blaðið - 15.12.2006, Side 42

blaðið - 15.12.2006, Side 42
42 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 blaðið í jólaísinn Það er flott að eiga ísskeið til að skúbba jólaísnum í skál- arnar um hátíðarnar, og þannig berafram hefðbundinn og góðan desert á flottan hátt. matur ÆL • • Ostakarl 500 g rjómaostur 1 '/2 bolli niðurrifinn góður ostur 1 hvítlauksrif Salt og svartur pipar Sellerí, rúgbrauðsneið, negullnagli, gulrót og svartar ólífur Aðferð Blandið rjómaosti, '/2 bolla niðurrifnum osti, hvitlauk og salti og pipar saman og setjið í frysti í 30 mínútur. Búið til kúlur úr ostinum og veltið upp úr rifnum osti og raðið upp í snjókarl. Búið til trefil úr selleríi og festið með negulnagla. Búið til hatt úr rúgbrauðinu og festið hann saman með rjómaosti og festið með tannstöngli. Búið til hnappa úr ólífum og gerið lítið nef úr gulrótarbita. Berið snjókarlinn fram með kexi. matur@bladicl.net f-------------------------------\ Kókossúpa með engiferkeim Guðbjbrg segir að þessi uppskrift sé byggð á súpu sem hún fékk einu sinni og gat ekki gleymt. „Ég gerði mér óljóst grein fyrir hvað var í henni og einn daginn ákvað ég að láta vaða og treysta því að bragðlauk- arnir myndu leiða mig áfram. Úrvarð ein af mínum uppáhaldssúpum sem ég hef ég bragðað í ótal útgáfum síðan hjá vinum og vandamönnum. Hver og einn aðlagar hana að sínum bragðlaukum og þvi hráefni sem til er hverju sinni... og alltaf finnst mér hún jafn bragðgóð!” Súpan er: Súperholl - góð til að nýta afganga - góð í matarboö - mitt uppáhald Fyrir um það bil fjóra • 4 bollar blandað grænmeti • vænn bútur fersk engiferrót • 4 hvítlauksrif • 1 iaukur, smátt skorinn • 1 dós kókosmjólk • 1 dós tómatpúrra • 4 bollar grænmetissoð Laukurinn er steiktur í olíu í potti þar til hann er orðinn mjúkur. Þá er hvít- lauk og engifer bætt út í, síðan smátt skornu grænmeti og er það snögg- steikt við háan hita í 3-4 mín. Soðið, kókosmjólkin og tómatpúrran er sett út i pottinn. Bragðbætt með salti og pipar og látið malla í 20 mínútur. Vatni eða soði er bætt út í ef þörf er á meiri vökva. Gott er að strá fersku kóríander yfir ef þú átt það til. >.______________________________/ Guðbjörg Gissurardóttir gefur út skapandi matreiðslubók Hristist fyrir notkun Hristist fyrir notkun er matreiðslubók sem Guð- bj örg Gissurardóttir, graf- ískur hönnuður, á heiður- inn af og bókin kom fyrst út árið 2002. Bókin hefur verið uppseld um nokkurn tíma og því ákvað Guðbjörg að endurútgefa bókina nú fyrir jólin og breyta henni lítið eitt og bæta. Bókin ber undirtitil- inn skapandi matreiðsla með því sem til er í eldhúsinu og eins og nafnið gefur til kynna er bókin til þess gerð að örva sköpunargleði fólks í eldhúsinu og elda góðan mat úr því sem til er í ísskápnum hverju sinni. „Það er alltaf hægt að elda eitthvað þó að það sé lítið til í skápunum og bókin er þannig uppbyggð að fyrir aft- an hvert einasta hráefni segir hvernig hægt sé að bæta, breyta eða sleppa því og þannig laga uppskriftina að ástand- inu í ísskápnum hverju sinni. Þannig getur fólk togað og teygt hverja upp- skrift í allar mögulegar áttir,” segir Guðbjörg. Ástæðan fyrir því að Guðbjörg gerði