blaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 blaðið fólk folk@biadid.net HVAÐ FINNST ÞER? Skilur þú eitthvað í þessari umræðu? „Gæti allt eins verið á kínversku." Paul F. Nikolov, frambjóðandi Vinstíihreyfingarinnar - gfæns framboðs Undanfarið hefur umræðan um tungumálakunnáttu Nikolovs farið hátt en samkvæmt þinghefð er eingöngu töluð tslenska á Alþingi. Sjálfur talar hann íslensku. HEYRST HEFUR... Áslaug er að undirbúa sig undir skíðaferð til Alpanna Hún ætlar að gæða sér á súkkulaðifondúi eft■ ir skíðagöngu á sunnudaginn. Fondúhelgin mikla „Ég er að búa mig undir að eiga svakalega notalega aðventuhelgi sem ber titilinn Fondúhelgin mikla,” segir Áslaug Snorradóttir ljósmynd- ari en jólin í ár eru mikil bókajól hjá henni. Áslaug gefur út bókina Icelandic Picnic núna fyrir jólin. Ás- laug er mikil áhugamanneskja um lautarferðir og segir að hún hafi al- ist upp við að fara út í náttúruna og gæða sér á góðum mat. „Mér finnst lautarferðir einstak- lega skemmtilegar. Mér finnst líka gaman að fara í pikknikk á vet- urnar. Einn hátíðlegasti pikknikk sem ég hef farið í var á nýársdag en þá hittist vinahópurinn upp í Heið- mörk. Við hittumst á hádegi og allir voru í pelsum og velklæddir. Við gæddum okkur á hreindýrakjöti og drukkum kampavín með. Ég dúk- aði borð með hvítum dúkum og skreytti með kóngaliljum, þetta er ein af mínum uppáhalds ferðum,“ segir Áslaug um pikknikk-ástríðu sína og talið berst að plönum helgarinnar. „Áðal fondúdagurinn verður á laugardaginn en þá ætla ég að kynna bókina mína, Icelandic Picnic fyrir utan Iðu í Lækjargötu. Þar ætla ég að bjóða upp á gráðostafondú og pip- afkökur til að dýfa í og það verður allsherjar pikknikkstemming í Iðu. Mér finnst innanbæjarpikknikk alltaf mjög heillandi. “ Áslaug rekur Pikknikk á Selja- vegi sem er hönnunarverslun sem selur íslenska hönnun og þar eru gjarnan haldnar fjölbreyttar uppá- komur og Áslaug sér þá um að skapa skemmtilega og girnilega pikknikk-stemningu. „Á laugardagskvöldið er ég að fá 50 gesti til mín á Seljaveginn og þá ætla ég að bjóða upp á góða osta sem ég ætla að bræða í hvítvíni og bjóða upp á gott brauð, feitar spænskar pylsur og súrar gúrkur Það verður langborð og mikil matarsteming og ég ætla að kveikja á geirfuglskerti að tilefni dagsins,“ segir Áslaug og segir að í kvöld verði smá fondúupphitun en þá ætlar hún að bjóða nokkrum vin- konum í hvítvínsfondú og fisk. Áslaug segir að hún sé gersem- lega forfallin fondúaðdáandi þessa daganna en ástæðan fyrir þessari aðdáun er að hún er á leiðinni á skíði í frönsku Alpana þar sem hún ætlar að dvelja um jólin. „Það er mikil tilhlökkun á heimilinu af því að við eigum mjög góðar minningar frá fyrri heimsóknum í frönsku Alp- anna. Ég fór að rifja upp þegar ég fór þangað síðast og þá stendur fon- dúið alveg upp úr. Á sunnudaginn ætla ég að byrja að þjálfa mig fyrir skíðaferðina en þá ætla ég með gönguskíðin upp í Bláfjöll þar sem ég ætla á skíðin. Að sjálfsögðu gríp ég fondúpottinn með og ætla að bræða gott súkkulaði og vera með aprikósur til að dýfa í súkkulaðið að loknu erfiðinu. Heyrst hefur til feitra krumma við Rauðavatn og halda þeir þing og álykta daglega. Maturinn í mötuneyti Morgun- blaðsins er rómaður um allan bæ og krummi hefur kannski notið góðs af honum. Nú hafa blaðamenn brugðið á það ráð að spá fyrir um komandi tíðir út frá hegðun krumma en slíkar spár voru algengar á 18. öld og eru að verða vinsælar á ný. Blaðamenn fylgjast þannig til að mynda spenntir með flugi krumma þegar Styrmir Gunn- arsson ritstjóri fer út í bllinn sinn að loknum vinnudegi þar sem atferli krumma getur gefið til kynna hvort Styrmir sé að yfirgefa ritstjórastólinn hjá Mogganum. Tilnefningar fyrir Islensku tónlistarverðlaunin hafa verið tilkynntar og koma mörgum á óvart. Það sem vekur athygli er að Ragnheiður Gröndal er ekki tilnefnd til verðlauna en nýjasti diskur hennar, Þjóðlög, hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og segja þeir að platan toppi allt sem söngkonan hafi áður gefið út. Sögur herma að aðstand- endur 12 tóna séu vægast sagt hissa út af tilnefningunni en þeir gefa tónlist Ragnheiðar út. Þeim finnst að algerlega hafi verið horft framhjá þessari ungu og hæfileikaríku tónlistarkonu að þessu sinni en Ragnheiður fékk verðlaunin fyrir 2004 sem söngkona ársins og fyrir dægurtónlistarplötu ársins. SU DOKU tainaþraut 7 1 8 5 2 9 6 3 4 5 2 3 6 1 4 9 7 8 9 4 6 7 3 8 1 5 2 2 5 4 1 9 6 3 8 7 8 3 9 2 5 7 4 6 1 1 6 7 8 4 3 5 2 9 3 7 1 9 6 2 8 4 5 4 9 2 3 8 5 7 i 6 6 8 5 4 7 1 2 9 3 Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hvertala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 6 7 1 3 9 8 8 2 4 9 6 7 5 4 1 6 5 3 3 8 5 4 2 5 4 3 9 6 2 8 4 1 eftir Jim Unger Þetta er það síðasta sem hann málaði. Á fðrnum vegi Hvað hræðist þú? Árni Geir Ómarsson, sölumaður „Ég er með netta jólalagafóbíu." Hugrún Guðmundsdóttir, þúsundþjalakona „Akkúrat núna hræðist ég íslenska umferðarmenningu." Ægir Jónsson, starfsmaður Sorpu „Ég hræðist rosalega lítið." Sigurður Pétur Ólafsson, nemi „Ég hræðist stjórnarskipti." Margrét Erla Guðmundsdóttir, heimavinnandi húsmóðir „Það væri helst að maður óttist að vera að kaupa einhverja vitleysu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.