blaðið - 15.12.2006, Side 34

blaðið - 15.12.2006, Side 34
blaðið ívar og Lay Low á Akureyri Lay Low og Ivar Bjarklind hafa bæði nýlega sent frá sér plötu. Laug- ardagskvöldið 16. desember halda þau tónleika á Græna hattinum á Akureyri ásamt hljómsveit. Húsið verður opnað klukkan 21. Borgarbókasafninu Svipur skáldanna Spengilegt skáld Óttar Martin Norðfjörð er einn þeirra sem berja má augum á sýningunni ' •i ; Dýrðin á Barnum Útgáfutónleikar Dýrðarinnar verða haldnir í kvöld, föstudaginn 15. desember, á Barnum, Lauga- vegi 22. Einnig mun hljómsveitin The Way Down koma fram en sveitin sú skartar meðal annars hinum knáa Ara Eldon úr Bless og Magga trommara úr Bleiku Böstunum. Gestir geta mögulega átt von á kökum og kruðeríi og upplífgandi leynigesti. Tónleik- arnir hefjast um klukkan 21 og eru allir velkomnir. Upplestur á Gljúfrasteini Sunnudaginn 17. desember klukkan 16.00 er komið að síðasta upplestrinum í stofunni á Gljúfrasteini að sinni. Sem fyrr er aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Bragi Ólafsson les úr skáldsögunni Sendiherrann, Kristín Ómarsdóttir úr Ijóðabók- inni Jólaljóð, Ingunn Snædal úr Ijóðabókinni Guðlausir menn - hugleiðing um jökulvatn og ást, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir les úr ævisögu Ólafíu Jóhanns- dóttur og Þórunn Valdimarsdóttir les úr ævisögu Matthíasar Joc- humssonar, Upp á sigurhæðir. jörn M. Sigurjónsson sviptir i dag hulunni af ljósmyndum sem hann tók af ungum, íslenskum listamönn- um. Listamennirnir hafa allir látið að sér kveða undir merkjum hins framsækna félags Nýhil og vakið at- hygli fyrir frumlegheit og nýja sýn í sinni listsköpun. „í byrjun október var ég staddur í Þjóðleikhúskjallar- anum þar sem ég hlýddi á ljóðalest- ur nokkurra höfunda úr Nýhil. Ég þekkti þá ekki neitt til skáldanna en hafði eitthvað heyrt af þeirra starfi í gegnum fjölmiðla. Þar sem ég sat í Þjóðleikhúskjallaranum og hlustaði á upplesturinn rann upp fyrir mér að þarna var heil kynslóð skálda að koma fram á sínum eigin forsendum og brjóta upp ramma sem eru í kringum þau. Eg heillað- ist af því og fannst bráðnauðsyn- legt að skrásetja þennan hóp með einhverjum hætti,“ útskýrir Björn þegar hann er spurður að því hvern- ig honum hafi dottið í hug að festa skáldin á filmu. Listamenn frjálsari en annað fólk Björn segir töluverðan mun á því að mynda listamenn og annað fólk. „Þegar maður myndar fólk í formlegu umhverfi þá verður það alltaf svolítið stressað, reynir að setja sig í ákveðnar stellingar sem oftast koma ekki vel út á ljósmynd- inni og óöryggið skín í gegn. Þess- ir listamenn virðast upplifa nánd ljósmyndarans á annan hátt og þeir eru yfirleitt tilbúnir til að ganga eins langt og þarf. Ef ég stakk upp á því við þau að fara úr að ofan þá var það ekkert mál og peysan var látin fjúka með það sama.