bókina var sú að hún vildi þróa sjálfa sig á sviði matargerðarlistar og líka sú að henni fannst vanta bók þar sem Guðbjörg Gissurardóttir er grafískur hönnuður og gefur út matreiðslubók fyrir hráefnalisti hverrar uppskriftar væri sem örvar sköpunargáfuna 1 eidhúsinu. stuttur og þær innihéldu ekki 13 fram- andi kryddtegundir sem lenda síðan aftast í skápnum. Uppskriftirnar í bókinni eru bæði hversdagslegar og fyrir sérstök tilefni en Guðbjörg segir að þær eigi það all- ar sameiginlegt að vera auðveldar að framkvæma. „Ég vildi líka auðvelda fólki að finna nýjar leiðir í uppskriftaleit og það er hægt að leita eftir uppskriftum í bók- inni á ýmsan hátt, hvort sem það er eftir ákveðnu hráefni, myndrænt og það er líka hægt að leita eftir því hvort uppskriftin sé ódýr, fljótleg eða barn- væn,“ segir Guðbjörg og bætir við að aftast sé listi yfir neyðarbirgðir sem nauðsynlegt sé að eiga. „Það er aldrei afsökun fyrir því að elda ekki og það er hægt að elda þó að bara sé til einn hrísgrjónapoki.” Guðbjörg segir að það séu engar sérstakar jólauppskriftir og segir að þó að hún sé að hvetja fólk til að vera skapandi í eldhúsinu þá finnist henni að jólamaturinn eigi að vera frekar hefðbundin og ræðst ekki í neina til- raunastarfsemi þegar kemur að jóla- matnum. „Á jólunum viljum við halda í hefð- irnar og ég vil fá gamla góða ísinn sem mamma gerði á jólunum.” ■ ■ ' . ... ' ;.'5 « Jólin koma. Ættingjar og vinir hittast og gleðjast saman yfir margskonar jólagóðgæti. Hellmann's® majónes er eitt af því sem fullkomnar jólamatreiðsluna og gerir árangurinn ómótstæðilegan. Flauelsmjúk áferð, besta hráefni og ósvikin bragðgæði. Gleðileg jól. Efþú átt afgang afkalkúna um jólin geturðu gert þetta góða salat. Kalkúna-waldorf-salat '/2 bolli Hellmanns's® Mayonnaise 1 msk sítrónusafi '/2 tsk salt 2 bollar af elduðum kalkúna eða Jólaís með Jólaísinn er ómissandi í hugum margra og gamaldags jólaís eins og mamma eða amma gerði verður fyr- ir valinu þegar kemur að eftirréttin- um á aðfangadagskvöld. Hér er uppskrift að einum slikum og þessi uppskrift inniheldur líka Toblerone sem gerir hann einstak- lega góðan og ljúffengan. • 6 eggjarauður • 1 dl sykur • 2 pelar rjómi • 1-2 tsk vanilla • 100-150 grToblerone Aðferð Eggjarauður og sykur er þeytt saman. Rjóminn er þeyttur og síðan er öllu blandað saman. Sett (fallegt form og í frystinn. Jólasúkkulaðimús Saxið súkkulaðið smátt. Hrærið saman eggjarauður, sykur og salt yfir vægum hita þar til sykurinn hefur leyst upp og blandan er orðin volg, þannig að hægt sé að snerta hana. Takið blönduna af hitanum og blandið súkkulaðinu saman við og kakóduftinu þar til blandan verður mjúk og þykk. Kælið. Þeytið rjómann í annarri skál. Blandið helmingnum af rjómanum saman við súkkulaðiblönduna þegar hún er orðin köld. Blandið hinum helmingnum af rjómanum varlega saman við súkkulaði- blönduna. Setjið í kæli og kælið í 2 klukkutíma að minnsta kosti. Takið músina úr ísskápnum 15 mínútum áður en hún er borin fram. • 4 eggjarauður • 14 bolli sykur • 'A tsk. salt • % bolli rjómi • 2 msk. ósætt kakóduft • 60 g gott dökkt súkkulaði Toblerone

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.