blaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 36

blaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 blaðiö Stefanía Katrín Karlsdóttir lœtur afstarfi bœjarstjóra í Árborg eginum Stefanía Katrín Karlsdóttir stóð úti í miðri Vatnsdalsá með veiðistöng í hönd þegar henni bauðst að taka við starfi bæjarstjóra Árborgar í byrjun júní í sumar. Eftir að hafa ráðfært sig við fjölskylduna ákvað hún að láta slag standa. „Ég fékk svona tvo til þrjá klukku- tíma til að hugsa mig um, ekki mikið meira en það. Það þýddi ekk- ert annað en að stökkva á þetta enda var þetta spennandi verkefni þannig að ég hugsaði mig ekki lengi um og hafði svo sem ekki tækifæri til þess heldur,“ segir Stefanía. „Ég keypti hús á Selfossi í ágúst, fékk það afhent í september og flutti í október þannig að ég var nýflutt og var ekki einu sinni búin að taka upp úr kössunum," segir Stefania en sem kunnugt er var henni sagt upp störfum sem bæjarstjóra í kjölfar þess að það slitnaði upp úr meiri- hlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í síðustu viku. Mismunandi fiskar á færibandinu Sá tími sem Stefanía gegndi starfi bæjarstjóra var að hennar mati af- skaplega skemmtilegur þó að hann hafi verið stuttur og verkefnin fjölbreytt. „Það átti alveg við mig að vera að vasast í öllu mögulegu. Eins og gefur að skilja þarf maður að fást við allt þegar maður stýrir stóru sveitarfé- lagi, allt frá minnstu smáatriðum upp í risastór verkefni hvort sem það er rekstur grunnskóla eða skipu- lagsmálin. Þetta er stækkandi sveit- arfélag og maður þurfti að setja sig inn í málin, verkefnin og reksturinn og það tókst vel og hratt. Ég vann svo lengi í fiski í gamla daga ogþað voru mismunandi fiskar á færibandinu en vinnulagið og að- ferðafræðin var alltaf svipað sama hvað maður var að fást við. Þetta eru bara mismunandi verkefni eða mis- munandi fiskar á færibandinu. Áður var ég rektor Tækniháskóla í s- lands og þar þurfti ég að fást við allt önnur verkefni en maður lærir bara inn á verkefnin og málaflokkana,“ segir Stefanía og bætir við að hún búi yfir mikilli aðlögunarhæfni. „Ég er mjög fljót að setja mig inn í mál sem ég þekki ekkert fyrir og átta mig á hlutunum. Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt og kann að afla sér þekkingar. Maður lagar sig að því umhverfi sem maður er í hverju sinni,“ segir Stefanía. Þekkti ekki nokkurn mann Stefanía er Jökuldælingur að upp- runa og hafði engin tengsl við Ár- borg eða Suðurland áður en hún tók við starfi bæjarstjóra. „Ég þekkti varla nokkurn mann og þekkti einungis til á Suðurlandi sem hver annar íslenskur ferðamaður. Mér fannst það ofboðslega mikill kostur að koma inn í þetta samfélag og vera ekki með neina fortíð í samfé- laginu. Þá gat maður horft hlutlaust á hvert einasta mál. Ég þarf ekki að draga taum af neinu öðru sem gæti tengst þessu hvort sem það eru vinir, fjölskylda eða eitthvað annað. Við vitum að í svona litlum samfélögum eru tengslin og nálægðin miklu meiri og því er oft flóknara að tak- ast á við málin. Það gekk mjög vel að aðlagast þessu samfélagi og ég er afskaplega þakklát fyrir þetta tækifæri sem ég fékk þó að stutt hafi verið. Það er yndislegt fólk sem er þarna og skemmtilegt. Ég var flutt þarna og búin að kynnast fullt af afbragðs- fólki og sá fyrir mér góða tíma fram- undan með þessu samfélagi,“ segir Stefanía. Það er erfitt að rífa krakka upp ogfara með þá fram og til baka. Eg er samt bjart- sýn á að við vinnum okkur út úr þessu eins og hverju öðru. Áfallið tengist aðallega fjölskyldunni Hún segir að mesta áfallið við hinar nýju aðstæður tengist