“ Augnablikið fryst Myndirnar sem eru tólf talsins af jafnmörgum einstaklingum, eru allar teknar á heimilum listamann- anna þar sem þeir skapa sín verk og hugmyndirnar fæðast gjarnan. Björn segir ákveðna ástæðu fyrir því að hann hafi kosið að fara með myndavélina inn á heimili þeirra. „Ég kýs að mynda þau heima því ég vildi vinna með umhverfi sem ég þekki ekki. f hverri einustu mynd er mikið af smáatriðum, urmull af smáhlutum og það sem vakir fyrir mér er að láta þessa smáhluti byggja myndina. Það er mikil áskorun fyr- ir mig að fara inn í þeirra rými og reyna að smíða úr því mynd sem hef- ur sína eigin frásögn. Markmiðið var því að finna merkingu í umhverfinu sem styður þessa frásögn og frysta hana í tíma. I þessu er skrásetningin fólgin.“ Sýningin, sem ber yfirskrift- ina „Skrásetning kynslóðar“, verður opnuð í Borgarbókasafni Grófarhúsi í dag klukkan 17. Á opnun sýningar- innar verður dagatal fyrir árið 2007 með úrvali sömu ljósmynda kynnt. Þá munu skáldin lesa upp úr nýleg- um verkum sínum. Sýningin er opin á afgreiðslutíma Borgarbókasafns- ins fram í janúar. hilma@bladid.net þessir ófrýnilegu grallarar eru komnlr aftur. Hér f uppsetningu Leikfélags Akureyrar með dyggri aðstoð 200.000 Naglblta 2 glænýir geísladiskar fyrir jólin m w m§ 200.000 naqlbítar meö m£ mnakornum sigildar Jólapcrlur 1. MeMlsnjó 2. Lltill stúfur 3. Kœri stútuf 4. Yfir fannhvfta jörö 5. Jcrfamyndir 6. Bjóilurnar hhngja 7. Hátiö (txe 8. Hvft jói 9. Hín fyrstu Jói 10. Eigum saman gloöilega hátiö 11. Gloöl og friöar Jól otfouuou u ée u u u 0 o n u »1 o e j 4 j j j <orn koma hér saman ásamt gestum á afar vönduðum og um jóladiskl Vlö óskum landsmönnum gieöl og frlöar jóta Lögðu sitt af mörkum til miðstöðvarinnar Dagný Heiðdai, .Jiildigunnur Sverrisdóttir og Valgerður Hauksdóttir Menningararfurinn gerður aðgengilegur Mikil tíðindi verða í Listasafni íslands í dag en þá verður hulunni svipt af nýrri fræðslumiðstöð sem er kærkomin nýjung fyrir alla þá sem leggja ást á íslenska mynd- list. Miðstöðin samanstendur af veglegum bóka- og tímaritakosti auk sýndarsafns þar sem gestir hafa aðgang að rafrænum gagna- grunni um íslenska listarverka- eign safnsins. „í sýndarsafninu er að finna um 8500 íslensk verk eftir 300 listamenn. Gestir geta skoðað ljósmyndir af verkunum ásamt ítarlegum heimildum um þau og höfunda þeirra. Heildareign safns- ins spannar um 10000 verk en í þessum fyrsta áfanga ákváðum við að einbeita okkur að íslensku verkunum," útskýrir Dagný Heið- dal, deildarstjóri listaverkadeildar. „Einnig getur fólk leitað að ákveðn- um atriðisorðum, til dæmis nöfn- um listamanna eða ákveðnum greinum myndlistar og fengið þá upp öll verk eftir viðkomandi lista- mann eða allt sem fellur undir þessa ákveðnu grein. Þannig getur fólk auðveldlega nálgast þær upp- lýsingar sem það leitar eftir.“ Með opnun Fræðslumiðstöðvar- innar eflir safnið menntunarhlut- verk sitt til muna og auðveldar gestum aðgengi að hinum listræna menningararfi. Arkitekt að innrétt- ingum og skipulagi er Hildigunnur Sverrisdóttir hjá Arkitektur.is en umsjón og hönnun Sýndarsafnsins annaðist Valgerður Hauksdóttir, myndlistarmaður hjá VIA ehf. Mið- stöðin er til húsa í kjallara safnsins og er öllum velkomið að koma og kynna sér þessa nýbreytni. Safnið er opið þriðjudaga - sunnudaga klukkan 11 -17.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.