blaðið - 15.12.2006, Page 4

blaðið - 15.12.2006, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 blaöiö Glóð í reykofni Hringt var í slökkviliðið vegna reyks í iðnaðar- húsnæði við Fossháls í Reykjavík í fyrrakvöld. I Ijós kom að glóð var í reykofni sem ekki átti að vera í gangi. Sama kvöld var logaði eldur í bif- reið við Skútuvog og við Nýbýlaveg í Kópavogi. BOLUNGARVIK Tvær gangaleiðir ákjósanlegar Þrjár gangaleiðir milli (safjarðar og Bolungarvíkur upp- fylla skilyrði samkvæmt skýrslu Vegagerðarinnar. Þetta eru Hnífsdalsleið, Skarfaskersleið og Tungudalsleið. Bæjarráð Bolungarvíkur telur að Skarfaskersleið og Tungudalsleið séu álitlegustu kostirnir. Kveiktu í blaðabunka Lögreglan á Akureyri hefur upplýst íkveikju við Drekagil á Akureyri seint í nóvember. (Ijós kom að þrír piltar á aldrinum tólf til fjórtán ára kveiktu í. Einn þeirra játaði íkveikju í blaða- bunka í gangi hússins. Máli þeirra var vísað til barnaverndaryf- irvalda en þeir eru ósakhæfir vegna aldurs. E EIMSKIP Sjá næsta afgreiðslustað á www.eimskip.is SMAAUGLYSiNGAR blaðiðs SMAAUGLYSINGAR@BUOID.NET Nafnbreyting hjá KB banka í Kaupþing: Gömlu nöfnin meira spes ■ Herferð milli jóla og nýárs ■ Hefur valdið ruglingi ■ Kostnaður ekki Ijós ' KB banki Nafni bankans verður breytt á næstunni í Kaupþing og herferð feri I gang milli jóla og nýárs. Und- irbúningurinn hefur staöið [ yfir um nokkurt skeiö. Blatll/lngó Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Ákvörðun um þessa breytingu var tekin fyrr á þessu ári og undirbún- ingur hefur staðið yfir um nokkurt skeið. Breytingin er sú að KB banka- heitið hverfur, en Kaupþing kemur í staðinn. Kynningarefni bankans verður breytt til samræmis,“ segir Ingólfur Helgason, forstjóri KB banka. Stjórnendur bankans hafa ákveðið að breyta nafni bankans úr KB banka yfir í Kaupþing. Á milli jóla og nýárs mun bankinn ráð- ast í kynningarherferð til þess að kynna nafnbreytinguna fyrir lands- mönnum. Starfsmönnum hefur þegar verið tilkynnt hið nýja nafn bankans. Ingólfur segir kostnað- inn við herferðina ekki endanlega liggja fyrir en gera má ráð fyrir að hann verði á bilinu hundrað til tvö hundruð miljónir. „Markaðsdeild bankans mun vinna kynningarefni vegna þessarar nafnbreytingar í samvinnu við auglýsingastofu bank- ans. Þessi mál eru í vinnslu og því lítið meira hægt að segja um þau að svo stöddu,“ segir Ingólfur. Minna spes Guðmundur Oddur Magnús- son, prófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla íslands, er ekki sannfærður um að nafnbreyting íslenskra stórfyrirtækja sé réttur leikur. Hann telur umfangið við breytinguna vera gífurlegt í ljósi stærðar fyrirtækisins. „Afleiðing útrásarinnar hefur verið sú að mönnum finnst eðlilegt að breyta nöfnunum í samræmi við tísku- strauma erlendis. Raunverulega eru allir samtímastraumar að fara í hina áttina þar sem sérstaðan þykir merkileg,“ segir Guðmundur Oddur. Nú verður til dæmis tekið aftur upp nafn Eimskipafélags Islands. Mín tilfinning er sú að í framtíðinni verði meiri eftirspurn eftir hinu sérstæða en að þurfa að haga sér eins og alþjóðlegu stórfyr- irtækin. Ég held að það verði meira spes að heita áfram sínum uppruna- legu sérstæðu íslensku nöfnum.