fjöl- skyldunni og raskinu sem flutning- unum fylgi. „Ég er með tvær dætur á ung- lingsaldri, önnur er í unglingadeild grunnskóla en hin á fyrsta ári í menntaskóla. Núna erum við að flytja aftur til baka og ætlum að klára það i næstu viku. Það er erfitt að rífa krakka upp og fara með þá fram og til baka. Ég er samt bjartsýn á að við vinnum okkur út úr þessu eins og hverju öðru. Þetta er bara verkefni til að leysa,“ segir Stefanía. „Auðvitað er það áfall að þessi meirihluti sem var kominn til starfa hélt ekki lengur út. Þetta voru mjög gefandi og spennandi verkefni sem þessi meirihluti var búinn að setja fram sem þeir ætluðu að gera á kjör- tímabilinu þannig að ég sé náttúr- lega eftir því í sjálfu sér vegna þess að þarna var spennandi verk fram- undan,“ segir hún. Kom verulega á óvart Að mati Stefaníu býr bæjarstjóri alltaf við ótryggt starfsumhverfi þegar tveir eða fleiri flokkar mynda meirihluta í bæjarstjórn. Sú hætta er alltaf fyrir hendi að upp úr samstarf- inu slitni. „Ef ég hefði verið ráðinn bæjar- stjóri þar sem einn flokkur væri í meirihluta væri það að mínu mati mun tryggara starfsumhverfi. Það slitnar alltaf öðru hverju upp úr sam- starfi flokka. Ég gerði mér því alveg grein fyrir því strax í upphafi að þetta væri ekki alveg það öruggasta sem ég færi inn i. Mér fannst það allt í lagi vegna þess að verkefnin sem biðu mín voru mjög spennandi og skemmtileg og starfsumhverfið skemmtilegt. Eg gerði mér þó ekki grein fyrir því að ég myndi ekki ná að taka upp úr kössunum," segir Stefanía og bætir við að aðdrag- andinn hafi verið mjög stuttur að meirihlutaslitunum. „Auðvitað eru menn ekki alltaf sammála og í hvaða starfi eru menn alltaf sammála? Menn leysa bara sín vandamál. Menn ræða málin og komast að niðurstöðu. { þessu meirihlutasamstarfi eins og öllum öðrum koma alltaf svolítið ólík sjón- armið fram en menn leysa málin. Þess vegna kom það okkur verulega á óvart að þetta skyldi enda svona snögglega með þessum hætti. Ég ætlaði satt best að segja ekki að trúa því að þetta myndi gerast að Fram- sóknarflokkurinn tæki þá ákyörðun að slíta samstarfinu. Það var algjör þruma úr heiðskíru lofti þegar þetta gerðist," segir Stefanía. Frá því að upp úr meirihluta- samstarfinu slitnaði hafa ásakanir gengið á milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um ástæður slitanna. Deilur um skipulagsmál á tveimur reitum í bænum eru einkum nefndar í þessu sambandi en einnig hefur verið bent á ágrein- ing um hækkun launagreiðslna til bæjarfulltrúa og nefndafulltrúa. „Menn voru búnir að ræða mikið saman og ég leit ekki á það að þetta væri í einhverjum óleysanlegum hnút. Ég lít ekki á vandamál sem vandamál heldur sem verkefni sem við reynum að leysa þannig að ég hafði trú á því að það hefði verið hægt að leysa þetta. Við sambandsslit er oft allt tínt til og ég vil meina að þessi tvö mál hafi komið fram í dagsljósið sem stóru málin. Sjálfstæðismenn vildu fara aðra leið varðandi launamálin eins og fram hefur komið, í það minnsta fresta hækkun launa og greiða íþróttastyrki til allra barna á grunnskólaladri. Það var sama þar og með skipulagsmálin að menn náðu ekki samkomulagi um það. Eins og staðan er núna er það óleyst mál vegna þess að samstarfinu lauk,“ segir Stefanía. Tek þessu ekki persónulega Sama dag og upp úr samstarfinu slitnaði hófust viðræður framsókn- armanna við fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna um nýjan meiri- hluta. Sjálfstæðisflokkurinn reyndi einnig að koma á meirihlutavið- ræðum en niðurstaðan varð sú að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.