blaðið - 15.12.2006, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006
blaðið
ÞAU SÖGÐU
TILRAUNASTARFSEMI
Ég tel svona tilraunastarfsemi
JJ ekki eiga heima í réttam'ki."
GiSU BALOUR GARÐARSSON, HRL., SEGIR ISAMTALI VID MORGUHBLADIÐ AD MED ÞVl AÐ
ÁKÆRA FORSTJÚRA OLlUFÉLAGANNA i OLÍUSAMRÁÐSMÁLINU SÉ VERIÐ AD LÁTA REYNA
A ÞAÐ HVORT ÁKVÆDISAMKEPPNISLAGA NÁITIL BROTA EINSTAKUNGA.
KOMIÐ NÓG f BILI
Ég verð bara að fara að gera eitthvað annað,
þetta er komið nóg í bili.“
KRISTÍN RÓS HÁKONARDÓTTIR HEFUR LOKIÐ GLÆSILEGUM SUNDFERLI OG SEGIST I
SAMTALIVIO FRÉTTABLAÐIÐ HÆTTA SÁTT EFTIR LANGAN FERIL SEM SUNDKONA.
Flóðbylgjan skellur á landi
Enginn bjóst við flóðbygju í
kjölfar skjálfta á öðrum degi
jóla árið 2004.
Sólveig Ólafsdóttir hjá Rauða krossinum:
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@bladid.net
Fórnarlömb flóðbylgjunnar á
Indlandshafi hlutu að meðaltali
um 85 þúsund krónur á hvern
einstakling í formi aðstoðar en
fórnarlömb hungursneyðar í
Malaví aðeins um 1800 krónur.
Fréttir af hamförunum í Suður-
og Suðaustur-Asíu bárust um
allan heim en hljótt hefur verið
um þurrkana sem ollu neyðinni
í Malaví. Þetta kemur fram í ár-
legri skýrslu Alþjóða Rauða kross-
ins um hamfarir í heiminum þar
sem sjónum er beint að neyð sem
nýtur lítillar eða engrar athygli
ráðamanna, fjölmiðla eða jafnvel
hjálparsamtaka.
„Það má nefna sem dæmi að á
sama tíma og stefnt hefur í hung-
ursneyð út af þurrkum í Malaví
um langt skeið lá umsókn um lán
frá yfirvöldum hjá Alþjóðagjald-
eyrissjóðnum. Það hentaði þess
vegna ekki yfirvöldum að lýsa
yfir hungursneyð," segir Sólveig
Ólafsdóttir, sviðsstjóri útbreiðslu-
sviðs Rauða kross fslands. Hún
bætir því við að í Norður-Kóreu
og Simbabve sé til dæmis bannað
að fjalla um ástandið.
„Astæðan fyrir meiri umfjöllun
um náttúruhamfarir en þurrka
stafar einnig af því hversu hratt
hamfarirnar gerast. Myndirnar
af vettvangi eru oft hrikalegar og
umfjöllunin þess vegna söluvæn-
leg ef svo má segja. Það geta hins
vegar liðið mánuðir eða jafnvel ár
áður en fólk deyr hungurdauða
vegna þurrka,” bendir Sólveig
á. Matvælaaðstoð stöðvi hungur-
dauða aðeins tímabundið. Þess
vegna hvetji Alþjóða Rauði kross-
inn til þess að veitt sé langtímaað-
stoð til 10 til 15 ára svo að komast
megi fyrir rót vandans. „Það þarf
að veita aðstoð sem gerir bændur
sjálfbjarga,“ leggur Sólveig áher-
slu á.
Auk ástandsins í Malaví bendir
Rauði kross íslands á að konur
verði oft útundan þegar aðstæður
á hamfarasvæðum séu metnar.
Sólveig varð sérstaklega vör við
þetta í Pakistan í fyrra. „Karlar
voru í forsvari þegar send voru
út teymi til að meta aðstoð í kjöl-
far jarðskjálftans þar. Þeir höfðu
enga þekkingu eða skilning á
þörfum kvenna og barna. Við
gripum til þess ráðs að senda
pakistanska kvenkynssjálfboða-
liða sem fóru I hús og ræddu við
konur um hreinlætisaðstæður og
daglega heilsu. Þegar farið var af
stað með heilbrigðisverkefni kom
í ljós að karlar leituðu sér frekar
aðstoðar. Konur fóru ekki einar
úr húsi og sóttu ekki aðstoð til
karllækna. Það kom 1 ljós að þær
höfðu ekki einu sinni leitað til
læknis vegna áverka eða ígerðar
í sárum. Það kom einnig í ljós
að þær höfðu heldur ekki fengið
þessa aðstoð fyrir jarðskjálftann.
Nú búa konurnar hins vegar við
betri heilbrigðisþjónustu en nok-
kru sinni áður."
_____SMÁAUGLÝSING /»5103737
GEFA/MGGJA
SMAAUQLYSINQAR@BLAOIO.NET
P L.
LISTEN TO YOURBODY
púlsmJéLáií
Söluaöilar:
Útilíf Smáralind, Kringlunni og Glæsibæ // Halldór Ólafsson Akureyri
Afreksvörur // Fitness Sport // Hlaup.is // Hreysti // Intersport // Markiö
;>
/?> P.ÚLAFSSCDNe
rrönuhraimi • 220H.ilnaifjörðui • Sinii:565 I533 • l ,i\:565 3258 • Netfang:polafssoiu"polafsson.is
Forval Vinstri grænna
fór fram i byrjun mán-
aðarins Fjórar konur og
tveir karlmenn lentu í
efstu sex sætunum.
Forval Vinstri grænna:
Uppstillingu ólokið
„Kjörstjórn er að vinna í því að
setja saman listana. Þetta er flókið
dæmi og við tökum þessu með
ró,“ segir Einar Ólafsson, fulltrúi í
kjörstjórn Vinstrihreyfingarinnar
- græns framboðs.
Forval flokksins fyrir Reykjavík-
urkjördæmi norður og suður og Suð-
vesturkjördæmi fór fram í byrjun
desembermánaðar en ekki er búið
að stilla framboðslistunum upp.
Fjórar konur og tveir karlmenn
lentu í efstu sex sætunum og sam-
kvæmt reglum forvalsins um jafna
kynjaskiptingu hefði Álfheiður
Ingadóttir, sem lenti í fimmta sæti,
átt að víkja fyrir Gesti Svavarssyni
sem lenti í því sjöunda. Gestur
óskaði hins vegar eftir því að vera
ekki færður upp.
Að sögn Einars hefur kjörstjórn
flokksins vald til að breyta sæta-
röðun en ákveðið var að gera það ein-
ungis í samráði við frambjóðendur.
„Við viljum vinna í góðu stamstarfi
við aðra flokksmenn. Þessa regla
um jafna kynjaskiptingu var sett í
anda kvenfrelsis. Það að færa karl
upp til að taka sæti konu gegn hans
vilja er varla í anda þess frelsis. Því
er eðlilegt að sætaskipun standi.“
Þá segir Einar að kjörstjórninni
hafi ekki borist óskir frá fram-
bjóðendum um sæti í ákveðnu
kjördæmi. „Auðvitað er það svo
að menn vilja eitt frekar en annað
en okkur hafa ekki borist neinar
eindregnar óskir. Það er einhugur
hjá öllum að vinna saman og þetta
verður unnið í sátt.“