“ Ruglingur víða Aðspurður segir Ingólfur nafn- brey tinguna lið i langtímaáformum bankans um að hann starfi sem víðast undir sama heitinu, Kaup- þing. Hann geri það víðast hvar er- lendis þar sem hann starfar. „Að nokkru leyti hefur undirbúning- urinn haldist I hendur við endur- nýjun á útibúum okkar sem hefur farið fram og mun halda áfram Ákvörðun um ■ þessa breytíngu var tekin fyrr á lúi iL þessu árl Ingólfur Helgason, forstjórl KB banka / framtiðinni verðl meiri eftír- spum eftír hlnu sérstæða Guðmundur Oddur Magnússon.prófessor í grafískri hönnun næstu misserin,“ segir Ingólfur. „Auk þess hefur þetta á stundum valdið nokkrum ruglingi og mis- ræmi hefur verið í frásögnum af bankanum, og heitunum stundum ruglað saman.“ úmsmnHúsio LE2KFÖNG FYRIR ALLA ALOÖRSHÓPA. OPIB ALLA 0AGA TIL JÓLA. U + % ^ 4ie W t Tómstundahúsið • Nethyl 2 * S. 587 0600 * www.tomstundahusid.is Stungumaður á Húsavík í gæsluvarðhaldi: Morðtilraunin í rannsókn Húsið brunnið Árás á mKHsbu a konu og mann í byrjun nóv- t ^f.ÖQREOLwttsffifl rjr lögreglan Rfflftnin ember er rannsakað sem morðtilraun. É ' ................--.....” Morðtilraun á Húsavík í nóvember er enn til rannsóknar hjá lögregl- unni. Maðurinn sem er grunaður um ódæðið er í gæsluvarðhaldi. Maður- inn hefur játað hluta af brotinu. Sam- kvæmt lögreglunni er málið á loka- stigum rannsóknar. Verið er að hnýta síðustu endana að sögn varðstjóra. Árásin átti sér stað i byrjun nóv- ember. Kallað var á slökkvilið vegna eldsvoða á Húsavík. Slökkvilið kom á vettvang ásamt lögreglu. Þá sáu þeir meðvitundarlausa konu í anddyri hússins. Lögregla og slökkvilið drógu hana út en hún brenndist nokkuð illa á baki og andliti. Að auki hafði hún verið stungin með hníf. Á meðan þeir huguðu að konunni réðst maður að þeim vopnaður eggvopni. Með snar- ræði sneri lögreglan manninn niður. I ljós kom að annar maður, sem hafði setið með þeim fyrr um kvöldið, hafði einnig hlotið stungusár. Konan var send til aðhlynningar á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Hlúð var að manninum á Heilsugæslu Húsavíkur. Hinn grunaði árásarmaður var umsvifalaust hnepptur í gæsluvarð- hald í kjölfarið. Ekki er vitað hvers vegna hann stakk konuna og mann- inn. Ljóst er að þau höfðu setið heima hjá manninum sem var stunginn og drukkið áfengi. Málið verður sent ákæruvaldi sem tekur ákvörðun um hvort árásarmað- urinn verði ákærður. S T E I K H Ú S Laujiavegur 53b • 101 Reykjavilc 5 11 3350 • www.hercfbrcf.r>T CjjafaBréf a 3-fereforcCSteíkfiús erfrabær jóCagjöf fyrírpd sem eíga aCCtfrd fótanucCatœkjum tií vpocCa. (jefðu notaCega CvöCcCstuncCá 3-CereforcC í jóCagjöf Borðapantanir HEREFORD Sparaðu pér sjtorín! 511 3350 jHríngdu tímanCega í oCCur, joantaðu og greícCcCu og víð sencCumfiér gjafabréfín í póstí. 3bereford nautasteikurnar eru romaðar,pu veCur stærð, steíkingu og meðCœti. Magnaðl

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.