blaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 22
blaðið Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúar: Árog dagurehf. SigurðurG.Guðjónsson Sigurjón M. Egilsson Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Elín Albertsdóttir og Janus Sigurjónsson Mogginn, Baugur og olíusvikin Morgunblaðið sér ástæðu til að blanda saman olíusvikamálinu og Baugs- málinu í leiðara í gær. Morgunblaðið fullyrðir að sakborningar í olíumál- inu muni ekki verjast með sama hætti og Baugsmenn. En hvers vegna er verið að bera þessi tvö mál saman? Hvað rekur Moggann til þess? Málin eru mjög ólík. Annað hefur ítrekað komið fyrir dómstóla án þess að þeim sem hafa farið með ákæruvald í málinu hafi nokkru sinni tekist að sanna sekt á þá sem þeir hafa ákært. Olíusvikamálið er allt annars eðlis. Sama dag og forstjórarnir þrír voru ákærðir féll skaðabótadómur á olíufé- lögin um sekt þeirra vegna samráðs; samráðs um að hafa peninga af fólki, af viðskiptavinum sínum. Enn hefur ekki tekist að sanna sektir í Baugs- málinu, ólíkt því sem þegar hefur gerst í olíusvikamálinu. Olíusvikamálið er framhald af rannsókn samkeppnisyfirvalda. Brota- menn þar hafa játað sakir og beðist afsökunar á þeim. Baugsmenn hafa allan tímann haldið fram sakleysi sínu og varið sig af öflu afli. Sem er mikið. Ekki er hægt að sjá hvers vegna Mogginn kýs að strá efasemdum um varnir Baugsmanna þegar blaðið neyðist til að fjalla um ákærur í olíu- svikamálinu. Mogginn gengur svo langt í leiðaranum að tala um að Baugs- menn hafi misnotað fjölmiðla í vörnum sínum. Hér þarf að staldra við. Hafi einhver fjölmiðill verið misnotaður í þessum málum er það Morg- unblaðið. Það var á ritstjórnarskrifstofu Morgunblaðsins sem þeir hittust Styrmir Gunnarsson, Kjartan Gunnarsson og Jón Steinar Gunnlaugsson til að leggja á ráðin um kærur á hendur Baugsmönnum. Það var á ritstjórn Morgunblaðsins sem kærandinn í Baugsmálinu fékk ókeypis þýðingar- þjónustu, það var ritstjóri Morgunblaðsins sem átti í póstsendingum í aðdraganda lögreglurannsóknarinnar gegn Baugi, það var ritstjóri Morg- unblaðsins sem lék drjúgt hlutverk í að ýta þeirri rannsókn af stað. Það er þessi sami ritstjóri sem stígur nú fram og vænir aðra fjölmiðla um að ganga erinda sakborninga í Baugsmálinu. En hvað um hans hlut? Var allt það sem gert var á ritstjórn Morgunblaðsins, afskipti ritstjórans og hans vina, eðlileg meðferð á fjölmiðli? Má vera að það sé mat ritstjórans? Lengi hefur verið beðið eftir því hvernig Morgunblaðið myndi taka á ol- íusvikamálinu þegar loks kæmi að ákærum. Það hefur Morgunblaðið gert. Leiðarahöfundurinn tók sér smjörklípu í hönd og klíndi um allt til þess að draga úr alvarleika olíusvikamálsins. Einn af eigendum Morgunblaðsins til margra ára og fyrrum stjórnarformaður Morgunblaðsins sætir ákæru í olíusvikamálinu. Hefur það áhrif á ritstjórann, féll Mogginn á prófinu, fór Mogginn út af í beygjunni? Sigurjón M. Egilsson Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á f réttadeild: 510 3701 Símbréf á a uglýsingadei Id: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Skólavörðustígur 8 Opið til 22 öll kvöld til jóla 22 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 blaöiö RVEttJD > o«.° L 1 Vh? FrUM HiMr'R H/r1?-í>5NUMii °bTiLSmw HMPí&Km aG -OTTi&'X Ei, Vii? BRíkTí . BrNCrA-P IC-»MNif?TiL I ytHJA VKKUR GfGN Hirfur/i 'fLLti ofiMw \ §r :%/! \Wm i j Ifíj J \ Jiíli Í iÍ M yáyjf; uj|n| tz? Ifi 1 tSi ui JM 1« Ijyál Mikilvæg kjarabót fyrir heimilin komin í höfn Einhvern tímann var mér kennt að það væri ekki uppbyggilegt fyrir stjórnmálamenn að eyða mikilli orku í að svekkja sig á um- fjöllun fjölmiðla. Ég get þó ekki neitað því að undanfarna daga hafa mér þótt áherslur í fréttum og umræðuþáttum um þjóðmál frekar einkennilegar, enda virðist því lítill gaumur gefinn að Alþingi samþykkti á laugardaginn mestu lækkun á neyslusköttum sem dæmi eru um, að minnsta kosti á síðustu áratugum. Það virðist líka fara fram hjá mörgum, að þessi lækkun neyslu- skatta er umtalsvert meiri en nokkur flokkur þorði að lofa fyrir síðustu kosningar. Sjálfstæðis- menn - og í kjölfarið Samfylking- armenn - lögðu áherslu á að lækka matarskattinn svonefnda úr 14% í 7% og rætt var um að önnur vara og þjónusta sem til þessa hefur verið í 14% þrepinu myndi fylgja. Skatta- lækkanirnar, sem