blaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 37

blaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 37
blaðið FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 37 hinir flokkarnir þrír ákváðu að mynda nýjan meirihluta. „Um leið og niðurstaðan lá fyrir á mánudag að þessir þrír flokkar væru komnir með meirihluta þá fékk ég náttúrlega tilkynningu um það að Ragnheiður Hergeirsdóttir yrði nýi bæjarstjórinn og ég pakkaði samdægurs niður og undirbjó flutn- ing,“ segir Stefanía. „Ég er með þykkan skráp og tek þessu ekki persónulega. Ég tek bara morgundeginum með bros á vör. Það er náttúrlega heilmikil vinna fyrir mig að koma öllu draslinu yfir heið- ina aftur og tjasla upp heimilinu upp á nýtt en það er bara eitthvað spenn- andi sem bíður manns,“ segir hún. Gæti beðið Qárhagslegan skaða af Samkvæmt ráðningarsamningi á Stefanía rétt á biðlaunagreiðslum upp á 1.200 þúsund krónur í tólf mánuði sem mun kosta Árborg um 14 milljónir króna. Gagnrýnisraddir hafa heyrst vegna greiðslnanna sem sumum þykja í hærra lagi. „Hvers á maður gjalda þegar manni er sagt upp með engum fyrirvara? Það eru takmörk fyrir því hvernig hægt er að koma fram við fólk, að maður tali nú ekki um að hafa flutt búferlum með fjölskyldu og fjárfest í fasteign. Ef það væru engar biðla- unagreiðslur og maður væri bara far- inn út slyppur og snauður og myndi bara halda launum út mánuðinn, jafnvel þó að það væru tveir mán- uðir eða þrír þá fengist ekkert fólk í þetta. Hver segir upp sínu fyrra starfi, flytur með fjölskylduna eða gerir einhverjar stórkostlega breyt- ingar á lífi sínu inn í mjög ótryggt starfsumhverfi vitandi það að hann getur farið á einum degi í burtu með ekkert nema skuldahala? Þetta er afar eðlilegt,“ segir Stefanía og bætir við að mikill tilkostnaður hafi fylgt því að taka við starfinu og flytja sig um set með og svo aftur til baka. „Ég gæti komið fjárhagslega sködduð út úr þessu þar sem ég var ekki búin selja íbúðina í Reykjavík en var búin kaupa hús á Selfossi. Það er alveg klárt mál,“ segir hún. Þarf að vasast í mörgu Þó að Stefanía hyggist flytja aftur til Reykjavikur í næstu viku hefur hún ekki alveg sagt skilið við Árborg. „Ég mun aðstoða hinn nýja bæjar- stjóra eftir þörfum. Ég ætla að setja hana inn í starfið eins og hægt er og upplýsa hana um þau mál sem eru í gangi og þau atriði sem koma upp. Ég mun vera í því næsta mánuðinn. Ég ætla að flytja í næstu viku, selja húsið á Selfossi og svo ætla ég að fara með fjölskylduna í fri til Flór- ída,“ segir hún. Stefanía er ekki viss um hvað hún tekur sér fyrir hendur næst enda ekki nema vika liðin frá því að upp úr meirihutasamstarfinu slitnaði. „Eins og fram hefur komið þá er ég á launum næstu mánuði þannig að ég þarf ekkert að flýta mér að finna vinnu út af afkomunni en ég er nú þannig gerð manneskja að ég þarf alltaf að vera að vasast í æði rnörgu og get nú yfirleitt ekki verið heima með tærnar upp í loft alltof lengi. Það sem ég sæki alltaf mest í er ein- hvers konar rekstur. Ég er „pjúra“ rekstrarmanneskja og þar liður mér best,“ segir hún. Pólitíkin freistar ekki Stefanía hefur tekið þátt í pólit- ísku starfi og var meðal annars á framboðslista Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar í vor. Stjórnmálin freista hennar þó ekki. „Þetta var góður skóli að taka þátt í kosningabaráttu með Villa Þ. Ég tók góða kúrsa hjá honum og lærði gríðarlega mikið bæði á sviði stjórn- málanna og sveitastjórnarmálanna. Þessi kúrs í Árborg var líka mjög góður þar fékk ég virkilega að hafa puttann á púlsinum. Ég er ekki að horfa til eiginlegrar pólitískrar þátt- töku. Minn hugur stendur frekar til reksturs og viðskipta. Ég vil stýra einhverju, stofnunum, fyrirtækjum „Hvers á tnaður gjalda þegar manni er sagt upp með engum fyrirva'ra? Það eru takmörk fyrir því hvernig hægt er að kotna fram viðfólk, að maður tali nú ekki um að hafaflutt búferlum meðfjöl- skyldu ogfjárfest ífasteign. Efþað væru engar biðlaunagreiðslur og maður væri barafarinn út slyppur og snauður og myndi bara halda launum út mánuðinn, jafnvel þó að það væru tveir mán- uðir eða þrír þáfengist ekkertfólk í þetta." eða hverju sem er. Það á meira við mig,“ segir Stefanía sem segist ekki vera hrædd við að breyta til og tak- ast á við nýja hluti. „Ég hef mikla aðlögunarhæfni og á auðvelt með að stökkva úr einu umhverfi i annað. Þegar ég tók við Tækniháskólanum vissi ég lítið um starfsemi og rekstur háskóla nema sem nemandi. Það er gjörólíkt. Maður lærir það helsta á fyrstu mán- uðunum og bætir svo smátt og smátt við. Það sama gildir um sveitarstjórn- armálin. Það tók mig tvo til þrjá mán- uði að setja mig inn í málin og kom- ast inn í reksturinn," segir hún. Gerir við dráttarvélina ef hún bilar Stefanía hefur komið víða við bæði í námi og starfi og telur að það megi rekja til uppeldisins í sveitinni. „Það var mjög góður grunnur að hafa alist upp í sveit. Þetta er spurn- ing um hvernig maður getur bjargað sér. Það er enginn sem hjálþar manni í sveitinni. Maður verður bara að gera hlutina sjálfur. Ef dráttarvélin bilar þá þarf bara að gera við hana. Þegar ég var fjórtán ára og bróðir minn þrettán sáum við ein um allan heyskapinn þar sem pabbi var alltaf að vinna einhvers staðar annars staðar. Við vorum ekkert að hringja eftir hjálp ef eitthvað bil- aði. Við gerðum bara við. Ég held að það sé hluti af uppeldinu og mitt viðhorf hefur alltafverið að það eru ekki til vandamál heldur verkefni og að við komumst alltaf áfram ef við viljum," segir Stefanía Katrín Karlsdóttir að lokum. BAÐSTOFAN SUMARHÚS - ÚTIPOTTAR DALVEGUR4 - 200 KÖPAVOGUR - SÍMl: 564-5700 EFÐU SJÁLFUM ÞÉR JÓLAGJÖF Á FRÁBÆRU VERÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.