blaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 blaðið UTAN ÚR HEIMI SRI LANKA Tíu nemendur særðust Tíu nemendur saeröust þegar uppreisnarmenn úr röðum Tamíltígra réðust á skóla í norðausturhluta Srí Lanka í gær. Ný og harðari hryðjuverkalög tóku gildi á miðvikudaginn sem gefa yfirvöldum víðtækari heim- ildir til aðtiandtaka og hafa grunaða lengur í haldi. es Vatn á Mars? Nýjar myndir teknar af yfirborði Mars benda til þass að fljótandi vatn hafi runnið á yfirborði reikistjörn- unnar. Bandaríska geimvísindastofnunin segir þetta styðja tilgátur um að vatn í fljótandi formi kunni að finnast undir yfirborðinu og leka út öðru hverju. píTOCTÍBIíf' , Varð undir IKEA-kerru Fimm ára rússneskur drengur lést þegar hann varð undir IKEA-kerru með tvö hundruð kíló af vörum, sem móðir hans missti stjórn á í bænum Novgorod í Rússlandi í fyrradag. Verslunin var opnuð á mánudaginn, en dómstóll hefur skipað eigendum verslunarinnar að loka henni í þrjátíu daga á meðan farið er yfir öryggismál verslunarinnar. Opnunartimi: Virka daga 16-22 Um helgar 12-22 Hækkaðu þig upp um einn PflPINOS Reykjavíkurvegi 62 Hafnarfirði Núpalind 1 Kópavogi Hverafold 1-5 Grafarvogi KAURA/SEUA | SMÁAUGLÝSINGAR 5103737 blaðiðaai Flugvél í Bandaríkjunum: Kona prumpaði og vélinni lent Bandarísk flugvél á leið til Dallas neyddist til að nauðlenda í Nashville eftir að farþegi reyndi að fela prumpulykt sína með því að kveikja á eldspýtu. Vélinni var lent í Nashville eftir að fjöldi farþega hafði tilkynnt flugfreyjum um að þeir fyndu fyrir brennisteinslykt í vélinni. Alríkislögreglan yfirheyrði far- þega eftir lendingu þar sem kona viðurkenndi að hafa kveikt í eld- spýtu til að fela prumpulykt sína. Eftir yfirheyrslurnar hélt vélin för sinni áfram, en konunni var þó ekki hleypt aftur um borð. V. I. S A ✓ / icelandic fish & CHIPS VIÐ OPNUM KLUKKAN 11 í DAG lcelandic fish & chips organic bistro Tryggvagötu 8# 101 Rvk. S. 511 11 18 Afgreiðslutími frá 11.00 - 21.00 Kærður fyrir árás Fjölskyldufaðir- inn Steinar Sörensson hefur verið jk kærður fyrir að ráðast á starfs- Ósáttur fjölskyldufaðir missti þolinmæðina: Skrifstofumaður kærir líkamsárás VÍS vísar ásökunum fjölskylduföður á bug ■ Missti stjórn á skapi sínu Eftir Val Grettisson valur@þladid.net „Við vísum þessum ásökunum al- farið á bug,“ segir Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri VÍS, vegna ásak- ana Steinars Sörenssonar sem hélt því fram í viðtali við Blaðið í gær að félagið reyndi að koma sér undan að borga tryggingar vegna elds- voða. Eldurinn kom upp í íbúð fyrir neðan Steinar í júlí síðastliðnum og urðu allnokkrar skemmdir vegna sóts og reyks. Deilur Steinars og VfS hafa verið harðar. Ásgeir staðfestir að Steinar hafi verið kærður fyrir að ráðast á starfsmann tryggingafélagsins. Steinar er sagður hafa gripið um höfuð fórnarlambsins og reynt að slengja því í skrifstofuborð. Það tókst ekki en átökin stöðvuðust ekki fyrr en annar starfsmaður skarst í leikinn. Kona og barn Stein- ars munu hafa verið á skrifstofunni þegar atvikið átti sér stað. Fyrir utan átök við starfsfólk fé- lagsins hefur Steinar sent bréf með sinni hlið á málinu á tuttugu þús- und netföng. Þar gagnrýnir hann VfS harðlega. „Við höfum farið þess á leit að fá dómkvadda matsmenn hjá Hér- aðsdómi Reykjaness," segir Ásgeir en tryggingafélagið vill meina að þær bætur sem greiddar voru til Steinars hafi verið réttar. Steinar fullyrðir í Blaðinu í gær að þær hafi verið of lágar og ekki í samræmi við orð tryggingamatsmanns sem gerði Vísar ásökunum á bug Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri VÍS, segir ásakanir á hendur félaginu með öllu ósannar og vill dómkvadda matsmenn. úttekt á skemmdum íbúðarinnar. Alls fékk Steinar rúmar tvær millj- ónir úr tryggingum en sjálfur gerði hann íbúðina upp fyrir tæpar sex milljónir. „Við viljum farsæla lausn á þessu viðkvæma máli og okkur finnst leiðinfegt að það skuli vera orðið að fjölmiðlamáli,“ segir Ásgeir. Hann segir félagið borga tryggingabætur daglega fyrir 25 milljónir króna og reyni alls ekki að koma sér undan ábyrgð. „Ég missti bara þolinmæðina vegna dónaskapar og skætings,“ segir fjölskyldufaðirinn Steinar Sör- ensson um kærur á hendur sér fyrir líkamsárás. Hann segir baráttuna við félagið hafa verið afar harðvít- uga en bendir á að hann hafi sent manninum sem hann réðst á tölvu- póst þar sem hann baðst afsökunar á framferði sínu. Hann fékk aldrei svar við þeim pósti. Málið bíður afgreiðslu hjá Héraðs- dómi Reykjaness en þá verður ljóst hvort dómkvaddir matsmenn verði kallaðir til. Skýrsla íraksnefndarinnar: Olmert segir nei Ehud Olmert, forsætisráðherra fsraels, hafnar nýjum tillögum bandarísku fraksnefndarinnar sem skilaði lokaskýrslu sinni í gær. Olm- ert sagði ekki rétt að tengja deilu Pal- estínumanna og ísraela við ástandið í frak. „Okkur finnst það ekki rétt og við lítum á það öðrum augum að tengja atburðina í frak við það sem á sér stað í Mið-Austurlöndum.“ Þá útilokaði Olmert einnig friðarvið- ræður við Sýrlendinga. Tillögur nefndarinnar ganga meðal annars út á að ísraelar hefji viðræður við Sýrlendinga, Líbana og Palestlnumenn. Með samstilltu átaki megi ná sáttum í deilu ísraela við nágrannaríki sín sem muni svo leiða til þess að ástandið í írak fari Rannsóknarnefnd um ástandið í írak Leggur til að Israelar hefji viðræður við Sýrlendinga, Líbana og Palestínumenn. batnandi. Sýrlendingar hafa lýst því yfir að þeir séu reiðubúnir til viðræðna og fagna tillögum nefnd- arinnar um að Sýrlendingar og ír- anar komi að því að lægja öldurnar í írak.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.