Alþingi hefur nú samþykkt, eru hins vegar mun víðtækari. Nú liggur fyrir að virðisauka- skattur á allar matvörur verður 7%, en fjölmargar algengar tegundir hafa til þessa borið 24,5% skatt. Sömuleiðis lækkar skatturinn á bækur, tímarit, blöð, afnotagjöld út- varpsstöðva, húshitun og hótelgist- ingu úr 14% í 7%. Skattur á veitinga- þjónustu, sem verið hefur 24,5%, lækkar líka í 7% og sama breyting verður varðandi skatt á geisladiska, hljómplötur og segulbönd. Loks bætist við þetta, að vörugjöld á allar matvörur aðrar en sykur og sælgæti verða afnumin. Til að átta sig á stærðargráðu þessara skattalækkana má nefna, að í opinberri umræðu hefur oft verið talað um að lækkun matar- skattsins myndi minnka tekjur rík- issjóðs um sem svarar 5 milljörðum króna á ári, en þær lækkanir sem nú hafa verið samþykktar leiða til tvöfalt hærri niðurstöðu. Birgir Ármannsson Fjármálaráðuneytið metur lækk- anirnar á 10,5 milljarða á ári miðað við núverandi verðlag, en áhrifin á næsta ári verða að vísu ekki alveg svo mikil enda kemur breytingin ekki til framkvæmda fyrr en 1. mars. Lækkunin þarf að skila sér í vöruverði Enginn þarf að velkjast í vafa um að megintilgangur þessara breyt- inga er að lækka kostnað heimil- anna við matarinnkaup. Hinar lækkanirnar eru auðvitað fagnað- arefni en vega mun minna. Fjár- málaráðuneytið metur það svo að lækkun virðisaukaskatts og afnám vörugjalda ætti að skila sér í um 12,5% lægra matarverði en Samtök atvinnulífsins meta áhrifin reyndar minni eða rétt innan við 10%. Ég hef ekki forsendur til að skera úr um hvort matið er réttara enda er hér ekki um hárnákvæm vísindi að ræða. Hvað sem því líður er ljóst að lækkunin verður umtalsverð og á að skila sér í bættum hag alls al- mennings - og þá helst þeirra sem verja stórum hluta tekna sinna til matarinnkaupa. Þannig má fyrir- fram ætla að kjarabótin verði mest fyrir tekjulágar en barnmargar fjöl- skyldur, þótt vissulega megi lengi deila um samhengið milli tekna heimila og þess hlutfalls, sem þau verja til matarinnkaupa. En til þess að skattalækkunin komi heimilunum til góða þarf hún auðvitað að skila sér í verði út úr búð. Forystumenn í verslun hafa eðlilega lýst vilja sínum til þess að það gerist, en þegar upp er staðið hvílir ábyrgðin auðvitað hjá ein- stökum fyrirtækjum enda er verð- lagning í landinu frjáls. Það er því mikilvægt að þau búi við aðhald í þessum efnum frá fjölmiðlum, hags- munasamtökum og síðast en ekki síst neytendum sjálfum. Þessar breytingar verða því að styðjast við sameiginlegt átak margra aðila. Þannig getur þessi skattalækkun ríkisstjórnarinnar skilað sér í bættum lífskjörum landsmanna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Klippt & skorið Umræður milll Björns Inga Hrafns- sonar og Dags B. Eggertssonar í Kastljósinu í fyrrakvöld hafa vakið mikla athygli. Björn Ingi neitar því að það þurfi flokksskírteini í Framsóknarflokknum til að fá vinnu hjá borginni þótt mörgum öðrum finnist það augljóst. Birni virðist líka finnast það eðlilegt að flokksskír- teini ráði því hverjir séu ráðnir til starfa hjá RÚV úr því honum þótti ástæða til þess að nefna að ráðning stjórnandans, Helga Seljan, fór ekki í gegnum útvarpsráð. Allir aðrir en Björn Ingi eru þó sammála um að pólitískar ráðn- ingar, hvort sem er hjá RÚV eða annars staðar, séu liðnar undir lok og tilheyri úreltri pólitík sem landsmenn hafna, líkt og þeir höfnuðu Framsóknarflokknum í borgarstjórnarkosning- unum sl. vor. r Blaðinu í gærvarsagt frá undirbúningi nýs stjórnmálaflokks sem Framtiðarlandið er að undirbúa. Þar eru nokkrir menn nefndir sem hugsanlegir fram- bjóðendur eins og Ómar Ragnarsson, Andri Sær Magnason og Jakob Frímann Magn- ússon. Sá síðastnefndi viðurkennir að þetta hafi verið nefnt við sig en margir undrast það vegna þess að Jakob Frímann hefur þrívegis tekið þátt í prófkjörum Samfylkingarinnar og alltaf verið hafnað. Kannski gengur honum beturnæst! að vakti lika athygli í umræddum Kastljósþætti Sjónvarpsins þegar einn umsjónarmaður þáttarins óskaði Dorrit Moussaieff til ham- ingju með að vera kona ársins á enskri tungu en forsetafrúin svaraði fyrir sig á íslensku. Dorrit talar íslensku og sjónvarps- menn eiga að sjá sóma sinn (þvl og ræða við hana á okkar ylhýra. elin@bladid.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.