðþessu. Og finnstþá að égsé aðgera eitthvert gagn. Það virkar kannski hroka- fullt að maður haldi að maður sé að gera gagn þegar maður er bara að spila tónlist. Ákveðin hcetta á því að tónlistarmenn fari að líta á sigsem einhvern frelsara eðafjall- rœðujesú. En samt er maður að reyna að vekja fólk til umhugsun- ar. Maður vonast til þess að það sem maður gerir leiði á endanum til einhversgóðs.” Jólatréð bíður kannski.... Um þessar mundir er Pétur að vinna að tónlist í verkinu Ó fagra Veröld, sem verður frumsýnt 27. desember í Borgarleikhúsinu. „Von- andi verða einhver jól hjá mér,“ seg- ir hann. „Þetta verður brjálað. Við erum ekki föst í hefðum og vorum lítið fyrir svona rugl í fyrra. Jóla- tréð var ekki komið upp á jólunum í fyrra, við settum það upp á annan í jólum. Við förum í kirkju á jólun- um. Það er eina hefðin. Siðan er það bara að vera með fjölskyldunni og borða góðan mat og opna pakka.“ Pétur stefnir á að halda tónleika 16. desember í Tjarnarbíói. Eftir jólastússið ætlar hann að ferðast eitthvað um heiminn með plöt- una sína og spila. Ég er að reyna að fá einhvern samning og ferðast næst á Eurosonic í Hollandi, þá til Danmerkur þar sem platan hefur fengið góða dóma.“ dista@bladid.net viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.